Viðskipti innlent

Síminn kærir auglýsingar Vodafone

Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans,
Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, Mynd/Stefán Karlsson
Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að fyrirtækið hafi ákveðið að kæra auglýsingar Vodafone þar sem því er haldið fram að viðskiptavinir geti lækkað símreikning með því að koma í viðskipti hjá Vodafone.

„Auglýsingarnar eru ólöglegar enda verið að birta villandi samanburð. Þessar auglýsingar sýna hversu mikilvægt það er að Póst- og fjarskiptastofnun birti sem fyrst Reiknivél með óháðum samanburði. Síminn styður það framtak heilshugar. Neytendur hljóta að fagna því," segir Margrét.

Póst og fjarskiptastofnun vinnur að gerð reiknivélar fyrir neytendur. Sú reiknivél er ekki tilbúin og hefur ekki verið birt. Stofnunin hefur haft samráð við fjarskiptafyrirtækin um gerð hennar, segir í yfirlýsingu sem Póst og fjarskiptastofnun sendi fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í gær vegna frétta af úttektum og reiknivélum Póst og fjarskiptastofnunar.


Tengdar fréttir

Pakkatilboðin afar ógagnsæ

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, fagnar samanburði Póst- og fjarskiptastofnunar á kostnaði við síma- og netþjónustu, og átelur fjarskiptafyrirtækin fyrir ógagnsæjar gjaldskrár sem almennt sé erfitt fyrir neytendur að bera saman.

Síminn ódýrastur

Ný úttekt Póst og fjarskiptastofnunnar á verðskrám farsímafyrirtækjanna leiðir í ljós að ódýrast er að vera í áskrift hjá Símanum.

Síminn tók verðauglýsingu úr umferð

Síminn ákvað í gær að taka úr umferð útvarpsauglýsingu sem byggir á reiknivél Póst og fjarskiptastofnunar. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis sagði frá því á miðvikudaginn að ódýrast væri að vera í áskrift hjá Símanum og byggði fréttina á reiknivél Póst og fjarskiptastofnunar. Síminn auglýsti svo í útvarpi og byggði auglýsinguna á sömu tölum og komu fram í fréttinni.

Póst og fjarskiptastofnun vinnur að gerð reiknivélar

Póst og fjarskiptastofnun vinnur að gerð og birtingu reiknivélar fyrir neytendur. Sú reiknivél er ekki tilbúin og hefur ekki verið birt. Stofnunin hefur haft samráð við fjarskiptafyrirtækin um gerð hennar, segir í yfirlýsingu sem Póst og fjarskiptastofnun hefur sent fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis vegna frétta af úttektum og reiknivélum Póst og fjarskiptastofnunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×