Viðskipti innlent

TM Software þróar lausn fyrir breska ferðaskrifstofu

Hugbúnaðarfyrirtækið TM Software hefur þróað lausn í samstarfi við vefhönnunarfyrirtækið VYRE Ltd. fyrir bresku ferðaskrifstofuna Inghams sem er leiðandi í skíða- og fjallaferðum til Evrópu og Norður-Ameríku.

Í tilkynningu segir að TM Software sá um að tengja bókunarkerfi Inghams við vef ferðaskrifstofunnar svo hægt sé að leita að ferðum og fá ávallt nýjustu verð og framboð þegar vafrað er um vefinn. Með tengingu vefjarins við bókunarkerfið er fullur aðskilnaður á milli efnis og bókunarupplýsinga. Þannig er hægt að breyta verði og framboði fyrir vefinn með einföldum hætti.

VYRE annaðist uppsetningu á vefumsjónarkerfinu VYRE Unify fyrir Inghams og fékk TM Software til þess að annast tengingar við bókunarkerfið. Markmið Inghams með nýjum vef er að auka hlut sinn í sölu á ferðum í gegnum netið. Inghams, sem hefur starfað í 75 ár, notar ennfremur lausnina til að halda utan um allt stafrænt efni, varðveislu þess, samþykktarferli og birtingu í hinum ýmsu miðlum.

TM Software er dótturfélag Nýherja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×