Viðskipti innlent

Dekabank undirbýr málsókn gegn íslenska ríkinu

Þýski bankinn Dekabank undirbýr nú málssókn á hendur íslenska ríkinu vegna neyðarlaganna en með þeim urðu innstæður að forgangskröfum. Lögfræðingar á vegum bankans, segja tilhugsunina að fara í mál gegn ríki skelfilega þar sem það gæti opnað fyrir aðrar lögsóknir sem væru miklu hærri en þeir fimm milljarðar dollarar sem Ísland skuldar nú þegar Bretlandi og Hollandi.

Í erlendum fjölmiðlum er sagt að bankinn hafi ekki gefið upp þá von að fá eitthvað upp í tap sitt vegna viðskipta við íslensku bankanna. Fyrr í vikunni áttu lánadrottnar fund með skilanefnd Landsbankans til að fara yfir kröfuhafaskránna. Á fundinum kom fram að fjölmargir kröfuhafar hyggjast láta á það reyna fyrir dómstólum hvort að neyðarlögin haldi.

Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor, hefur sagt að verði neyðarlögunum hnekkt mun það hafa í för með sér að skuldbindingar landsins verði mun hærri en Icesave skuldbindingarnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×