Viðskipti innlent

66 gráður Norður í útrás

Fataverslunin 66 gráður Norður hyggst opna verslun í Osló, Noregi á næsta laugardag. Þetta er fyrsta verslun fatabúðarinnar í Noregi en vörur undir merki fataframleiðandans fást nú í yfir 300 verslunum í alls 16 löndum.

66 gráður Norður verslunin í Osló er staðsett í hinni vinsælu Aker Brygge verslunarmiðstöð í hjarta norsku höfuðborgarinnar. Rúmlega fimm milljónir manna heimsækja verslunarmiðstöðina árlega þ.á.m. fjöldi ferðamanna sem sækja Osló heim. Verslunin er rúmlega 70 fermetrar að stærð og fallega hönnuð í anda annarra verslana fyrirtækisins víða um heim.

Í tilkynningu segist Halldór G. Eyjólfsson, forstjóri 66 gráður Norður, vera stoltur af árangrinum og spenntur yfir nýjumlandvinningum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×