Fleiri fréttir

Sala Toyota ekki umflúin vegna mikilla skulda

Magnús Kristinsson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna sölu skilanefndar Landsbankans á Toyota umboðinu. Þar segir að salan hafi ekki verið umflúin vegna mikilla skulda félaga í eigu Magnúsar.

Eik Banki hefur sagt upp kauphallaraðild sinni

Eik Banki P/F hefur sagt upp kauphallaraðild að íslenska markaðnum og viðskipti munu hér eftir fara fram í gegnum dótturfélag bankans í Danmörku, Eik Bank Danmark.

Reykjavíkurborg boðar 5,8 milljarða lántöku

Reykjavíkurborg er þessa dagana að leggja lokahönd á fjárhagsáætlun fyrir 2010, í þeirri áætlun er gert ráð fyrir lántökum allt að 5,8 milljarða kr. vegna framkvæmda ársins 2010.

Icelandair selur 20% hlut í Travel Service í Tékklandi

Icelandair Group hf. gekk í gær frá sölu á um 20% hlut í tékkneska flugfélaginu Travel Service. Eftir viðskiptin á Icelandair Group um 30% hlut í Travel Service. Kaupandinn er Canaria Travel sem er eigu í sömu aðila og hafa verið meðeigendur Icelandair Group í Travel Service.

Landsbankinn setur Toyota umboðið í sölumeðferð

Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. hefur ákveðið að setja hlutabréf Toyota á Íslandi hf. í sölumeðferð en félagið flytur Toyota og Lexus-bíla inn til Íslands. Það er Nýi Landsbankinn (NBI) sem sér um söluna.

Hver Íslendingur ver 42. 000 króna í jólainnkaup

Gert er ráð fyrir að jólaverslunin verði óbreytt frá síðasta ári að magni til en vegna verðhækkana verði veltan 8% meiri í krónum talið. Hver Íslendingur mun að jafnaði verja 42.000 kr. til jólainnkaupa.

Forstjóri Byrs tekur leyfi

Ragnar Z Guðjónsson hefur ákveðið að láta tímabundið af störfum sem sparisjóðsstjóri Byrs. Eins og kunnugt er fóru fulltrúar embættis sérstaks saksóknara inn í höfuðstöðvar Byrs og óskuðu eftir aðgangi að gögnum vegna rannsóknar á lánaveitingum Byrs til Exeter Holdings og tengdra fjármálagerninga. Þá var Ragnar kallaður til skýrslutöku.

Ársverðbólgan mælist 8,6%

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í nóvember 2009 er 356,2 stig og hækkaði um 0,74% frá fyrra mánuði. Ársverðbólgan mælist því 8,6% en hún var 9,7% í síðasta mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 335,7 stig og hækkaði hún um 0,96% frá október.

Viðskiptum með krónur á aflandsmarkaði fækkar

Frá nýliðnu sumri hefur þeim dögum fækkað sem ekki hefur verið lagt fram annað hvort kaup- eða sölutilboð. Breytingar á genginu hafa í kjölfarið orðið minni og sömuleiðis hefur verðbilið dregist saman.

Ríkissjóður með 200 milljarða kröfu í Sparisjóðabankann

Slitastjórn Sparisjóðabankans hefur að svo stöddu hafnað 200 milljarða kr. kröfu ríkissjóðs í þrotabú bankans. Krafa ríkissjóðs er tilkomin vegna svokallaðra „ástarbréfa" eða endurhverfra viðskipta Sparisjóðabankans við Seðlabankann en bankinn var hvað stórtækastur í þeim viðskiptum af öllum íslensku bönkunum fyrir hrun.

Vill rifta sölunni á bréfum í Baugi

Skiptastjóri Baugs hefur krafist riftunar á kaupum Baugs á eigin bréfum fyrir 15 milljarða króna í júlí 2008. Seljendur bréfanna voru eignarhaldsfélög í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Pálmadóttur og Hreins Loftssonar.

Kröfum ríkisins í Sparisjóðabankann ekki hafnað

Kröfur í þrotabú Sparisjóðabankans, áður Icebank, nema samtals 368 milljörðum króna. Þær eru 242 talsins. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær. Kröfur upp á 81 milljarð hafa verið samþykktar.

Síminn ódýrastur

Ný úttekt Póst og fjarskiptastofnunnar á verðskrám farsímafyrirtækjanna leiðir í ljós að ódýrast er að vera í áskrift hjá Símanum.

Úrvalsvísitalan hækkar

Bakkavör hækkaði í dag um 12,50 prósent eftir að hafa fallið talsvert í síðustu viku en Icelandair Group hf., lækkaði hinsvegar um 1,28 prósent. Úrvalsvísitalan (OMX16) hækkaði um 0,42 prósent og var 784,27 stig við lokun kauphallarinnar.

Áætla að meira en helmingur af virði eigna endurheimtist

Slitanefnd Frjáls fjárfestingarbankans áætlar að 50 til 65% endurheimtist af virði eigna bankans sem var tekinn til slita samkvæmt ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur í júní þegar eigið fé hans var uppurið. Helstu þættir sem hafa áhrif á endurheimturnar eru þróun á fasteignamarkaði, gengi gjaldmiðla, hagvöxtur og atvinnu- og launaþróun, að fram kemur í tilkynningu.

Saga Capital lýkur sölu skuldabréfa fyrir Kópavogsbæ

Saga Capital hefur lokið við sölu verðtryggðra skuldabréfa fyrir Kópavogsbæ í útboði til fagfjárfesta á innlendum verðbréfamarkaði. Seld voru skuldabréf fyrir 2,8 milljarða króna með 5% verðtryggðum vöxtum.

Misskilningur hjá starfsmanni Danske Bank

Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi Landsbankans segir að frétt á forsíðu Vísis um yfirfærslu gjaldeyris úr Danske Bank til Landsbanka er byggð á misskilningi.

Finnur Sveinbjörnsson: 90 prósent lítilla fyrirtækja í góðu lagi

Níutíu prósent lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem eru í viðskiptum við Arion banka eru í góðu lagi. Þetta kom fram í máli Finns Sveinbjörnssonar, forstjóra Arion á hádegisverðarfundi Félags Viðskipta- og hagfræðinga sem haldinn var á Grand Hótel í dag.

Greining gagnrýnir hringlandahátt Seðlabankans

„Væri ekki úr vegi að bankinn útskýrði betur slík frávik frá yfirlýstri stefnu sinni, þar sem slíkar fyrirvaralausar og óútskýrðar breytingar á framkvæmd peningastefnunnar eru ekki til þess fallnar að auka gagnsæi peningastefnunnar eða trúverðugleika bankans."

Dregið á hluta norrænu lánanna fyrir jól

Seðlabankinn stefnir að því að draga á hluta þeirra lánalína sem nú hafa opnast frá Norðurlöndunum fyrir jól. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, á hádegisverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga á Grand Hótel í dag.

Allur tekjuskattur 150.000 einstaklinga í vaxtagreiðslur

Allur tekjuskattur ríflega hundrað og fimmtíu þúsund landsmanna á næsta ári mun að öllum líkindum jafngilda því sem ríkissjóður þarf að greiða í vexti af lánum, þótt ekki sé byrjað að greiða af Icesave.

Skattabyrðin jókst mest á Íslandi af OECD ríkjum 1995-2007

Á síðustu árum hefur hlutfall skatta af landsframleiðslu á Íslandi verið töluvert yfir meðaltalinu í öðrum ríkjum OECD enda jókst skattbyrðin meira hér á landi en í nokkru öðru ríki á tímabilinu 1995 til 2007, eða úr 31,2% í 40,9%.

Danske Bank neitar að millifæra fé til Landsbankans

Sigurður Jónsson þriggja barna fjölskyldufaðir lenti í því nýlega að geta ekki fengið lítilisháttar séreignasparnað sinn og konu sinnar millifærðan frá Danmörku inn á reikning sinn í Landsbankanum. Danske Bank neitaði að millifæra upphæðina og fékk Sigurður þau skilaboð frá starfsmanni Danske Bank að slíkt væri algerlega óheimilt þar sem Landsbankinn ætti í hlut.

ÍLS heldur óbreyttum vöxtum á yfirteknum skuldabréfum

Stjórn Íbúðalánasjóðs (ÍLS) hefur nú samþykkt að réttur til að breyta vöxtum skuldabréfa sem sjóðurinn hefur keypt eða yfirtekið af öðrum fjármálastofnunum skuli ekki nýttur í fyrsta sinn sem slíkur réttur myndast.

Aðsgerðaráætlun um Einfaldara Ísland siglir í strand

Haustið 2006 samþykkti þáverandi ríkisstjórn aðgerðaáætlun um „Einfaldara Ísland" og í kjölfarið var skipaður samráðshópur ráðuneyta, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins sem var forsætisráðherra til aðstoðar við að framfylgja henni. Þessari áætlun hefur verið siglt í strand að mati Hannesar G. Sigurðssonar aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins (SA) og í staðinn kominn þveröfug stefna hjá núverandi ríkisstjórn.

Dráttarvextir lækka um eitt prósentustig

Dráttarvextir lækka og fara úr 19% niður í 18% fyrir tímabilið 1. desember til 31. desember 2009. Þetta kemur fram í mánaðarlegri tilkynningu Seðlabankans um dráttarvexti og vexti af peningakröfum.

Þjónustujöfnuður jákvæður um 20,8 milljarða

Útflutningur á þjónustu á þriðja ársfjórðungi var samkvæmt bráðabirgðatölum 92,3 milljarðar kr. en innflutningur á þjónustu 71,5 milljarðar kr.. Þjónustujöfnuður við útlönd á þriðja ársfjórðungi var því jákvæður um 20,8 milljarða króna.

Starfsfólki og stjórn Byrs létt vegna rannsóknar

Stjórn Byrs hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna húsleitar sérstaks saksóknara í höfuðstöðvum bankans í dag. Þar kemur fram að tilefni húsleitarinnar er málefni Exeter Holdings, einkahlutafélags sem keypti stofnbréf í Byr með láni frá sparisjóðnum.

iPhone í verslanir

Síminn hefur fengið fyrstu sendinguna af iPhone símum og verða þeir seldir í versluninni í Kringlunni. Sala símanna hófst í dag kl 17:00 og eru þeir ólæstir og tilbúnir til notkunar.

Skeljungur og tengd félög í opið söluferli

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. hefur verið falið að annast formlegt ferli sem lýtur að mögulegri sölu á 49% hlut í Skeljungi hf. og tengdum félögum. Félögin sem umræðir eru S fasteignir ehf., Ö fasteignir og Birgðastöðin Miðsandur ehf. en öll eru þau í dag í eigu Miðengis ehf., dótturfélags Íslandsbanka.

Gjörningar gömlu bankanna riftanlegir tvö ár aftur í tímann

Fjármálagjörningar gömlu bankanna þriggja og annarra fjármálafyrirtækja sem tengjast bankahruninu fyrir ári síðan verða riftanlegir 2 ár aftur í tímann nái frumvarp Gylfa Magnússonar efnahags- og viðskiptaráðherra um málið fram að ganga.

Húsleitir bæði hjá MP banka og Byr

Í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á kaupum félagsins Exiter ehf á stofnbréfum í BYR sparisjóði haustið 2008 fóru fram húsleitir á í MP banka og Byr í dag að undangengnum úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur.

Sérstakur saksóknari aflaði gagna í húsleit hjá Byr

Menn á vegum Ólafs Haukssonar sérstaks saksóknara öfluðu gagna í húsleit í Byr í dag í framhaldi af rannsókn þeirri sem Fjármálaeftirlitið vísaði til sérstaks saksóknara varðandi eignarhaldsfélagið Exeter Holdings.

Gengi krónu á aflandsmarkaði lækkar töluvert

Gengi krónunnar á aflandsmarkaðinum hefur lækkað töluvert undanfarnar tvær vikur eða síðan Moody´s lækkaði lánshæfismat sitt á ríkissjóði. Sölugengið stendur nú í 232 krónum fyrir evruna samkvæmt viðskiptavefsíðunni keldan.is

Greining: Spáir 4% verðlagshækkun næstu 6 mánuði

Þótt verðbólga muni sennilega lækka niður fyrir 8% fyrir árslok mun hún taka tímabundinn kipp í upphafi næsta árs vegna hækkana hins opinbera á sköttum og gjöldum að mati greiningardeildar Arion banka. Spáir greiningin því að verðlag muni hækka um 4% á næstu sex mánuðum.

Verulega dregur úr aukningu peningamagns í umferð

Mjög hefur hægt á aukningu peningamagns í umferð undanfarna mánuði, enda má segja að framboð lausafjár í fjármálakerfinu hafi oftast verið meira en eftirspurn það sem af er ári. Samkvæmt nýlega birtum tölum Seðlabankans var grunnfé í lok septembermánaðar alls tæpir 161 milljarðar kr. Þar af voru seðlar og mynt í umferð röskir 25 milljarðar kr. en innstæður innlánsstofnana 136 milljarðar kr.

Svartsýni neytenda færist í vöxt að nýju

Eftir samfellda hækkun undanfarna þrjá mánuði lækkaði Væntingavísitala Gallup á milli október og nóvember, úr 47,9 stigum í 44,3 stig. Þetta bendir til þess að svartsýnin í garð efnahags- og atvinnuástandsins sé að aukast og nokkuð ríkjandi meðal íslenskra neytenda.

Sjá næstu 50 fréttir