Viðskipti innlent

13.200 milljarðar hafa tapast í bankahruninu

Forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Gunnar V. Andersen, sagði á ársfundi eftirlitsins í dag að 13.200 milljarðar hafi tapast eftir hrunið í október 2008.

Gunnar sagði í ávarpi sínu að heildareignir á samstæðugrunni í júní árið 2008 hafi verið 16.550 milljarðar króna. Í lok júní 2009 eru áætlaðar heildarstæður á samstæðugrunni aðeins 3.300 milljarðar króna að frátöldum eignum gömlu bankanna.

Gunnar sagði ennfremur að áhættusækni íslenskra fjármálafyrirtækja á síðustu árum hafi leitt til hættulegs áhættustigs sem varð mörgum þeirra að falli. Á sama tíma hafi innra eftirlit verið laust í reipunum og viðskiptahættir að mörgu leyti óeðlilegir að mati Fjármálaeftirlitsins.

Þá kom einnig fram í ávarpinu að rannsóknir Fjármálaeftirlitsins benda til þess að alvarleg lögbrot hafi verið framin innan íslenskra fjármálafyrirtækja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×