Viðskipti innlent

Íbúða- og ríkisbréf seld fyrir rúma fjóra milljarða

Sala á íbúðabréfum og ríkisbréfum fór fram hjá Lánamálum ríkisins klukkan tíu í dag. Útboðinu var þannig háttað að öll samþykkt tilboð buðust bjóðendum á sama verði og ákvarðaði lægsta samþykkta verð söluverð. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands.



Í boði voru eftirfarandi flokkar að nafnverði:


HFF150224 2,6 ma.kr.

RIKB 13 0517 2,2 ma.kr.

RIKB 19 0226 0,6 ma.kr.

Helstu niðurstöður voru þessar:

HFF150224:

Alls bárust tilboð að fjárhæð 4.360 m.kr. að nafnverði. Tilboðum var tekið

fyrir 2.558 m.kr. að nafnverði á verðinu 99,70 (3,83% ávöxtunarkrafa).

RIKB 13 0517:

Alls bárust tilboð að fjárhæð 1.900 m.kr. að nafnverði. Tilboðum var tekið

fyrir 1.100 m.kr. að nafnverði á verðinu 98,905 (7,60% ávöxtunarkrafa).

RIKB 19 0226:

Alls bárust tilboð að fjárhæð 3.400 m.kr. að nafnverði. Tilboðum var tekið

fyrir 568 m.kr. að nafnverði á verðinu 104,775 (7,99% ávöxtunarkrafa).










Fleiri fréttir

Sjá meira


×