Viðskipti innlent

Vilja kaupa lóðir Milestone í Tyrklandi

Áhugasamir kaupendur eru komnir að lóðum í Tyrklandi sem fyrirtæki í eigu Milestone á hlut í. Verðmæti lóðanna hleypur á hundruðum milljóna króna.

Milestone var tekið til gjaldþrotaskipta í september síðastliðnum. Kröfuhafar höfðu þá hafnað nauðasamningi sem gerði ráð fyrir því að þeir fengju 6% upp í kröfur sínar.

Samkvæmt nauðasamningnum námu kröfur alls um 80 milljörðum en líkur eru á að sú upphæð sé hærri í dag. Allar eignir þrotabúsins eru í sölumeðferð, meðal annars banki í Makedóníu og vínekra þar í landi.

Milestone átti einnig hlut í fasteignafélagi sem á tvær lóðir við þriðju stærstu borg Tyrklands, Izmir. Askar Capital sér um sölu lóðanna og eru samkvæmt heimildum nú komnir áhugasamir kaupendur að lóðunum. Raunar hafði söluferli lóðanna þegar verið hafið áður en félagið fór í þrot en nú virðist vera kominn gangur á það að nýju. Verðmæti lóðanna hleypur á hundruðum milljóna króna og mun þrotabúið eiga heimtingu á um helming söluverðmætisins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×