Kröfuhafar bjartsýnir á horfur hér á landi 1. desember 2009 06:00 Erlendir kröfuhafar gamla Kaupþings hafa samþykkt að taka 87 prósenta hlut í Arion banka og mun íslenska ríkið eiga þau þrettán prósent sem út af standa, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Niðurstaðan verður kynnt í dag. Legið hefur fyrir síðan snemma í september að kröfuhafar muni taka þann hlut sem þeim stóð til boða í bankanum og unnu fulltrúar bandaríska fjárfestingarbankans Morgan Stanley, sem er ráðgjafi í málinu, eftir þeirri línu þar til í síðustu viku. Líklegt var að kröfuhafar myndu fara þessa leið í október. Málið frestaðist hins vegar seint í mánuðinum þar sem endanlegar upplýsingar um fjárhag bankans lágu ekki fyrir. Kröfuhafar og skilanefnd Kaupþings hafa unnið sleitulaust að því síðan fyrir helgi að ljúka málinu. Samkomulag átti að liggja fyrir á miðnætti. Eignarhald bankans verður með svipuðu sniði og Íslandsbanka en í báðum tilvikum er eignarhaldið í gegnum sjálfstætt starfandi dótturfélög og munu fulltrúar á vegum kröfuhafa taka sæti í stjórn bankans. Ekki er loku fyrir það skotið að kröfuhafar snúi baki við Arion þrátt fyrir hverfandi líkur á því. Gerist það mun ríkið eiga bankann áfram en kröfuhafar hafa möguleika á að eignast níutíu prósenta hlut í honum á árabilinu 2011 til 2015. Eftir því sem næst verður komist skiptast stærstu kröfuhafar Kaupþings í tvö horn. Evrópskir kröfuhafar bankans, svo sem frá Deutsche Bank, hafa verið tvístígandi enda hafa þeir tapað háum fjárhæðum í viðskiptum sínum við íslensku bankana og því ekki jafn viljugir og hinn hópurinn að eignast stóran hlut í bankanum. Nýrri kröfuhafar, breskir og bandarískir fulltrúar sjóða sem upp á síðkastið hafa keypt kröfur gamla bankans, eru taldir sjá meiri verðmæti í honum en hinn hópurinn. Þeir hafa nú þegar hagnast vel á kaupum skuldabréfa gamla Kaupþings og hafa trú á að íslenskt efnahagslíf muni rétta úr kútnum með ábata fyrir þá. Endanleg mynd hefur ekki verið dregin upp af nýjum eigendum Arion en frestur til að lýsa kröfum í bú gamla bankans lýkur á gamlársdag. - jab Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Sjá meira
Erlendir kröfuhafar gamla Kaupþings hafa samþykkt að taka 87 prósenta hlut í Arion banka og mun íslenska ríkið eiga þau þrettán prósent sem út af standa, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Niðurstaðan verður kynnt í dag. Legið hefur fyrir síðan snemma í september að kröfuhafar muni taka þann hlut sem þeim stóð til boða í bankanum og unnu fulltrúar bandaríska fjárfestingarbankans Morgan Stanley, sem er ráðgjafi í málinu, eftir þeirri línu þar til í síðustu viku. Líklegt var að kröfuhafar myndu fara þessa leið í október. Málið frestaðist hins vegar seint í mánuðinum þar sem endanlegar upplýsingar um fjárhag bankans lágu ekki fyrir. Kröfuhafar og skilanefnd Kaupþings hafa unnið sleitulaust að því síðan fyrir helgi að ljúka málinu. Samkomulag átti að liggja fyrir á miðnætti. Eignarhald bankans verður með svipuðu sniði og Íslandsbanka en í báðum tilvikum er eignarhaldið í gegnum sjálfstætt starfandi dótturfélög og munu fulltrúar á vegum kröfuhafa taka sæti í stjórn bankans. Ekki er loku fyrir það skotið að kröfuhafar snúi baki við Arion þrátt fyrir hverfandi líkur á því. Gerist það mun ríkið eiga bankann áfram en kröfuhafar hafa möguleika á að eignast níutíu prósenta hlut í honum á árabilinu 2011 til 2015. Eftir því sem næst verður komist skiptast stærstu kröfuhafar Kaupþings í tvö horn. Evrópskir kröfuhafar bankans, svo sem frá Deutsche Bank, hafa verið tvístígandi enda hafa þeir tapað háum fjárhæðum í viðskiptum sínum við íslensku bankana og því ekki jafn viljugir og hinn hópurinn að eignast stóran hlut í bankanum. Nýrri kröfuhafar, breskir og bandarískir fulltrúar sjóða sem upp á síðkastið hafa keypt kröfur gamla bankans, eru taldir sjá meiri verðmæti í honum en hinn hópurinn. Þeir hafa nú þegar hagnast vel á kaupum skuldabréfa gamla Kaupþings og hafa trú á að íslenskt efnahagslíf muni rétta úr kútnum með ábata fyrir þá. Endanleg mynd hefur ekki verið dregin upp af nýjum eigendum Arion en frestur til að lýsa kröfum í bú gamla bankans lýkur á gamlársdag. - jab
Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Sjá meira