Fleiri fréttir Launakostnaður jókst á fyrri helming ársins Heildarlaunakostnaður á greidda stund jókst um 3,5% frá fyrsta til annars ársfjórðungs í atvinnugreininni samgöngum og flutningum, um 2,6% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu og um 2,5% í iðnaði. Á sama tímabili dróst heildarlaunakostnaður á greidda stund saman um 3,5% í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. 10.9.2009 09:18 Erlendir aðilar eiga yfir helming af útistandandi ríkisbréfum Erlendir aðilar áttu alls 54% af útistandandi ríkisbréfum í lok júlí og 76% af ríkisvíxlum. 10.9.2009 09:04 Jón Ásgeir: Hefðum átt að hætta eftir kaupin á Big Food Group Jón Ásgeir Jóhannesson segir í ítarlegu viðtali við Viðskiptablaðið sem kemur út í dag, að Baugur hefði átt að hætta fjárfestingum eftir kaupin á Big Food Group árið 2005. Þetta hafi verið góð fjárfesting og ef þetta hefði verið gert væri hann í góðum málum í dag. 10.9.2009 08:15 Hagfræðideild: Spáir nær óbreyttri verðbólgu Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga milli ágúst og september mælist 0,8%. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga lækka lítilsháttar og mælast 10,8% í september samanborið við 10,9% í ágúst. 10.9.2009 08:07 Eiga 154 milljarða í gjaldeyri Innstæður íslenskra fyrirtækja á gjaldeyrisreikningum í íslenskum fjármálastofnunum voru heldur lægri í júní og júlí en þær voru síðustu tvo mánuði á undan. Innstæðurnar eru þó mun hærri en þær voru að meðaltali mánuðina fyrir hrun. 10.9.2009 04:00 Bankastjóri samdi lög um gengistryggð krónulán Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, átti þátt í að semja lög sem bönnuðu gengistryggð krónulán. Þáttur hans í að halda til streitu innheimtu þeirra er því sérstaklega ámælisverður fullyrðir lögmaður hjóna sem hafa kært stjórnendur nýja og gamla Kaupþings til efnahagsbrotadeildar lögreglu fyrir gengislán. 9.9.2009 18:59 Líf og fjör í skuldabréfum Veltan á skuldabréfamarkaðinum í dag var með mesta móti en hún nam alls 17 milljörðum kr. sem er töluvert yfir meðalveltunni í síðasta mánuði. 9.9.2009 15:57 NIB kominn í rekstur á hafnarbakkanum í Reykjavík Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) er kominn í rekstur á hafnarbakkanum í Reykjavík. Bankinn leysti til sín þrjár af eignum Eimskips við hafnarbakkann nýlega og leigir þær svo aftur til A1988 hf. sem er hið nýja nafn yfir skiparekstur Eimskips. 9.9.2009 15:17 Icelandair hagnaðist um 3 milljarða í júlí Rekstur Icelandair Group samstæðunnar gekk vel í júlí. Samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri var hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir 0,3 milljörðum hærri en í júlí 2008 eða 3,0 milljarðar króna. 9.9.2009 14:49 Greining: Stórir ókostir við leið Stiglitz „Slíkt fyrirkomulag hefði þó einnig stóra ókosti. Þótt launavísitala hækki lítið þessa dagana á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað ört undanfarið leiðir skoðun á lengri tímabilum hið gagnstæða í ljós. Til langs tíma litið eykst kaupmáttur launa eftir því sem framleiðni vinnuaflsins eykst." 9.9.2009 13:30 Frétt á Bloomberg olli fjaðrafoki hjá Kaupþingi Frétt á Blomberg fréttaveitunni í gærdag um að aðeins 20% fengjust upp í kröfur í þrotabú Kaupþings olli nokkru fjaðrafoki meðal kröfuhafanna. Sökum þessa setti skilanefnd Kaupþings tilkynningu inn á vefsíðu sína þar sem segir m.a. að enn sé óljóst hve mikið fæst upp í kröfurnar. 9.9.2009 12:56 Samruni GGE og HS Orku heimilaður með skilyrðum Samkeppniseftirlitið mun heimilað samruna Geysis Green Energy (GGE) og HS Orku með nokkrum skilyrðum. Meðal þeirra er að GGE tryggi að rekstrarlegur og stjórnunarlegur aðskilnaður verði milli Jarðborana, dótturfélags GGE og HS Orku. Einng skal tryggt að viðskipti milli þessarar aðila fari fram líkt og um óskylda aðila sé að ræða. 9.9.2009 12:04 Bjarni fær 800 milljónir afskrifaðar Gliltnir þarf að afskrifa rúmar 800 milljónir króna vegna láns sem Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri bankans, tók til kaupa í norrænu fasteignafélagi. Skilanefndin tók fasteignafélagið yfir og seldi með miklum afföllum. 9.9.2009 11:59 Vilhjálmur Bjarna: SPRON á alvarlegasta glæpinn Vilhjálmur Bjarnason formaður Samtaka fjárfesta segir að stjórn SPRON hafi staðið fyrir alvarlegasta glæpnum á verðbréfamarkaðinum sem framinn hefur verið hér á landi sumarið 2007. Þá var opinn markaður í þrjár vikur með stofnfjárhluti í SPRON fram að skráningu sparisjóðsins í kauphöllina. 9.9.2009 11:25 Krafa Fons í þrotabú Baugs samþykkt að mestu Skiptastjórar þrotabús Baugs féllust að miklu leyti á kröfur þrotabús Fons sem gerðar voru í búið. Fons var með kröfu upp á 4.6 milljarða í þrotabúið og var höfuðstóll kröfunnar samþykktur, eða tæpir 3,2 milljarðar. Þrotabú Baugs átti hinsvegar kröfu í þrotabú Fons að fjárhæð 310 milljóna og var sú krafa því skuldajöfnuð. Að auki var vaxtakröfu Fons hafnað að svo stöddu. 9.9.2009 10:49 Fjárfestingarsjóður lífeyrissjóða verður myndarlegur að stærð Stefnt er að því að halda stofnfund fyrir fjárfestingarsjóð lífeyrissjóðanna um miðjan október. Arnar Sigurmundsson formaður stjórnar Landsamtaka lífeyrissjóðanna segir að um myndarlegan sjóð verði að ræða eða upp á tugi milljarða kr. 9.9.2009 10:01 Vaxtagjöld til útlanda námu 52 milljörðum frá áramótum Í heild nema reiknuð vaxtagjöld til útlanda í kringum 52 milljörðum kr. á fyrri helmingi ársins sé leiðrétt fyrir gömlu bönkunum samkvæmt mati Seðlabankans. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningar Nýja Kaupþings. 9.9.2009 08:59 Hagnaður Alfesca nam 3,4 milljörðum Hagnaður Alfesca á síðasta fjárhagsári (júní til júní) nam 19,1 milljónum evra eða 3,4 milljörðum kr. og dróst saman um 33,4% milli ára. Hagnaður fjórða ársfjórðungs nam 2 milljónum evra, eða um 360 milljónum kr., dróst saman um 44,8% miðað við sama tíma í fyrra. 9.9.2009 08:16 Eiginkona bankastjóra SPRON seldi stofnfjárbréf Hæstiréttur hefur skyldað formann skilanefndar SPRON til að upplýsa, að seljandi stofnfjárbréfa í sjóðnum í júlí 2007 er eiginkona þáverandi sparisjóðsstjóra. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 8.9.2009 19:24 Hafna milljarðakröfum baugsfjölskyldunnar í Baug Skiptastjórar þrotabús Baugs hafna rúmlega átta milljarða króna kröfu félaganna Gaums og Haga, en þau eru bæði í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu. Alls eru tæplega nítján prósent krafna samþykktar, en líklegt er að dómstólar muni úrskurða um hluta krafnanna. 8.9.2009 18:53 Rólegur dagur í kauphöllinni Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,8% á fremur rólegum degi í kauphöllinni. Vísitalan OMX16 stendur í rúmum 824 stigum. 8.9.2009 15:40 Dollarinn kominn undir 124 krónur Gengi krónunnar styrktist um 0,7% í dag og stendur gengisvísitalan í rétt rúmum 232 stigum. Dollarinn er kominn undir 124 kr. en hann veiktist mest gagnvart krónunni í dag af einstökum gjaldmiðlum eða um 1,6%. 8.9.2009 15:24 Gjaldeyrisforðinn jókst um 47 milljarða í ágúst Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 432,1 milljörðum kr. í lok ágúst og jókst um tæpa 47 milljarða kr. í mánuðinum. 8.9.2009 14:51 SORPA hagnaðist um 34 milljónir á fyrri helming ársins Samkvæmt rekstrarreikningi var hagnaður SORPU b.s. fyrstu sex mánuði ársins tæpar 34 milljónir kr. en var tæpar 19 milljónir kr. fyrir sama tímabil árið áður. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir nam 58,8 milljónir kr. en var 93,4 milljónir kr. fyrir sama tímabil á árinu 2008. 8.9.2009 13:51 Nafni Eimskips formlega breytt í A1988 hf. Tillaga stjórnar Eimskips um breytingu á 1. gr. samþykkta félagsins að nafni félagsins verði breytt í A1988 hf. var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á hluthafafundi í dag. 8.9.2009 13:42 Skuldastaða ríkisins ekki svo slæm í alþjóðlegu samhengi Gangi spá OECD eftir verður hrein skuldastaða hins opinbera á Íslandi talsvert undir 51% meðaltali OECD-ríkja, og á svipuðum slóðum og staða Austurríkis, Hollands og Spánar, svo nokkur dæmi séu tekin. 8.9.2009 12:13 Greining: Seðlabankastjóri á villigötum með kreppulok „Ísland mun þannig í hugum flestra ekki koma út úr kreppunni á fyrri helmingi næsta árs þegar atvinnuleysi verður í hámarki, kaupmáttur í lágmarki og erfiðleikar miklir hjá fjölda fyrirtækja og heimila. Það er mun lengra í að Ísland vinni sig að fullu út úr keppunni á þessa mælikvarða. Líklegast er að það gerist ekki fyrr en eftir nokkur ár." 8.9.2009 11:49 ÍLS kaupir safn skuldabréfa af Sparisjóði Bolungarvíkur Í ágúst var undirritaður samningur milli Íbúðalánasjóðs (ÍLS) og Sparisjóðs Bolungarvíkur um kaup á safni skuldabréfa tryggðu með veði í íbúðarhúsnæði að fjárhæð rúmlega 425 milljónir króna. Kaupin eru gerð í samræmi við heimild til slíkra kaupa samkvæmt lögum og reglum Íbúðalánasjóðs um kaup á skuldabréfum fjármálafyrirtækja. 8.9.2009 10:40 Heildarútlán ÍLS minnkuðu um 36% milli mánaða Alls námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) tæpum 1,6 milljörðum króna í ágúst. Þar af voru tæpir 1,5 milljarðar vegna almennra lána og rúmlegir 100 milljónir vegna leiguíbúðalána. Heildarútlán sjóðsins drógust því saman um rúm 36 % frá fyrra mánuði. 8.9.2009 10:35 Ísland í 6. sæti í heiminum hvað ljósleiðaratengingar varðar Ísland er í 6. sæti meðal þjóða heimsins hvað varðar fjölda ljósleiðaratenginga inn á heimili landsins. Nú er talið að yfir tvær milljónir heimila í Evrópu séu með ljósleiðara tengda til sín og hefur aukning slíkra tenginga numið 18% frá því fyrra og þar til nú. 8.9.2009 10:10 Laun hækkuðu um 0,15% milli ársfjórðunga Samkvæmt vísitölu launa voru regluleg laun að meðaltali 0,15% hærri á öðrum ársfjórðungi 2009 en í ársfjórðungnum á undan. Á sama tímabili hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 0,23% að meðaltali en laun opinberra starfsmanna lækkuðu um 0,04%. 8.9.2009 09:08 Samkeppnishæfi Íslands fellur um sex sæti Samkeppnishæfni Íslands fellur um sex sæti í vísitölu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) um samkeppnishæfni þjóða 2009-2010 en landið fer úr 20. sæti 2008-2009 í 26. sæti nú. 8.9.2009 09:02 Gullforði Seðlabankans hækkar um milljarð á árinu Gullforði Seðlabankans hefur hækkað um milljarð kr. það sem af er árinu. Forðinn stóð í rúmum 6,6 milljörðum kr. um síðustu áramót en var kominn í rúma 7,6 milljarða kr. í lok ágúst. 8.9.2009 08:32 Gengisspár Seðlabankans ganga illa upp Hagfræðideild Landsbankans gerir spár Seðlabankans í ár að umtalsefni í Hagsjá sinni. Þar segir að til að spárnar gangi eftir þurfi gengi krónunnar að styrkjast um 1,8% á mánuði að meðaltali fram að áramótum. 8.9.2009 08:11 Lífeyrissjóðir gætu tapað milljörðum Lífeyrissjóðirnir gætu tapað tugum milljarða króna ef dómstólar úrskurða að kröfur þeirra í Straum njóti ekki forgangs. Slitastjórn Straums hefur ákveðið að vísa kröfum 30 aðila til úrskurðar hjá dómstólum. 7.9.2009 18:59 Full veð á bak við persónulegar ábyrgðir Róberts Straumur hefur veð í 315 hektara landssvæði í Brasilíu vegna sex milljarða persónulegra ábyrgða Róbert Wessman hjá bankanum í tengslum við landakaup hans og Björgólfs Thor Björgólfssonar á Spáni. Þetta segir Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments félags Róberts. 7.9.2009 16:41 Aftur ágæt hækkun í kauphöllinni Úrvalsvísitalan OMX16 hækkaði um 1,4% í dag og stendur í 831 stigi. Össur hf. hækkaði mest eða um 3,1% sem er þó nokkuð minna en nam hækkun félagsins í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. 7.9.2009 15:46 Ríkiskaup semja við Vodafone Fulltrúar Ríkiskaupa og Vodafone hafa undirritað rammasamning um alhliða fjarskiptaþjónustu. Samningurinn tryggir opinberum stofnunum og sveitarfélögum aðgengi að sérstökum kjörum á síma- og netþjónustu, sem Ríkiskaup semja um í krafti stærðar sinnar. 7.9.2009 14:22 Skuldatryggingaálag ríkissjóðs á sömu slóðum og fyrir hrunið Skuldatryggingaálagið á íslenska ríkið heldur áfram að lækka og Í morgun stóð álagið í 424 punktum. Er álagið þar með komið á sömu slóðir og það var í fyrrahaust áður en bankahrunið skall á Íslandi. 7.9.2009 13:35 Verð á þorski til eigin vinnslu hækkað um 5% Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna hefur ákveðið að hækka verð á slægðum og óslægðum þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um 5%. 7.9.2009 13:17 Ísland með lökustu lífskjörin á Norðurlöndunum Greining Íslandsbanka segir ljóst að í ár og næstu ár verður Ísland það Norðurlandanna sem býður íbúum sínum lökustu efnahagslegu lífskjörin a.m.k. samkvæmt mælingu á ákveðinni vísitölu hjá Evrópsku hagstofunni. 7.9.2009 13:01 Inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkað lítil í ágúst Inngrip Seðlabanka á gjaldeyrismarkaði í ágúst voru þau minnstu í hlutfalli við heildarveltu markaðarins frá mars síðastliðnum. Bankinn varði þó 6,8 milljónum evra, jafnvirði 1,2 milljarði kr., af gjaldeyrisforðanum í þá viðleitni sína að styðja við gengi krónu í síðasta mánuði samkvæmt yfirliti yfir millibankamarkað með gjaldeyri sem birt var nýverið á heimasíðu hans. 7.9.2009 12:33 Stjórnvöld hafa ekki fengið staðfestingu á dagskrá AGS Forsætisráðuneytið hefur ekki fengið staðfestingu á því að Ísland sé komið á dagskrá fundar framkvæmdastjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 7.9.2009 12:32 Már: Telur að kreppunni ljúki á fyrri helming næsta árs Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur að Íslandi muni sigla út úr kreppunni á fyrri helmingi næsta árs. Þetta kemur fram í viðtali Reuters við Má sem nú er staddur í heimsókn í BIS bankanum í Basel í Sviss þar sem hann starfaði áður. 7.9.2009 11:52 Málefni Íslands rædd hjá AGS 14. september Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur sett málefni Íslands á dagskrá sína og ætlar að funda um málið þann 14. september. 7.9.2009 11:09 Sjá næstu 50 fréttir
Launakostnaður jókst á fyrri helming ársins Heildarlaunakostnaður á greidda stund jókst um 3,5% frá fyrsta til annars ársfjórðungs í atvinnugreininni samgöngum og flutningum, um 2,6% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu og um 2,5% í iðnaði. Á sama tímabili dróst heildarlaunakostnaður á greidda stund saman um 3,5% í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. 10.9.2009 09:18
Erlendir aðilar eiga yfir helming af útistandandi ríkisbréfum Erlendir aðilar áttu alls 54% af útistandandi ríkisbréfum í lok júlí og 76% af ríkisvíxlum. 10.9.2009 09:04
Jón Ásgeir: Hefðum átt að hætta eftir kaupin á Big Food Group Jón Ásgeir Jóhannesson segir í ítarlegu viðtali við Viðskiptablaðið sem kemur út í dag, að Baugur hefði átt að hætta fjárfestingum eftir kaupin á Big Food Group árið 2005. Þetta hafi verið góð fjárfesting og ef þetta hefði verið gert væri hann í góðum málum í dag. 10.9.2009 08:15
Hagfræðideild: Spáir nær óbreyttri verðbólgu Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga milli ágúst og september mælist 0,8%. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga lækka lítilsháttar og mælast 10,8% í september samanborið við 10,9% í ágúst. 10.9.2009 08:07
Eiga 154 milljarða í gjaldeyri Innstæður íslenskra fyrirtækja á gjaldeyrisreikningum í íslenskum fjármálastofnunum voru heldur lægri í júní og júlí en þær voru síðustu tvo mánuði á undan. Innstæðurnar eru þó mun hærri en þær voru að meðaltali mánuðina fyrir hrun. 10.9.2009 04:00
Bankastjóri samdi lög um gengistryggð krónulán Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, átti þátt í að semja lög sem bönnuðu gengistryggð krónulán. Þáttur hans í að halda til streitu innheimtu þeirra er því sérstaklega ámælisverður fullyrðir lögmaður hjóna sem hafa kært stjórnendur nýja og gamla Kaupþings til efnahagsbrotadeildar lögreglu fyrir gengislán. 9.9.2009 18:59
Líf og fjör í skuldabréfum Veltan á skuldabréfamarkaðinum í dag var með mesta móti en hún nam alls 17 milljörðum kr. sem er töluvert yfir meðalveltunni í síðasta mánuði. 9.9.2009 15:57
NIB kominn í rekstur á hafnarbakkanum í Reykjavík Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) er kominn í rekstur á hafnarbakkanum í Reykjavík. Bankinn leysti til sín þrjár af eignum Eimskips við hafnarbakkann nýlega og leigir þær svo aftur til A1988 hf. sem er hið nýja nafn yfir skiparekstur Eimskips. 9.9.2009 15:17
Icelandair hagnaðist um 3 milljarða í júlí Rekstur Icelandair Group samstæðunnar gekk vel í júlí. Samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri var hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir 0,3 milljörðum hærri en í júlí 2008 eða 3,0 milljarðar króna. 9.9.2009 14:49
Greining: Stórir ókostir við leið Stiglitz „Slíkt fyrirkomulag hefði þó einnig stóra ókosti. Þótt launavísitala hækki lítið þessa dagana á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað ört undanfarið leiðir skoðun á lengri tímabilum hið gagnstæða í ljós. Til langs tíma litið eykst kaupmáttur launa eftir því sem framleiðni vinnuaflsins eykst." 9.9.2009 13:30
Frétt á Bloomberg olli fjaðrafoki hjá Kaupþingi Frétt á Blomberg fréttaveitunni í gærdag um að aðeins 20% fengjust upp í kröfur í þrotabú Kaupþings olli nokkru fjaðrafoki meðal kröfuhafanna. Sökum þessa setti skilanefnd Kaupþings tilkynningu inn á vefsíðu sína þar sem segir m.a. að enn sé óljóst hve mikið fæst upp í kröfurnar. 9.9.2009 12:56
Samruni GGE og HS Orku heimilaður með skilyrðum Samkeppniseftirlitið mun heimilað samruna Geysis Green Energy (GGE) og HS Orku með nokkrum skilyrðum. Meðal þeirra er að GGE tryggi að rekstrarlegur og stjórnunarlegur aðskilnaður verði milli Jarðborana, dótturfélags GGE og HS Orku. Einng skal tryggt að viðskipti milli þessarar aðila fari fram líkt og um óskylda aðila sé að ræða. 9.9.2009 12:04
Bjarni fær 800 milljónir afskrifaðar Gliltnir þarf að afskrifa rúmar 800 milljónir króna vegna láns sem Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri bankans, tók til kaupa í norrænu fasteignafélagi. Skilanefndin tók fasteignafélagið yfir og seldi með miklum afföllum. 9.9.2009 11:59
Vilhjálmur Bjarna: SPRON á alvarlegasta glæpinn Vilhjálmur Bjarnason formaður Samtaka fjárfesta segir að stjórn SPRON hafi staðið fyrir alvarlegasta glæpnum á verðbréfamarkaðinum sem framinn hefur verið hér á landi sumarið 2007. Þá var opinn markaður í þrjár vikur með stofnfjárhluti í SPRON fram að skráningu sparisjóðsins í kauphöllina. 9.9.2009 11:25
Krafa Fons í þrotabú Baugs samþykkt að mestu Skiptastjórar þrotabús Baugs féllust að miklu leyti á kröfur þrotabús Fons sem gerðar voru í búið. Fons var með kröfu upp á 4.6 milljarða í þrotabúið og var höfuðstóll kröfunnar samþykktur, eða tæpir 3,2 milljarðar. Þrotabú Baugs átti hinsvegar kröfu í þrotabú Fons að fjárhæð 310 milljóna og var sú krafa því skuldajöfnuð. Að auki var vaxtakröfu Fons hafnað að svo stöddu. 9.9.2009 10:49
Fjárfestingarsjóður lífeyrissjóða verður myndarlegur að stærð Stefnt er að því að halda stofnfund fyrir fjárfestingarsjóð lífeyrissjóðanna um miðjan október. Arnar Sigurmundsson formaður stjórnar Landsamtaka lífeyrissjóðanna segir að um myndarlegan sjóð verði að ræða eða upp á tugi milljarða kr. 9.9.2009 10:01
Vaxtagjöld til útlanda námu 52 milljörðum frá áramótum Í heild nema reiknuð vaxtagjöld til útlanda í kringum 52 milljörðum kr. á fyrri helmingi ársins sé leiðrétt fyrir gömlu bönkunum samkvæmt mati Seðlabankans. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningar Nýja Kaupþings. 9.9.2009 08:59
Hagnaður Alfesca nam 3,4 milljörðum Hagnaður Alfesca á síðasta fjárhagsári (júní til júní) nam 19,1 milljónum evra eða 3,4 milljörðum kr. og dróst saman um 33,4% milli ára. Hagnaður fjórða ársfjórðungs nam 2 milljónum evra, eða um 360 milljónum kr., dróst saman um 44,8% miðað við sama tíma í fyrra. 9.9.2009 08:16
Eiginkona bankastjóra SPRON seldi stofnfjárbréf Hæstiréttur hefur skyldað formann skilanefndar SPRON til að upplýsa, að seljandi stofnfjárbréfa í sjóðnum í júlí 2007 er eiginkona þáverandi sparisjóðsstjóra. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. 8.9.2009 19:24
Hafna milljarðakröfum baugsfjölskyldunnar í Baug Skiptastjórar þrotabús Baugs hafna rúmlega átta milljarða króna kröfu félaganna Gaums og Haga, en þau eru bæði í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu. Alls eru tæplega nítján prósent krafna samþykktar, en líklegt er að dómstólar muni úrskurða um hluta krafnanna. 8.9.2009 18:53
Rólegur dagur í kauphöllinni Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,8% á fremur rólegum degi í kauphöllinni. Vísitalan OMX16 stendur í rúmum 824 stigum. 8.9.2009 15:40
Dollarinn kominn undir 124 krónur Gengi krónunnar styrktist um 0,7% í dag og stendur gengisvísitalan í rétt rúmum 232 stigum. Dollarinn er kominn undir 124 kr. en hann veiktist mest gagnvart krónunni í dag af einstökum gjaldmiðlum eða um 1,6%. 8.9.2009 15:24
Gjaldeyrisforðinn jókst um 47 milljarða í ágúst Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 432,1 milljörðum kr. í lok ágúst og jókst um tæpa 47 milljarða kr. í mánuðinum. 8.9.2009 14:51
SORPA hagnaðist um 34 milljónir á fyrri helming ársins Samkvæmt rekstrarreikningi var hagnaður SORPU b.s. fyrstu sex mánuði ársins tæpar 34 milljónir kr. en var tæpar 19 milljónir kr. fyrir sama tímabil árið áður. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir nam 58,8 milljónir kr. en var 93,4 milljónir kr. fyrir sama tímabil á árinu 2008. 8.9.2009 13:51
Nafni Eimskips formlega breytt í A1988 hf. Tillaga stjórnar Eimskips um breytingu á 1. gr. samþykkta félagsins að nafni félagsins verði breytt í A1988 hf. var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á hluthafafundi í dag. 8.9.2009 13:42
Skuldastaða ríkisins ekki svo slæm í alþjóðlegu samhengi Gangi spá OECD eftir verður hrein skuldastaða hins opinbera á Íslandi talsvert undir 51% meðaltali OECD-ríkja, og á svipuðum slóðum og staða Austurríkis, Hollands og Spánar, svo nokkur dæmi séu tekin. 8.9.2009 12:13
Greining: Seðlabankastjóri á villigötum með kreppulok „Ísland mun þannig í hugum flestra ekki koma út úr kreppunni á fyrri helmingi næsta árs þegar atvinnuleysi verður í hámarki, kaupmáttur í lágmarki og erfiðleikar miklir hjá fjölda fyrirtækja og heimila. Það er mun lengra í að Ísland vinni sig að fullu út úr keppunni á þessa mælikvarða. Líklegast er að það gerist ekki fyrr en eftir nokkur ár." 8.9.2009 11:49
ÍLS kaupir safn skuldabréfa af Sparisjóði Bolungarvíkur Í ágúst var undirritaður samningur milli Íbúðalánasjóðs (ÍLS) og Sparisjóðs Bolungarvíkur um kaup á safni skuldabréfa tryggðu með veði í íbúðarhúsnæði að fjárhæð rúmlega 425 milljónir króna. Kaupin eru gerð í samræmi við heimild til slíkra kaupa samkvæmt lögum og reglum Íbúðalánasjóðs um kaup á skuldabréfum fjármálafyrirtækja. 8.9.2009 10:40
Heildarútlán ÍLS minnkuðu um 36% milli mánaða Alls námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) tæpum 1,6 milljörðum króna í ágúst. Þar af voru tæpir 1,5 milljarðar vegna almennra lána og rúmlegir 100 milljónir vegna leiguíbúðalána. Heildarútlán sjóðsins drógust því saman um rúm 36 % frá fyrra mánuði. 8.9.2009 10:35
Ísland í 6. sæti í heiminum hvað ljósleiðaratengingar varðar Ísland er í 6. sæti meðal þjóða heimsins hvað varðar fjölda ljósleiðaratenginga inn á heimili landsins. Nú er talið að yfir tvær milljónir heimila í Evrópu séu með ljósleiðara tengda til sín og hefur aukning slíkra tenginga numið 18% frá því fyrra og þar til nú. 8.9.2009 10:10
Laun hækkuðu um 0,15% milli ársfjórðunga Samkvæmt vísitölu launa voru regluleg laun að meðaltali 0,15% hærri á öðrum ársfjórðungi 2009 en í ársfjórðungnum á undan. Á sama tímabili hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 0,23% að meðaltali en laun opinberra starfsmanna lækkuðu um 0,04%. 8.9.2009 09:08
Samkeppnishæfi Íslands fellur um sex sæti Samkeppnishæfni Íslands fellur um sex sæti í vísitölu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) um samkeppnishæfni þjóða 2009-2010 en landið fer úr 20. sæti 2008-2009 í 26. sæti nú. 8.9.2009 09:02
Gullforði Seðlabankans hækkar um milljarð á árinu Gullforði Seðlabankans hefur hækkað um milljarð kr. það sem af er árinu. Forðinn stóð í rúmum 6,6 milljörðum kr. um síðustu áramót en var kominn í rúma 7,6 milljarða kr. í lok ágúst. 8.9.2009 08:32
Gengisspár Seðlabankans ganga illa upp Hagfræðideild Landsbankans gerir spár Seðlabankans í ár að umtalsefni í Hagsjá sinni. Þar segir að til að spárnar gangi eftir þurfi gengi krónunnar að styrkjast um 1,8% á mánuði að meðaltali fram að áramótum. 8.9.2009 08:11
Lífeyrissjóðir gætu tapað milljörðum Lífeyrissjóðirnir gætu tapað tugum milljarða króna ef dómstólar úrskurða að kröfur þeirra í Straum njóti ekki forgangs. Slitastjórn Straums hefur ákveðið að vísa kröfum 30 aðila til úrskurðar hjá dómstólum. 7.9.2009 18:59
Full veð á bak við persónulegar ábyrgðir Róberts Straumur hefur veð í 315 hektara landssvæði í Brasilíu vegna sex milljarða persónulegra ábyrgða Róbert Wessman hjá bankanum í tengslum við landakaup hans og Björgólfs Thor Björgólfssonar á Spáni. Þetta segir Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments félags Róberts. 7.9.2009 16:41
Aftur ágæt hækkun í kauphöllinni Úrvalsvísitalan OMX16 hækkaði um 1,4% í dag og stendur í 831 stigi. Össur hf. hækkaði mest eða um 3,1% sem er þó nokkuð minna en nam hækkun félagsins í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. 7.9.2009 15:46
Ríkiskaup semja við Vodafone Fulltrúar Ríkiskaupa og Vodafone hafa undirritað rammasamning um alhliða fjarskiptaþjónustu. Samningurinn tryggir opinberum stofnunum og sveitarfélögum aðgengi að sérstökum kjörum á síma- og netþjónustu, sem Ríkiskaup semja um í krafti stærðar sinnar. 7.9.2009 14:22
Skuldatryggingaálag ríkissjóðs á sömu slóðum og fyrir hrunið Skuldatryggingaálagið á íslenska ríkið heldur áfram að lækka og Í morgun stóð álagið í 424 punktum. Er álagið þar með komið á sömu slóðir og það var í fyrrahaust áður en bankahrunið skall á Íslandi. 7.9.2009 13:35
Verð á þorski til eigin vinnslu hækkað um 5% Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna hefur ákveðið að hækka verð á slægðum og óslægðum þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um 5%. 7.9.2009 13:17
Ísland með lökustu lífskjörin á Norðurlöndunum Greining Íslandsbanka segir ljóst að í ár og næstu ár verður Ísland það Norðurlandanna sem býður íbúum sínum lökustu efnahagslegu lífskjörin a.m.k. samkvæmt mælingu á ákveðinni vísitölu hjá Evrópsku hagstofunni. 7.9.2009 13:01
Inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkað lítil í ágúst Inngrip Seðlabanka á gjaldeyrismarkaði í ágúst voru þau minnstu í hlutfalli við heildarveltu markaðarins frá mars síðastliðnum. Bankinn varði þó 6,8 milljónum evra, jafnvirði 1,2 milljarði kr., af gjaldeyrisforðanum í þá viðleitni sína að styðja við gengi krónu í síðasta mánuði samkvæmt yfirliti yfir millibankamarkað með gjaldeyri sem birt var nýverið á heimasíðu hans. 7.9.2009 12:33
Stjórnvöld hafa ekki fengið staðfestingu á dagskrá AGS Forsætisráðuneytið hefur ekki fengið staðfestingu á því að Ísland sé komið á dagskrá fundar framkvæmdastjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 7.9.2009 12:32
Már: Telur að kreppunni ljúki á fyrri helming næsta árs Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur að Íslandi muni sigla út úr kreppunni á fyrri helmingi næsta árs. Þetta kemur fram í viðtali Reuters við Má sem nú er staddur í heimsókn í BIS bankanum í Basel í Sviss þar sem hann starfaði áður. 7.9.2009 11:52
Málefni Íslands rædd hjá AGS 14. september Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur sett málefni Íslands á dagskrá sína og ætlar að funda um málið þann 14. september. 7.9.2009 11:09