Viðskipti innlent

Heildarútlán ÍLS minnkuðu um 36% milli mánaða

Alls námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) tæpum 1,6 milljörðum króna í ágúst. Þar af voru tæpir 1,5 milljarðar vegna almennra lána og rúmlegir 100 milljónir vegna leiguíbúðalána. Heildarútlán sjóðsins drógust því saman um rúm 36 % frá fyrra mánuði.

 

Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu sjóðsins fyrir ágústmánuð. Þar segir að meðalútlán almennra lána voru um 9,8 milljónir króna í ágúst sem er um 3% minna en í fyrra mánuði. Þar með nema heildarútlán sjóðsins rúmum 21,4 milljörðum það sem af er árinu 2009 sem er um 46% minni útlán en fyrir sama tímabil árið 2008.

 

Heildarvelta íbúðabréfa í ágúst nam rúmum 99 milljörðum kr. sem er 18% meiri velta en í fyrra mánuði. Heildarvelta bréfanna nemur tæpum 630 milljörðum kr. það sem af er árinu 2009.

 

Greiðslur Íbúðalánasjóðs námu um 8,2 milljörðum króna í ágúst og voru afborganir íbúðabréfa stærsti hluti þeirra. Uppgreiðslur lána Íbúðalánasjóðs í ágúst námu um 950 milljónum krónum. Heildaruppgreiðslur allra lána Íbúðalánasjóðs eru því um 5,6 milljarðar króna sem af er árinu 2009.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×