Greining: Seðlabankastjóri á villigötum með kreppulok 8. september 2009 11:49 „Ísland mun þannig í hugum flestra ekki koma út úr kreppunni á fyrri helmingi næsta árs þegar atvinnuleysi verður í hámarki, kaupmáttur í lágmarki og erfiðleikar miklir hjá fjölda fyrirtækja og heimila. Það er mun lengra í að Ísland vinni sig að fullu út úr keppunni á þessa mælikvarða. Líklegast er að það gerist ekki fyrr en eftir nokkur ár." Þetta segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem yfirlýsingar Más Guðmundssonar seðlabankastjóra í viðtali við Reuters eru gerð að umtalsefni. Telur greiningin að seðlabankastjóri sé á villigötum þegar hann segir að kreppunni ljúki á fyrri helmingi næsta árs. Í Morgunkorninu segir að Már Guðmundsson, seðlabankastjóri hafi sagt í viðtali við Rauters fréttastofuna í gær að Ísland myndi líklega koma út úr kreppunni á fyrri helmingi næsta árs og að hjöðnun verðbólgunnar ásamt minnkandi áhættufælni gæti gert Seðlabankanum kleift að lækka stýrivexti. „Nú er ljóst að framundan er erfiður vetur í íslensku efnahagslífi. Líkur eru á því að atvinnuleysi eigi eftir að hækka, kaupmáttur ráðstöfunartekna eigi eftir að rýrna, húsnæðisverð eigi eftir að lækka, verðbólgan eigi eftir að vera nokkur, vextir verði háir og skattar muni verða hækkaðir svo eitthvað sé nefnt. Mikil óvissa er enn um úrlausn margra mikilvægra mála við uppbyggingu efnahagslífsins sem gerir allar tímasetningar í spám um botn kreppunnar afar erfiðar. Miðað hefur áfram í ákveðnum málum en mun hægar en lagt var upp með þegar endurreisnarstarfið hófst eftir hrun bankanna fyrir um ári síðan. Kreppan hefur náð botni þegar vöxtur tekur við af samdrætti í landsframleiðslu á föstu verði. Hagvöxtur er þá kominn til skjala á ný, en ekki er víst að hann verði ýkja mikill fyrr en innlend eftirspurn tekur við sér að nýju. Það gerist tæpast með einhverjum krafti m.a. vegna þeirrar miklu skuldsetningu sem einkennir mörg íslensk heimili og fyrirtæki. Hagkerfið á eftir að dragast nokkuð saman áður en við sjáum hagvöxt hér á ný og þegar að því kemur mun fjárhagsleg staða fyrirtækja og heimila að öllum líkindum verða lakari en hún er nú. Það er alveg ljóst að talsvert lengra er í að efnahagsleg staða þessara aðila verður orðin viðunandi á ný og eitthvað nálægt því sem hún var fyrir banka- og gjaldeyriskreppuna," segir í Morgunkorninu. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Ísland mun þannig í hugum flestra ekki koma út úr kreppunni á fyrri helmingi næsta árs þegar atvinnuleysi verður í hámarki, kaupmáttur í lágmarki og erfiðleikar miklir hjá fjölda fyrirtækja og heimila. Það er mun lengra í að Ísland vinni sig að fullu út úr keppunni á þessa mælikvarða. Líklegast er að það gerist ekki fyrr en eftir nokkur ár." Þetta segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem yfirlýsingar Más Guðmundssonar seðlabankastjóra í viðtali við Reuters eru gerð að umtalsefni. Telur greiningin að seðlabankastjóri sé á villigötum þegar hann segir að kreppunni ljúki á fyrri helmingi næsta árs. Í Morgunkorninu segir að Már Guðmundsson, seðlabankastjóri hafi sagt í viðtali við Rauters fréttastofuna í gær að Ísland myndi líklega koma út úr kreppunni á fyrri helmingi næsta árs og að hjöðnun verðbólgunnar ásamt minnkandi áhættufælni gæti gert Seðlabankanum kleift að lækka stýrivexti. „Nú er ljóst að framundan er erfiður vetur í íslensku efnahagslífi. Líkur eru á því að atvinnuleysi eigi eftir að hækka, kaupmáttur ráðstöfunartekna eigi eftir að rýrna, húsnæðisverð eigi eftir að lækka, verðbólgan eigi eftir að vera nokkur, vextir verði háir og skattar muni verða hækkaðir svo eitthvað sé nefnt. Mikil óvissa er enn um úrlausn margra mikilvægra mála við uppbyggingu efnahagslífsins sem gerir allar tímasetningar í spám um botn kreppunnar afar erfiðar. Miðað hefur áfram í ákveðnum málum en mun hægar en lagt var upp með þegar endurreisnarstarfið hófst eftir hrun bankanna fyrir um ári síðan. Kreppan hefur náð botni þegar vöxtur tekur við af samdrætti í landsframleiðslu á föstu verði. Hagvöxtur er þá kominn til skjala á ný, en ekki er víst að hann verði ýkja mikill fyrr en innlend eftirspurn tekur við sér að nýju. Það gerist tæpast með einhverjum krafti m.a. vegna þeirrar miklu skuldsetningu sem einkennir mörg íslensk heimili og fyrirtæki. Hagkerfið á eftir að dragast nokkuð saman áður en við sjáum hagvöxt hér á ný og þegar að því kemur mun fjárhagsleg staða fyrirtækja og heimila að öllum líkindum verða lakari en hún er nú. Það er alveg ljóst að talsvert lengra er í að efnahagsleg staða þessara aðila verður orðin viðunandi á ný og eitthvað nálægt því sem hún var fyrir banka- og gjaldeyriskreppuna," segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira