Skuldastaða ríkisins ekki svo slæm í alþjóðlegu samhengi 8. september 2009 12:13 Gangi spá OECD eftir verður hrein skuldastaða hins opinbera á Íslandi talsvert undir 51% meðaltali OECD-ríkja, og á svipuðum slóðum og staða Austurríkis, Hollands og Spánar, svo nokkur dæmi séu tekin. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að skuldastaða hins opinbera virðist í grófum dráttum vera í samræmi við nýlegar spár um þróun hennar næsta kastið, ef marka má nýbirtar tölur Hagstofu um stöðu ríkissjóðs í júnílok. Raunar liggja aðeins fyrir tölur um þróun eigna og skulda ríkissjóðs það sem af er árinu, en þær tölur ráða mestu um heildarþróun opinbera geirans þessa dagana. Heildarskuldir hins opinbera um síðustu áramót námu 93% af vergri landsframleiðslu (VLF) síðasta árs. Miðað við þróun efnahags ríkissjóðs á fyrri hluta árs má ætla að þetta hlutfall hafi hækkað í a.m.k. 110% í júnílok. Til samanburðar má nefna að í nýútkominni skýrslu gerir matsfyrirtækið Fitch ráð fyrir að hlutfallið verði 114% í árslok, og spá OECD frá í júní gerir ráð fyrir að heildarskuldir hins opinbera hér á landi verði 106,5% af VLF um næstu áramót. Svo hátt hlutfall opinberra skulda af landsframleiðslu er hins vegar ekki óþekkt meðal iðnríkja. Þannig gerir OECD ráð fyrir að hlutfallið í árslok verði 190% í Japan, 123% á Ítalíu, 107% í Grikklandi og 100% í Belgíu. Hlutfallið fyrir hin Norðurlöndin er svo á bilinu frá 47% (Danmörk) til 63% (Noregur) að mati OECD. Meðaltal fyrir OECD-ríkin verður tæp 92% af VLF í árslok ef spá stofnunarinnar gengur eftir. Jafngildir það hækkun um 13 prósentustig á milli ára, enda hafa nánast öll iðnríkin veitt miklu fjármagni af hálfu hins opinbera út í hagkerfi sín og fjármálakerfi í því skyni að sporna gegn áhrifum fjármálakreppunnar. Alþjóðlegur samanburður er svo töluvert hagstæðari Íslandi ef horft er til hreinnar skuldastöðu. Þar kemur til að peningalegar eignir hins opinbera á Íslandi eru óvenju miklar í hlutfalli við VLF. Miðað við stöðu hins opinbera um síðustu áramót, og þróun ríkissjóðs síðan þá, má gróflega gera ráð fyrir að hreinar skuldir hins opinbera nemi a.m.k. þriðjungi af landsframleiðslu ársins um þessar mundir. Það rímar nokkurn veginn við spá OECD, sem gerir ráð fyrir að þetta hlutfall verði 31% í árslok. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Gangi spá OECD eftir verður hrein skuldastaða hins opinbera á Íslandi talsvert undir 51% meðaltali OECD-ríkja, og á svipuðum slóðum og staða Austurríkis, Hollands og Spánar, svo nokkur dæmi séu tekin. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að skuldastaða hins opinbera virðist í grófum dráttum vera í samræmi við nýlegar spár um þróun hennar næsta kastið, ef marka má nýbirtar tölur Hagstofu um stöðu ríkissjóðs í júnílok. Raunar liggja aðeins fyrir tölur um þróun eigna og skulda ríkissjóðs það sem af er árinu, en þær tölur ráða mestu um heildarþróun opinbera geirans þessa dagana. Heildarskuldir hins opinbera um síðustu áramót námu 93% af vergri landsframleiðslu (VLF) síðasta árs. Miðað við þróun efnahags ríkissjóðs á fyrri hluta árs má ætla að þetta hlutfall hafi hækkað í a.m.k. 110% í júnílok. Til samanburðar má nefna að í nýútkominni skýrslu gerir matsfyrirtækið Fitch ráð fyrir að hlutfallið verði 114% í árslok, og spá OECD frá í júní gerir ráð fyrir að heildarskuldir hins opinbera hér á landi verði 106,5% af VLF um næstu áramót. Svo hátt hlutfall opinberra skulda af landsframleiðslu er hins vegar ekki óþekkt meðal iðnríkja. Þannig gerir OECD ráð fyrir að hlutfallið í árslok verði 190% í Japan, 123% á Ítalíu, 107% í Grikklandi og 100% í Belgíu. Hlutfallið fyrir hin Norðurlöndin er svo á bilinu frá 47% (Danmörk) til 63% (Noregur) að mati OECD. Meðaltal fyrir OECD-ríkin verður tæp 92% af VLF í árslok ef spá stofnunarinnar gengur eftir. Jafngildir það hækkun um 13 prósentustig á milli ára, enda hafa nánast öll iðnríkin veitt miklu fjármagni af hálfu hins opinbera út í hagkerfi sín og fjármálakerfi í því skyni að sporna gegn áhrifum fjármálakreppunnar. Alþjóðlegur samanburður er svo töluvert hagstæðari Íslandi ef horft er til hreinnar skuldastöðu. Þar kemur til að peningalegar eignir hins opinbera á Íslandi eru óvenju miklar í hlutfalli við VLF. Miðað við stöðu hins opinbera um síðustu áramót, og þróun ríkissjóðs síðan þá, má gróflega gera ráð fyrir að hreinar skuldir hins opinbera nemi a.m.k. þriðjungi af landsframleiðslu ársins um þessar mundir. Það rímar nokkurn veginn við spá OECD, sem gerir ráð fyrir að þetta hlutfall verði 31% í árslok.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira