Fleiri fréttir Nýr sæstrengur til Evrópu í notkun í dag Nýr sæstrengur, sem tengir saman Ísland og Evrópu, var tekin í notkun í dag þegar Vodafone opnaði fyrir umferð viðskiptavina sinna um strenginn. Um er að ræða sæstreng milli Íslands og Danmerkur, svokallaðan Danice-streng, sem nýlega var lagður milli landanna. 1.9.2009 13:31 Segir lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs ekki breytast í bráð Enn ríkir mikil óvissa um þróun lánshæfismats ríkissjóðs á næstunni vegna þeirrar miklu óvissu sem hér er í efnahagsmálunum. Telur greining Íslandsbanka að lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs komi ekki til með að taka breytingum á næstunni þrátt fyrir að þær séu á neikvæðum horfum í bókum matsfyrirtækjanna. Líklega munu matsfyrirtækin bíða og sjá hver framvinda mála verður næstu mánuði. 1.9.2009 13:04 Skuldabréfaútgáfa til að fjármagna nýju bankanna Seðlabankinn tilkynnti í gær um útgáfu á nýjum flokki ríkisskuldabréfa. Flokkurinn hefur þann tilgang að fjármagna eiginfjárframlag ríkissjóðs til hinna nýju viðskiptabanka sem reistir voru á grunni bankanna þriggja sem féllu í fyrrahaust. 1.9.2009 12:49 Samorka hraunar yfir Sjónarrönd ehf. Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, gagnrýna harðlega áfangaskýrslu þá sem Sjónarrönd ehf. vann fyrir fjármálaráðuneytið um arðsemi íslenskra orkufyrirtækja. Segir m.a. í tilkynningu frá Samorku að nálgun Sjónarrandar hafi verið fráleit, rangar ályktanir dregnar og gjörólík fyrirtæki borin saman. 1.9.2009 11:19 Birna svarar: Leiðrétting en ekki niðurfelling skulda „Í raun ganga hugmyndir Íslandsbanka út á leiðréttingu á höfuðstól en ekki beina niðurfellingu. Aðferðafræðin gengur út á að skipta þessum lánum yfir í óverðtryggð lán í íslenskum krónum. Við gerum okkur grein fyrir að vextir á óverðtryggðum lánum verða líklegast hærri til að byrja með." 1.9.2009 10:33 Nafni Eimskips verði breytt í A1988 hf. Eftirfarandi tillaga verður sett fyrir næsta hluthafafund Eimskips: „Hluthafafundur Hf. Eimskipafélags Íslands haldinn 8. september samþykkir að breyta nafni félagsins í A1988 hf. Skal 1. gr. samþykkta félagsins breytast og verða svohljóðandi; "Félagið er hlutafélag og nafn þess er A1988 hf. 1.9.2009 10:17 VBS tapaði 4,3 milljörðum á fyrri helming ársins VBS fjárfestingarbanki hf. tapaði rúmlega 4,3 milljörðrum kr. á fyrstu sex mánuðum ársins. Samkvæmt árshlutareikningi tímabilsins 1. janúar til 30. júní 2009 nemur eigið fé 4,7 milljörðum króna og er eiginfjárhlutfall bankans 15,2%. 1.9.2009 09:27 RARIK tapaði 164 milljónum á fyrri helming ársins Samkvæmt rekstrarreikningi nam tap RARIK á fyrstu sex mánuðum ársins 164 milljónum króna. Rekstrarhagnaður varð fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta upp á 1.166 milljónir króna eða 28,1% af veltu tímabilsins, samanborið við 782 milljónir eða 21,4% af veltu á sama tímabili árið áður. Hreint veltufé frá rekstri var 1.169 milljónir króna. 1.9.2009 08:37 Hagnaður af rekstri Íslandssjóða á fyrri helming ársins Hagnaður varð af rekstri Íslandssjóða eftir skatta fyrstu 6 mánuðina 2009 upp á 164 milljónir kr. samanborið við 284 milljónir kr. fyrstu sex mánuðina 2008. 1.9.2009 08:22 Eik tapaði 334 milljónum á fyrri helming ársins Eik fasteignafélag hf. tapaði tæpum 334 milljónum kr. á fyrri helming ársins. Til samanburðar má nefna að tap félagsins allt árið í fyrra nam 31,6 milljónum kr. 1.9.2009 08:13 Gjaldeyrisforði SÍ rýrnaði um 120 milljarða á tíu mánuðum Gjaldeyrisforði Seðlabankans hefur rýrnað um rúma hundrað milljarða króna á síðustu tíu mánuðum eða því sem nemur láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til íslands. Bankinn notaði rúman hálfan milljarð króna í síðustu viku til að styrkja gengi krónunnar um 3 prósent en óvíst er að sú styrking haldi. 31.8.2009 19:45 Opin Kerfi Group hf. hagnast um 20 milljónir króna Hagnaður samstæðu Opinna Kerfa Group hf. nam 20 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 318 milljón króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Eiginfjárhlutfall félagsins er 35,5% og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli er 3,1% sem er lægri en á fyrri hluta síðasta árs. 31.8.2009 17:02 Úrvalsvísitalan lækkaði í dag Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,41% í dag. Viðskipti með hlutabréf námu rúmlega 68 milljónum króna. Mest viðskipti voru með bréf Össurar og lækkuðu bréf félagsins um 0,81%. Marel lækkaði um 1,19% en ekkert félag hækkaði í viðskiptum dagsins. Vísitalan stendur nú í 818,9 stigum. 31.8.2009 16:34 CCP hf. hagnast um 6,2 milljónir dollara Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hf., skilaði hagnaði upp á rétt tæplega 6,2 milljónir dollara á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 2,1 milljón dollara hagnað á sama tímabili á síðasta ári. Hagnaðurinn eykst því um 195% á milli ára. Hagnaðurinn á fyrstu sex mánuðum þessa árs jafngildir um 775 milljónum króna. 31.8.2009 16:09 HS Orka skilaði 612 milljóna hagnaði fyrrihluta ársins Heildarafkoman hjá HS Orku á fyrstu sex mánuðum ársins var jákvæð um 611,6 milljónir kr. Eiginfjárhlutfall hækkaði úr 16,3% í 18,3%. 31.8.2009 15:49 Hagnaður hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum Hagnaður af rekstri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum nam 7,2 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Eigið fé Sambandsins í lok júní 2009 nam 70,4 milljónum króna. 31.8.2009 15:28 Landic frestar ársreikningi og meðferð á tapi félagsins Aðalfundur Landic Property hf. var haldinn í dag 31. ágúst 2009. Fundurinn samþykkti tillögu sem lögð var fram á fundinum um að fresta afgreiðslu ársreiknings fyrir síðastliðið reikningsár. 31.8.2009 15:21 Hagnaður Landsvaka tæplega eitt hundrað milljónir Stjórn Landsvaka hf., sem rekur verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóði Landsbankans, hefur staðfest árshlutauppgjör félagsins fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2009. Hagnaður af rekstri félagsins fyrstu sex mánuði ársins nam 96,9 milljónum króna samkvæmt rekstrarreikningi félagsins. 31.8.2009 15:09 Hagnaður ÍLS nam 465 milljónum á fyrri helming ársins Hagnaður var af rekstri Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á fyrstu sex mánuðum ársins að fjárhæð 463 milljónum kr. skv. rekstrarreikningi. Eigið fé hans í lok júní nam 13,7 milljarða kr. samkvæmt efnahagsreikningi. 31.8.2009 14:55 27 bankar í mál við íslenska ríkið Alls hafa 27 alþjóðlegir bankar höfðað skaðabótamál á hendur Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitinu, fjármálaráðuneytinu og Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON). Flestir bankanna eru þýskir alþjóðlegir bankar. Þarna má einnig finna franskan banka og svo Seðlabanka Egyptalands. 31.8.2009 14:45 Verðmæti grásleppuhrogna og kavíars eykst um 113% Á fyrri helmingi ársins nam útflutningsverðmæti saltaðra grásleppuhrogna og grásleppukavíars 923 milljónum króna. Það er hvorki meira né minna en 113% aukning frá sama tíma í fyrra. 31.8.2009 13:48 Ríkið og sveitarfélög gera samning við Skyggni Ríkiskaup hefur gert rammasamning við rekstrar- og tæknifélagið Skyggni sem felur í sér kaup á lausnum og þjónustu í upplýsingatækni fyrir ríkisfyrirtæki og sveitarfélög sem eru aðilar að rammasamningnum. 31.8.2009 13:08 Tekjur af hótelherbergjum hækka um 23% í krónum talið Tekjur fyrir framboðið herbergi á þriggja og fjögurra stjörnu hótelum í Reykjavík mældar í krónum eru 23,0% hærri í júlímánuði en á sama tíma í fyrra, þar af hafa tekjur fyrir fjögurra stjörnu gistingu hækkað um 30,0% á milli ára en tekjur fyrir þriggja stjörnu gistingu hafa hækkað um 12,5% á milli ára. 31.8.2009 12:46 Seðlabankinn: Árangur hefur náðst á fjölmörgum sviðum Peningastefnunefnd Seðlabankans telur að árangur hafi náðst á fjölmörgum sviðum við endurreisn efnahagslífsins á Íslandi. Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands. 31.8.2009 11:42 Skuldabréf sparisjóða á athugunarlista í kauphöllinni Kauphöllin hefur ákveðið að færa skuldabréf útgefin af Sparisjóði Bolungarvíkur, Sparisjóðinum í Keflavík og Byr á athugunarlista vegna óvissu um fjárhagslega stöðu útgefanda og mögulega ójafnræði meðal fjárfesta samanber ákvæði í reglum fyrir útgefendur fjármálagerninga í Kauphöllinni. 31.8.2009 10:39 Hagnaður Eyris Invest nam 2 milljörðum fyrri helming ársins Hagnaður að fjárhæð 11,5 milljónir evra, eða um 2 milljarðar kr., varð af rekstri Eyris Invest á fyrri hluta ársins 2009. Eigið fé nemur 195 milljónum evra í lok tímabilsins. 31.8.2009 10:31 Einu eignir SPM eru réttindi í Nýja Kaupþingi „Áður en bráðabirgðastjórn tók við hafði verið samið við Nýja Kaupþing banka hf. (NKB) um nánar tilgreindar eignir og rekstur SPM. Útibú SPM og NKB í Borgarnesi hafa verið sameinuð og SPM er ekki lengur með neinn rekstur á sínum vegum. Einu eignir SPM nú eru réttindi skv. framangreindum kaupsamningi við NKB.“ 31.8.2009 09:59 ICEQ tapaði 15 milljónum á fyrri helming ársins Tap varð af rekstri ICEQ verðbréfa sjóðsins á fyrstu sex mánuðum ársins að fjárhæð 15 milljónum kr. samkvæmt rekstrarreikningi og er tapið fært til lækkunar á hlutdeildarskírteinum ICEQ verðbréfasjóðs. 31.8.2009 09:17 Yfir 111 milljarða viðsnúningur á vöruskiptunum í ár Í júlímánuði voru fluttar út vörur fyrir 41,7 milljarða króna og inn fyrir tæpa 34,9 milljarða króna. Vöruskiptin í júlí voru því hagstæð um 6,8 milljarða króna. Í júlí 2008 voru vöruskiptin óhagstæð um 33,3 milljarða króna á sama gengi. 31.8.2009 09:05 Störfum hjá 365 miðlum hefur fækkað um 180 á þremur árum Stór hluti þess húsnæðis sem starfsemi 365 miðla, sem rekur fréttavefinn Vísi, Fréttablaðið, Stöð 2 og Bylgjuna, fer fram í var auglýstur til leigu í helgarblaði Fréttablaðsins. Ari Edwald, forstjóri 365, segir ástæðuna vera þá að stöðugildum hjá fyrirtækinu hafi fækkað verulega á undanförnum þremur árum og að starfsemin rúmist fyrir í minna húsnæði en áður. 30.8.2009 15:36 Yfirlýsing Sigurjóns þvert á fyrri yfirlýsingar frá Landsbankanum Daginn sem neyðarlögin voru sett vegna yfirvofandi hruns íslensku bankanna fullyrti talsmaður Landsbankans að íslenska ríkið myndi verja innistæður á Icesave. Þetta er þvert á yfirlýsingar Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. 29.8.2009 11:08 Bakkavör hækkaði um 36,4% Úrvalsvísitalan heldur áfram að hækka. Í dag hækkaði hún um 2,62% í mjög litlum viðskiptum eða fyrir rúmar 8 milljónir króna. Vísitalan stendur nú í 830,61 stigi. Bakkavör hækkaði um 36,4%, Færeyjabanki hækkaði um 8,65% en Össur lækkaði um 1,2%. Gengi annarra félaga hreyfðist ekki. 28.8.2009 16:18 Viðskiptavinum auðveldað að greiða niður yfirdrátt Íslandsbanki býður einstaklingum í viðskiptum við bankann að greiða niður yfirdráttarlán með mánaðarlegum greiðslum með hagstæðari kjörum á allt að tveimur árum. 28.8.2009 16:07 Rætt við Sigurjón Þ. Árnason í fréttum Stöðvar 2 Rætt verður við Sigurjón Þ. Árnason fyrrum bankastjóra Landsbankans í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sigurjón hefur hingað til lítt eða ekki viljað tjá sig um Icesaveábyrgðina og ýmislegt annað tengt hruni Landsbankans. 28.8.2009 15:45 Afkoma SS batnar verulega á milli ára Sláturfélag Suðurlands tapaði 45,8 milljónum kr. á fyrstu sex mánuðum ársins. Er þetta mun betri afkoma en á sama tímabili í fyrra þegar tapið nam tæpum 472 milljónum kr. 28.8.2009 14:43 Segir Seðlabankann vondaufan um að krónan styrkist Greining Íslandsbanka telur að Seðlabanki Íslands sé orðinn vondaufur um að krónan styrkist í náinni framtíð. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar þar sem fjallað er um fundargerð Peningastefnunefndar frá síðasta vaxtaákvörðunardegi en fundargerðin var birt í gær. 28.8.2009 13:52 Nauðasamningur Eimskips samþykktur í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag nauðasamning milli Eimskips og kröfuhafa félagsins. 28.8.2009 13:32 Líklegt að ríkið þurfi frekara lánsfé á árinu Tölur um lánsfjárþörf ríkissjóðs á fyrstu sjö mánuðum ársins sem birtar voru í gær benda til þess að hugsanlega þurfi ríkissjóður að afla sér meira lánsfjár á árinu en áætlanir ríkisins gera nú ráð fyrir. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka en greiningin reiknar með því að engin ákvörðun um frekari útgáfu verði tekin fyrr en á síðasta ársfjórðungi. 28.8.2009 12:55 SÍ beitir auknum inngripum til að styrkja krónuna Ekki er hægt að útiloka að tilkoma nýs manns til starfa í brú Seðlabankans (SÍ) eigi einhvern þátt í auknum umsvifum hans á gjaldeyrismarkaði nú. 28.8.2009 12:22 Sigurjón Árnason fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, mætir fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag en þar fer fram aðalmeðferð í máli Kjartans Briem, sem átti innistæðu í peningamarkaðssjóði Landsbankans, gegn gamla Landsbankanum og Landsvaka, sem var vörsluaðili sjóðanna. 28.8.2009 10:45 SA skipar sex starfshópa um ESB Samtök atvinnulífsins (SA) hafa ákveðið að skipa sex starfshópa til að fjalla um málefni atvinnulífsins vegna aðildarumsóknar Íslands að ESB. Þetta kemur fram á vefsíðu samtakanna. 28.8.2009 10:34 Vísitala framleiðsluverðs hækkar um 12,2% milli ára Frá júlí 2008 hefur vísitala framleiðsluverðs hækkað um 12,2% og verðvísitala sjávarafurða um 27,6%. Á sama tíma hefur verð á afurðum stóriðju lækkað um 15% en matvælaverð hefur hækkað um 13,6%. Hagstofan greinir frá þessu í dag. 28.8.2009 09:38 Hröð lækkun tólf mánaða verðbólgu fram til áramóta Flestir greiningaraðilar gera ráð fyrir því að tólf mánaða verðbólga lækki töluvert fram að áramótum. Hagsjá Landsbankans býst við því að tólf mánaða verðbólga lækki hratt það sem eftir lifir ársins þar sem miklar verðhækkanir um það leyti sem bankahrunið átti sér stað detta út úr mælingunni. 28.8.2009 09:28 Færri fyrirtæki gjaldþrota í júlí 2009 en í júlí 2008 Í júlí 2009 voru 33 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 57 fyrirtæki í júlí 2008, sem jafngildir tæplega 42% fækkun milli ára. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest gjaldþrot eða 11 í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. 28.8.2009 09:20 N1 hagnast um 474 milljónir á fyrri helming ársins Hagnaður N1 hf. fyrir tímabilið á fyrstu sex mánuðum ársins nam 474,2 milljónum kr. eftir skatta að því er segir í tilkynningu um uppgjörið. 28.8.2009 08:27 Sjá næstu 50 fréttir
Nýr sæstrengur til Evrópu í notkun í dag Nýr sæstrengur, sem tengir saman Ísland og Evrópu, var tekin í notkun í dag þegar Vodafone opnaði fyrir umferð viðskiptavina sinna um strenginn. Um er að ræða sæstreng milli Íslands og Danmerkur, svokallaðan Danice-streng, sem nýlega var lagður milli landanna. 1.9.2009 13:31
Segir lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs ekki breytast í bráð Enn ríkir mikil óvissa um þróun lánshæfismats ríkissjóðs á næstunni vegna þeirrar miklu óvissu sem hér er í efnahagsmálunum. Telur greining Íslandsbanka að lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs komi ekki til með að taka breytingum á næstunni þrátt fyrir að þær séu á neikvæðum horfum í bókum matsfyrirtækjanna. Líklega munu matsfyrirtækin bíða og sjá hver framvinda mála verður næstu mánuði. 1.9.2009 13:04
Skuldabréfaútgáfa til að fjármagna nýju bankanna Seðlabankinn tilkynnti í gær um útgáfu á nýjum flokki ríkisskuldabréfa. Flokkurinn hefur þann tilgang að fjármagna eiginfjárframlag ríkissjóðs til hinna nýju viðskiptabanka sem reistir voru á grunni bankanna þriggja sem féllu í fyrrahaust. 1.9.2009 12:49
Samorka hraunar yfir Sjónarrönd ehf. Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, gagnrýna harðlega áfangaskýrslu þá sem Sjónarrönd ehf. vann fyrir fjármálaráðuneytið um arðsemi íslenskra orkufyrirtækja. Segir m.a. í tilkynningu frá Samorku að nálgun Sjónarrandar hafi verið fráleit, rangar ályktanir dregnar og gjörólík fyrirtæki borin saman. 1.9.2009 11:19
Birna svarar: Leiðrétting en ekki niðurfelling skulda „Í raun ganga hugmyndir Íslandsbanka út á leiðréttingu á höfuðstól en ekki beina niðurfellingu. Aðferðafræðin gengur út á að skipta þessum lánum yfir í óverðtryggð lán í íslenskum krónum. Við gerum okkur grein fyrir að vextir á óverðtryggðum lánum verða líklegast hærri til að byrja með." 1.9.2009 10:33
Nafni Eimskips verði breytt í A1988 hf. Eftirfarandi tillaga verður sett fyrir næsta hluthafafund Eimskips: „Hluthafafundur Hf. Eimskipafélags Íslands haldinn 8. september samþykkir að breyta nafni félagsins í A1988 hf. Skal 1. gr. samþykkta félagsins breytast og verða svohljóðandi; "Félagið er hlutafélag og nafn þess er A1988 hf. 1.9.2009 10:17
VBS tapaði 4,3 milljörðum á fyrri helming ársins VBS fjárfestingarbanki hf. tapaði rúmlega 4,3 milljörðrum kr. á fyrstu sex mánuðum ársins. Samkvæmt árshlutareikningi tímabilsins 1. janúar til 30. júní 2009 nemur eigið fé 4,7 milljörðum króna og er eiginfjárhlutfall bankans 15,2%. 1.9.2009 09:27
RARIK tapaði 164 milljónum á fyrri helming ársins Samkvæmt rekstrarreikningi nam tap RARIK á fyrstu sex mánuðum ársins 164 milljónum króna. Rekstrarhagnaður varð fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta upp á 1.166 milljónir króna eða 28,1% af veltu tímabilsins, samanborið við 782 milljónir eða 21,4% af veltu á sama tímabili árið áður. Hreint veltufé frá rekstri var 1.169 milljónir króna. 1.9.2009 08:37
Hagnaður af rekstri Íslandssjóða á fyrri helming ársins Hagnaður varð af rekstri Íslandssjóða eftir skatta fyrstu 6 mánuðina 2009 upp á 164 milljónir kr. samanborið við 284 milljónir kr. fyrstu sex mánuðina 2008. 1.9.2009 08:22
Eik tapaði 334 milljónum á fyrri helming ársins Eik fasteignafélag hf. tapaði tæpum 334 milljónum kr. á fyrri helming ársins. Til samanburðar má nefna að tap félagsins allt árið í fyrra nam 31,6 milljónum kr. 1.9.2009 08:13
Gjaldeyrisforði SÍ rýrnaði um 120 milljarða á tíu mánuðum Gjaldeyrisforði Seðlabankans hefur rýrnað um rúma hundrað milljarða króna á síðustu tíu mánuðum eða því sem nemur láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til íslands. Bankinn notaði rúman hálfan milljarð króna í síðustu viku til að styrkja gengi krónunnar um 3 prósent en óvíst er að sú styrking haldi. 31.8.2009 19:45
Opin Kerfi Group hf. hagnast um 20 milljónir króna Hagnaður samstæðu Opinna Kerfa Group hf. nam 20 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 318 milljón króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Eiginfjárhlutfall félagsins er 35,5% og arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli er 3,1% sem er lægri en á fyrri hluta síðasta árs. 31.8.2009 17:02
Úrvalsvísitalan lækkaði í dag Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,41% í dag. Viðskipti með hlutabréf námu rúmlega 68 milljónum króna. Mest viðskipti voru með bréf Össurar og lækkuðu bréf félagsins um 0,81%. Marel lækkaði um 1,19% en ekkert félag hækkaði í viðskiptum dagsins. Vísitalan stendur nú í 818,9 stigum. 31.8.2009 16:34
CCP hf. hagnast um 6,2 milljónir dollara Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hf., skilaði hagnaði upp á rétt tæplega 6,2 milljónir dollara á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 2,1 milljón dollara hagnað á sama tímabili á síðasta ári. Hagnaðurinn eykst því um 195% á milli ára. Hagnaðurinn á fyrstu sex mánuðum þessa árs jafngildir um 775 milljónum króna. 31.8.2009 16:09
HS Orka skilaði 612 milljóna hagnaði fyrrihluta ársins Heildarafkoman hjá HS Orku á fyrstu sex mánuðum ársins var jákvæð um 611,6 milljónir kr. Eiginfjárhlutfall hækkaði úr 16,3% í 18,3%. 31.8.2009 15:49
Hagnaður hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum Hagnaður af rekstri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum nam 7,2 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Eigið fé Sambandsins í lok júní 2009 nam 70,4 milljónum króna. 31.8.2009 15:28
Landic frestar ársreikningi og meðferð á tapi félagsins Aðalfundur Landic Property hf. var haldinn í dag 31. ágúst 2009. Fundurinn samþykkti tillögu sem lögð var fram á fundinum um að fresta afgreiðslu ársreiknings fyrir síðastliðið reikningsár. 31.8.2009 15:21
Hagnaður Landsvaka tæplega eitt hundrað milljónir Stjórn Landsvaka hf., sem rekur verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóði Landsbankans, hefur staðfest árshlutauppgjör félagsins fyrir fyrstu 6 mánuði ársins 2009. Hagnaður af rekstri félagsins fyrstu sex mánuði ársins nam 96,9 milljónum króna samkvæmt rekstrarreikningi félagsins. 31.8.2009 15:09
Hagnaður ÍLS nam 465 milljónum á fyrri helming ársins Hagnaður var af rekstri Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á fyrstu sex mánuðum ársins að fjárhæð 463 milljónum kr. skv. rekstrarreikningi. Eigið fé hans í lok júní nam 13,7 milljarða kr. samkvæmt efnahagsreikningi. 31.8.2009 14:55
27 bankar í mál við íslenska ríkið Alls hafa 27 alþjóðlegir bankar höfðað skaðabótamál á hendur Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitinu, fjármálaráðuneytinu og Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON). Flestir bankanna eru þýskir alþjóðlegir bankar. Þarna má einnig finna franskan banka og svo Seðlabanka Egyptalands. 31.8.2009 14:45
Verðmæti grásleppuhrogna og kavíars eykst um 113% Á fyrri helmingi ársins nam útflutningsverðmæti saltaðra grásleppuhrogna og grásleppukavíars 923 milljónum króna. Það er hvorki meira né minna en 113% aukning frá sama tíma í fyrra. 31.8.2009 13:48
Ríkið og sveitarfélög gera samning við Skyggni Ríkiskaup hefur gert rammasamning við rekstrar- og tæknifélagið Skyggni sem felur í sér kaup á lausnum og þjónustu í upplýsingatækni fyrir ríkisfyrirtæki og sveitarfélög sem eru aðilar að rammasamningnum. 31.8.2009 13:08
Tekjur af hótelherbergjum hækka um 23% í krónum talið Tekjur fyrir framboðið herbergi á þriggja og fjögurra stjörnu hótelum í Reykjavík mældar í krónum eru 23,0% hærri í júlímánuði en á sama tíma í fyrra, þar af hafa tekjur fyrir fjögurra stjörnu gistingu hækkað um 30,0% á milli ára en tekjur fyrir þriggja stjörnu gistingu hafa hækkað um 12,5% á milli ára. 31.8.2009 12:46
Seðlabankinn: Árangur hefur náðst á fjölmörgum sviðum Peningastefnunefnd Seðlabankans telur að árangur hafi náðst á fjölmörgum sviðum við endurreisn efnahagslífsins á Íslandi. Þetta kemur fram í fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands. 31.8.2009 11:42
Skuldabréf sparisjóða á athugunarlista í kauphöllinni Kauphöllin hefur ákveðið að færa skuldabréf útgefin af Sparisjóði Bolungarvíkur, Sparisjóðinum í Keflavík og Byr á athugunarlista vegna óvissu um fjárhagslega stöðu útgefanda og mögulega ójafnræði meðal fjárfesta samanber ákvæði í reglum fyrir útgefendur fjármálagerninga í Kauphöllinni. 31.8.2009 10:39
Hagnaður Eyris Invest nam 2 milljörðum fyrri helming ársins Hagnaður að fjárhæð 11,5 milljónir evra, eða um 2 milljarðar kr., varð af rekstri Eyris Invest á fyrri hluta ársins 2009. Eigið fé nemur 195 milljónum evra í lok tímabilsins. 31.8.2009 10:31
Einu eignir SPM eru réttindi í Nýja Kaupþingi „Áður en bráðabirgðastjórn tók við hafði verið samið við Nýja Kaupþing banka hf. (NKB) um nánar tilgreindar eignir og rekstur SPM. Útibú SPM og NKB í Borgarnesi hafa verið sameinuð og SPM er ekki lengur með neinn rekstur á sínum vegum. Einu eignir SPM nú eru réttindi skv. framangreindum kaupsamningi við NKB.“ 31.8.2009 09:59
ICEQ tapaði 15 milljónum á fyrri helming ársins Tap varð af rekstri ICEQ verðbréfa sjóðsins á fyrstu sex mánuðum ársins að fjárhæð 15 milljónum kr. samkvæmt rekstrarreikningi og er tapið fært til lækkunar á hlutdeildarskírteinum ICEQ verðbréfasjóðs. 31.8.2009 09:17
Yfir 111 milljarða viðsnúningur á vöruskiptunum í ár Í júlímánuði voru fluttar út vörur fyrir 41,7 milljarða króna og inn fyrir tæpa 34,9 milljarða króna. Vöruskiptin í júlí voru því hagstæð um 6,8 milljarða króna. Í júlí 2008 voru vöruskiptin óhagstæð um 33,3 milljarða króna á sama gengi. 31.8.2009 09:05
Störfum hjá 365 miðlum hefur fækkað um 180 á þremur árum Stór hluti þess húsnæðis sem starfsemi 365 miðla, sem rekur fréttavefinn Vísi, Fréttablaðið, Stöð 2 og Bylgjuna, fer fram í var auglýstur til leigu í helgarblaði Fréttablaðsins. Ari Edwald, forstjóri 365, segir ástæðuna vera þá að stöðugildum hjá fyrirtækinu hafi fækkað verulega á undanförnum þremur árum og að starfsemin rúmist fyrir í minna húsnæði en áður. 30.8.2009 15:36
Yfirlýsing Sigurjóns þvert á fyrri yfirlýsingar frá Landsbankanum Daginn sem neyðarlögin voru sett vegna yfirvofandi hruns íslensku bankanna fullyrti talsmaður Landsbankans að íslenska ríkið myndi verja innistæður á Icesave. Þetta er þvert á yfirlýsingar Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. 29.8.2009 11:08
Bakkavör hækkaði um 36,4% Úrvalsvísitalan heldur áfram að hækka. Í dag hækkaði hún um 2,62% í mjög litlum viðskiptum eða fyrir rúmar 8 milljónir króna. Vísitalan stendur nú í 830,61 stigi. Bakkavör hækkaði um 36,4%, Færeyjabanki hækkaði um 8,65% en Össur lækkaði um 1,2%. Gengi annarra félaga hreyfðist ekki. 28.8.2009 16:18
Viðskiptavinum auðveldað að greiða niður yfirdrátt Íslandsbanki býður einstaklingum í viðskiptum við bankann að greiða niður yfirdráttarlán með mánaðarlegum greiðslum með hagstæðari kjörum á allt að tveimur árum. 28.8.2009 16:07
Rætt við Sigurjón Þ. Árnason í fréttum Stöðvar 2 Rætt verður við Sigurjón Þ. Árnason fyrrum bankastjóra Landsbankans í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sigurjón hefur hingað til lítt eða ekki viljað tjá sig um Icesaveábyrgðina og ýmislegt annað tengt hruni Landsbankans. 28.8.2009 15:45
Afkoma SS batnar verulega á milli ára Sláturfélag Suðurlands tapaði 45,8 milljónum kr. á fyrstu sex mánuðum ársins. Er þetta mun betri afkoma en á sama tímabili í fyrra þegar tapið nam tæpum 472 milljónum kr. 28.8.2009 14:43
Segir Seðlabankann vondaufan um að krónan styrkist Greining Íslandsbanka telur að Seðlabanki Íslands sé orðinn vondaufur um að krónan styrkist í náinni framtíð. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar þar sem fjallað er um fundargerð Peningastefnunefndar frá síðasta vaxtaákvörðunardegi en fundargerðin var birt í gær. 28.8.2009 13:52
Nauðasamningur Eimskips samþykktur í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag nauðasamning milli Eimskips og kröfuhafa félagsins. 28.8.2009 13:32
Líklegt að ríkið þurfi frekara lánsfé á árinu Tölur um lánsfjárþörf ríkissjóðs á fyrstu sjö mánuðum ársins sem birtar voru í gær benda til þess að hugsanlega þurfi ríkissjóður að afla sér meira lánsfjár á árinu en áætlanir ríkisins gera nú ráð fyrir. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka en greiningin reiknar með því að engin ákvörðun um frekari útgáfu verði tekin fyrr en á síðasta ársfjórðungi. 28.8.2009 12:55
SÍ beitir auknum inngripum til að styrkja krónuna Ekki er hægt að útiloka að tilkoma nýs manns til starfa í brú Seðlabankans (SÍ) eigi einhvern þátt í auknum umsvifum hans á gjaldeyrismarkaði nú. 28.8.2009 12:22
Sigurjón Árnason fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, mætir fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag en þar fer fram aðalmeðferð í máli Kjartans Briem, sem átti innistæðu í peningamarkaðssjóði Landsbankans, gegn gamla Landsbankanum og Landsvaka, sem var vörsluaðili sjóðanna. 28.8.2009 10:45
SA skipar sex starfshópa um ESB Samtök atvinnulífsins (SA) hafa ákveðið að skipa sex starfshópa til að fjalla um málefni atvinnulífsins vegna aðildarumsóknar Íslands að ESB. Þetta kemur fram á vefsíðu samtakanna. 28.8.2009 10:34
Vísitala framleiðsluverðs hækkar um 12,2% milli ára Frá júlí 2008 hefur vísitala framleiðsluverðs hækkað um 12,2% og verðvísitala sjávarafurða um 27,6%. Á sama tíma hefur verð á afurðum stóriðju lækkað um 15% en matvælaverð hefur hækkað um 13,6%. Hagstofan greinir frá þessu í dag. 28.8.2009 09:38
Hröð lækkun tólf mánaða verðbólgu fram til áramóta Flestir greiningaraðilar gera ráð fyrir því að tólf mánaða verðbólga lækki töluvert fram að áramótum. Hagsjá Landsbankans býst við því að tólf mánaða verðbólga lækki hratt það sem eftir lifir ársins þar sem miklar verðhækkanir um það leyti sem bankahrunið átti sér stað detta út úr mælingunni. 28.8.2009 09:28
Færri fyrirtæki gjaldþrota í júlí 2009 en í júlí 2008 Í júlí 2009 voru 33 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 57 fyrirtæki í júlí 2008, sem jafngildir tæplega 42% fækkun milli ára. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest gjaldþrot eða 11 í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. 28.8.2009 09:20
N1 hagnast um 474 milljónir á fyrri helming ársins Hagnaður N1 hf. fyrir tímabilið á fyrstu sex mánuðum ársins nam 474,2 milljónum kr. eftir skatta að því er segir í tilkynningu um uppgjörið. 28.8.2009 08:27