Segir Seðlabankann vondaufan um að krónan styrkist 28. ágúst 2009 13:52 Greining Íslandsbanka telur að Seðlabanki Íslands sé orðinn vondaufur um að krónan styrkist í náinni framtíð. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar þar sem fjallað er um fundargerð Peningastefnunefndar frá síðasta vaxtaákvörðunardegi en fundargerðin var birt í gær. „Fundargerðin færir raunar misvísandi skilaboð af áhyggjum nefndarmanna af stöðu krónunnar. Þannig bentu sumir nefndarmann á að lágt gengi krónunnar styddi við enduruppbyggingu efnahagslífsins með því að bæta samkeppnisstöðu útflutningsgreina og annarra innlendra atvinnugreina sem væru í samkeppni við innflutta vöru og þjónustu," segir í Morgunkorninu. „Ekki er örgrannt um að ákveðinn uppgjafartón megi merkja í umræðu nefndarmanna, enda bendir nýjasta gengisspá bankans ekki til þess að þar innan dyra eigi menn von á mikilli styrkingu krónunnar í bráð. Þar var spáð að meðalgengi evru gagnvart krónu verði 169 árið 2010 og 160 árið 2011, en til samanburðar er meðalgengi evru gagnvart krónu tæplega 168 kr. það sem af er ári." Greiningin telur þetta athyglisvert í ljósi þess að bankinn starfar tímabundið eftir peningastefnu sem hefur það meginmarkmið að ná stöðugleika í gengi krónu og að bæði peningastefnunefndin og hinn nýi seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, telja gengi hennar of lágt um þessar mundir. Athygli vekur einnig að Anne Sibert virðist ekki hafa tekið þátt í ákvörðun nefndarinnar nú, en hún er annar tveggja nefndarmanna sem ekki koma frá Seðlabankanum sjálfum. Oft hefur mátt lesa á milli línanna að utanaðkomandi nefndarmennirnir hafi komið með önnur sjónarmið inn á fundi nefndarinnar en innanbúðarmenn í Seðlabanka. Næsta vaxtaákvörðun Peningastefnunefndar, og hin fyrsta sem nýr Seðlabankastjóri leiðir, verður þann 24 september næstkomandi. Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Greining Íslandsbanka telur að Seðlabanki Íslands sé orðinn vondaufur um að krónan styrkist í náinni framtíð. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar þar sem fjallað er um fundargerð Peningastefnunefndar frá síðasta vaxtaákvörðunardegi en fundargerðin var birt í gær. „Fundargerðin færir raunar misvísandi skilaboð af áhyggjum nefndarmanna af stöðu krónunnar. Þannig bentu sumir nefndarmann á að lágt gengi krónunnar styddi við enduruppbyggingu efnahagslífsins með því að bæta samkeppnisstöðu útflutningsgreina og annarra innlendra atvinnugreina sem væru í samkeppni við innflutta vöru og þjónustu," segir í Morgunkorninu. „Ekki er örgrannt um að ákveðinn uppgjafartón megi merkja í umræðu nefndarmanna, enda bendir nýjasta gengisspá bankans ekki til þess að þar innan dyra eigi menn von á mikilli styrkingu krónunnar í bráð. Þar var spáð að meðalgengi evru gagnvart krónu verði 169 árið 2010 og 160 árið 2011, en til samanburðar er meðalgengi evru gagnvart krónu tæplega 168 kr. það sem af er ári." Greiningin telur þetta athyglisvert í ljósi þess að bankinn starfar tímabundið eftir peningastefnu sem hefur það meginmarkmið að ná stöðugleika í gengi krónu og að bæði peningastefnunefndin og hinn nýi seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, telja gengi hennar of lágt um þessar mundir. Athygli vekur einnig að Anne Sibert virðist ekki hafa tekið þátt í ákvörðun nefndarinnar nú, en hún er annar tveggja nefndarmanna sem ekki koma frá Seðlabankanum sjálfum. Oft hefur mátt lesa á milli línanna að utanaðkomandi nefndarmennirnir hafi komið með önnur sjónarmið inn á fundi nefndarinnar en innanbúðarmenn í Seðlabanka. Næsta vaxtaákvörðun Peningastefnunefndar, og hin fyrsta sem nýr Seðlabankastjóri leiðir, verður þann 24 september næstkomandi.
Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira