Viðskipti innlent

CCP hf. hagnast um 6,2 milljónir dollara

Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hf., skilaði hagnaði upp á rétt tæplega 6,2 milljónir dollara á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 2,1 milljón dollara hagnað á sama tímabili á síðasta ári. Hagnaðurinn eykst því um 195% á milli ára. Hagnaðurinn á fyrstu sex mánuðum þessa árs jafngildir um 775 milljónum króna.

Heildareignir CCP nema 52,3 milljónum dollara og heildarskuldir eru um 27 milljónir dollara. Eiginfjárhlutfall félagsins er 48% en var 46% í fyrra.

Langþekktasti tölvuleikurinn sem CCP hefur framleitt er EVE Online og hefur hann notið mikilla vinsælda víðsvegar um heiminn. Fyrirtækið sér um allann rekstur EVE Online. CCP er 12 ára gamalt en félagið var stofnað árið 1997.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×