Viðskipti innlent

Eik tapaði 334 milljónum á fyrri helming ársins

Eik fasteignafélag hf. tapaði tæpum 334 milljónum kr. á fyrri helming ársins. Til samanburðar má nefna að tap félagsins allt árið í fyrra nam 31,6 milljónum kr.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að velta Eik var 903 milljónir króna, sem er 12% aukning frá fyrra ári. Heildareignir félagsins voru að andvirði 20,4 milljarðar króna og handbært fé frá rekstri var 193 milljónir króna.

Þrátt fyrir þær efnahagsþrengingar sem nú ganga yfir, með lækkun á nýtingarhlutfalli og lækkun á leigu, hefur rekstur Eikar fasteignafélags gengið samkvæmt áætlun. Eftirspurn eftir eignum félagsins er góð.

Í tilkynningunni segir ennfremur að ekki hafi tekist að semja um endurfjármögnun lána sem voru á gjalddaga í júní að fjárhæð 537 milljónir kr., en viðræður standa yfir. Fyrir utan þessi tvö lán hefur félagið að öllu leiti staðið skil á vöxtum og afborgunum, en félagið hefur ekki fengið frestun á sitt afborgunarferli.

Þar sem leigutekjur hafa dregist saman og stór hluti fjármögnunar félagsins er vaxtaberandi skuldir er ljóst að reksturinn er erfiður og félagið þarf á endurfjármögnun að halda.

Í ljósi aðstæðna verður ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að hin varfærna fjárfestingastefna félagsins hafi borgað sig. Eigið fé félagsins í sex mánaða uppgjörinu var 2.096 milljónir kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×