Viðskipti innlent

Ríkið og sveitarfélög gera samning við Skyggni

Ríkiskaup hefur gert rammasamning við rekstrar- og tæknifélagið Skyggni sem felur í sér kaup á lausnum og þjónustu í upplýsingatækni fyrir ríkisfyrirtæki og sveitarfélög sem eru aðilar að rammasamningnum.

Samningurinn tryggir ríkinu og sveitarfélögum internetþjónustu, kerfishýsingu, vöktun á netbúnaði og netþjónum, hýsingu í sýndarumhverfi og ýmsar aðrar lausnir á sérkjörum hjá Skyggni.

„Það er ánægjulegt að Ríkiskaup hafi valið Skyggni sem aðila að rammasamningnum sem sýnir að fyrirtækið stenst kröfur stofnunarinnar um gæði og hagstætt verð til handa ríkisfyrirtækjum og sveitarfélögum,“ segir Friðrik Þ. Snorrason framkvæmdastjóri Skyggnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×