Viðskipti innlent

Færri fyrirtæki gjaldþrota í júlí 2009 en í júlí 2008

Flest gjaldþrot voru í byggingastarfsemi.
Flest gjaldþrot voru í byggingastarfsemi.
Í júlí 2009 voru 33 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 57 fyrirtæki í júlí 2008, sem jafngildir tæplega 42% fækkun milli ára. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest gjaldþrot eða 11 í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.

Fyrstu 7 mánuði ársins 2009 er fjöldi gjaldþrota 541 en fyrstu sex mánuði ársins 2008 voru 450 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta sem jafngildir rúmlega 20% aukningu milli ára segir á vef Hagstofunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×