Viðskipti innlent

Yfirlýsing Sigurjóns þvert á fyrri yfirlýsingar frá Landsbankanum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Daginn sem neyðarlögin voru sett vegna yfirvofandi hruns íslensku bankanna fullyrti talskona Landsbankans að íslenska ríkið myndi verja innistæður á Icesave. Þetta er þvert á yfirlýsingar Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

Í frétt sem skrifuð var á vef breska blaðsins Times þann 6. október síðastliðinn var sagt frá því að Icesave innistæðueigendur gætu ekki nálgast innistæður sínar á vef Icesave. Hafði blaðið eftir talskonu bankans, sem ekki er nafngreind, að íslenski innistæðutryggingasjóðurinn myndi tryggja innistæður upp að 20,887 evrum. „Íslensk stjórnvöld hafa gert það ljóst að þau munu grípa inn í til þess að fjármagna tapið," er haft eftir talskonunni á vef Times.

Yfirlýsingar Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjór Landsbankans, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær voru hins vegar af allt öðrum toga. „Þetta er náttúrlega ákvörðun ríkisstjórnarinnar að setja þessa ábyrgð á. Ef hún hefði verið þá hefði ekki þurft að samþykkja hana núna. Það er nokkuð ljóst í minum huga," segir Sigurjón. Hann bætti því við að sinn skilningur væri sá að þessi ábyrgð hefði ekki verið fyrir hendi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×