Viðskipti innlent

Landic frestar ársreikningi og meðferð á tapi félagsins

Aðalfundur Landic Property hf. var haldinn í dag 31. ágúst 2009. Fundurinn samþykkti tillögu sem lögð var fram á fundinum um að fresta afgreiðslu ársreiknings fyrir síðastliðið reikningsár.

Í tilkynningu segir að jafnframt hafi verið samþykkt að fresta ákvörðun um hvernig farið skuli með tap félagsins fyrir síðastliðið reikningsár til framhalds aðalfundar sem haldinn verður eigi síðar en þann 31. október 2009, og boðað verður sérstaklega til síðar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×