Segir lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs ekki breytast í bráð 1. september 2009 13:04 Enn ríkir mikil óvissa um þróun lánshæfismats ríkissjóðs á næstunni vegna þeirrar miklu óvissu sem hér er í efnahagsmálunum. Telur greining Íslandsbanka að lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs komi ekki til með að taka breytingum á næstunni þrátt fyrir að þær séu á neikvæðum horfum í bókum matsfyrirtækjanna. Líklega munu matsfyrirtækin bíða og sjá hver framvinda mála verður næstu mánuði. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að engar breytingar hafa átt sér stað á lánshæfismati íslenska ríkissjóðsins það sem af er þessu ári, þ.e. hvorki lánshæfiseinkunnum né horfum um þær. Fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt eru einkunnir ríkissjóðs hæstar í bókum Moody´s, þ.e. Baa1, sem er tveimur þrepum ofar en einkunnir hans, þ.e. BBB-, hjá Fitch, S&P og R&I. Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs eru þær lægstu sem hann hefur haft frá upphafi. Að auki eru horfur um einkunnir neikvæðar í bókum Moody´s og S&P sem gefur til kynna að líkur eru á að þær komi til með að lækka til meðallangs tíma. Hjá Fitch eru einkunnir til athugunar með neikvæðum vísbendingum og hjá R&I er einkunnin undir eftirliti vegna hugsanlegrar lækkunar sem þýðir að breytingar á einkunnum geta átt sér stað á skemmri tíma en við á um hjá Moody´s og S&P. Ekki hefur mikið borið á fréttatilkynningum frá matsfyrirtækjunum um stöðu ríkissjóðs á árinu. Þó sendi Moody´s nýverið frá sér tilkynningu þar sem það greindi m.a. frá því að fyrirvarar vegna Icesave samningana hefðu fremur jákvæð áhrif á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs og taldi að breytingar í tengslum við það kæmu til með að styðja við sjálfbærni ríkisfjármála. Ætla má að önnur matsfyrirtæki líti fyrirvaranna vegna samningana einnig jákvæðum augum og að lánshæfismat ríkissjóðs hvíli að miklu leyti á framvindu Icesave samkomulagsins og áhrifum þess, þá bæði á þjóðarbúið og orðspori Íslands á erlendri grundu. Að auki má ætla að matsfyrirtækin beini augum að því hvernig stjórnvöldum tekst til með að skapa forsendur fyrir stöðugleika krónunnar, afnema þau gjaldeyrishöft sem komið var á fyrir áramót og með að endurreisa bankakerfið. Erlend eignaraðild bankanna mun hafa jákvæð áhrif á lánshæfismat og má því ætla að matsfyrirtækin telji það jákvætt ef skilanefndir gömlu bankanna eignist nýju bankanna að stærstum hluta, þá fyrir hönd erlenda kröfuhafa. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Enn ríkir mikil óvissa um þróun lánshæfismats ríkissjóðs á næstunni vegna þeirrar miklu óvissu sem hér er í efnahagsmálunum. Telur greining Íslandsbanka að lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs komi ekki til með að taka breytingum á næstunni þrátt fyrir að þær séu á neikvæðum horfum í bókum matsfyrirtækjanna. Líklega munu matsfyrirtækin bíða og sjá hver framvinda mála verður næstu mánuði. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að engar breytingar hafa átt sér stað á lánshæfismati íslenska ríkissjóðsins það sem af er þessu ári, þ.e. hvorki lánshæfiseinkunnum né horfum um þær. Fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt eru einkunnir ríkissjóðs hæstar í bókum Moody´s, þ.e. Baa1, sem er tveimur þrepum ofar en einkunnir hans, þ.e. BBB-, hjá Fitch, S&P og R&I. Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs eru þær lægstu sem hann hefur haft frá upphafi. Að auki eru horfur um einkunnir neikvæðar í bókum Moody´s og S&P sem gefur til kynna að líkur eru á að þær komi til með að lækka til meðallangs tíma. Hjá Fitch eru einkunnir til athugunar með neikvæðum vísbendingum og hjá R&I er einkunnin undir eftirliti vegna hugsanlegrar lækkunar sem þýðir að breytingar á einkunnum geta átt sér stað á skemmri tíma en við á um hjá Moody´s og S&P. Ekki hefur mikið borið á fréttatilkynningum frá matsfyrirtækjunum um stöðu ríkissjóðs á árinu. Þó sendi Moody´s nýverið frá sér tilkynningu þar sem það greindi m.a. frá því að fyrirvarar vegna Icesave samningana hefðu fremur jákvæð áhrif á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs og taldi að breytingar í tengslum við það kæmu til með að styðja við sjálfbærni ríkisfjármála. Ætla má að önnur matsfyrirtæki líti fyrirvaranna vegna samningana einnig jákvæðum augum og að lánshæfismat ríkissjóðs hvíli að miklu leyti á framvindu Icesave samkomulagsins og áhrifum þess, þá bæði á þjóðarbúið og orðspori Íslands á erlendri grundu. Að auki má ætla að matsfyrirtækin beini augum að því hvernig stjórnvöldum tekst til með að skapa forsendur fyrir stöðugleika krónunnar, afnema þau gjaldeyrishöft sem komið var á fyrir áramót og með að endurreisa bankakerfið. Erlend eignaraðild bankanna mun hafa jákvæð áhrif á lánshæfismat og má því ætla að matsfyrirtækin telji það jákvætt ef skilanefndir gömlu bankanna eignist nýju bankanna að stærstum hluta, þá fyrir hönd erlenda kröfuhafa.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira