SÍ beitir auknum inngripum til að styrkja krónuna 28. ágúst 2009 12:22 Ekki er hægt að útiloka að tilkoma nýs manns til starfa í brú Seðlabankans (SÍ) eigi einhvern þátt í auknum umsvifum hans á gjaldeyrismarkaði nú. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka en Seðlabankinn mun hafa selt 500.000 evrur í gær og eina milljón evra það sem af er degi. Hefur bankinn tvöfaldað það magn af evrum sem hann selur í einu úr 250.000 í 500.000. „Hinn nýi Seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, viðraði nýverið í fjölmiðlum þá skoðun sína að virkari þátttaka Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði undanfarin ár hefði verið heppileg, og að skynsamlegt gæti verið fyrir bankann að beita gjaldeyrisforðanum sem eins konar sveiflujafnara fyrir gengi krónu með umfangsmiklum gjaldeyriskaupum á hágengistímum og tilsvarandi sölu þegar gengið stæði veikt," segir í Morgunkorninu. „Már var einnig aðalhagfræðingur bankans þegar krónunni var fleytt á vordögum árið 2001, en í kjölfarið beitti Seðlabankinn inngripum í töluverðum mæli til að stemma stigu gegn hraðri veikingu krónu það ár." Ennfremur segir í Morgunkorninu að krónan hefur sótt talsvert í sig veðrið frá opnun gjaldeyrismarkaðar í gær. Alls nemur styrking hennar á tímabilinu þremur prósentustigum þegar þetta er ritað og hefur veiking undanfarinna vikna nú að fullu gengið til baka. Evran kostar nú 180 kr. og Bandaríkjadollar ríflega 125 kr. á millibankamarkaði með gjaldeyri. Til samanburðar kostaði evran 184,3 kr. og dollarinn 129,3 kr. við lokun markaða á miðvikudag. Seðlabankinn gaf tóninn bæði í gær og í morgun með inngripum á markaði en líklegt er að frekari gjaldeyrissala á markaði eigi einnig þátt í svo ríflegri styrkingu krónunnar. Aflandsgengi evru gagnvart krónu hefur þróast með talsvert öðrum hætti undanfarnar vikur en raunin hefur verið hér innanlands. Þannig lækkaði gengi evru á aflandsmarkaði eftir miðjan ágústmánuð úr 220 kr. í 212,5 krónur á sama tíma og gengið á millibankamarkaði hækkaði úr 181 kr. í 184 kr., ef marka má miðlunarkerfi Reuters. Með því minnkaði munur hérlends gengis og aflandsgengis úr 22% í 15,5% á tímabilinu. Ekki verður hins vegar séð að viðskipti hafi átt sér stað í kerfi Reuters frá því styrkingarhrina krónu hófst hér á landi í gærmorgun og hefur munur innlends gengis og aflandsgengis aukist að nýju miðað við það. Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Ekki er hægt að útiloka að tilkoma nýs manns til starfa í brú Seðlabankans (SÍ) eigi einhvern þátt í auknum umsvifum hans á gjaldeyrismarkaði nú. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka en Seðlabankinn mun hafa selt 500.000 evrur í gær og eina milljón evra það sem af er degi. Hefur bankinn tvöfaldað það magn af evrum sem hann selur í einu úr 250.000 í 500.000. „Hinn nýi Seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, viðraði nýverið í fjölmiðlum þá skoðun sína að virkari þátttaka Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði undanfarin ár hefði verið heppileg, og að skynsamlegt gæti verið fyrir bankann að beita gjaldeyrisforðanum sem eins konar sveiflujafnara fyrir gengi krónu með umfangsmiklum gjaldeyriskaupum á hágengistímum og tilsvarandi sölu þegar gengið stæði veikt," segir í Morgunkorninu. „Már var einnig aðalhagfræðingur bankans þegar krónunni var fleytt á vordögum árið 2001, en í kjölfarið beitti Seðlabankinn inngripum í töluverðum mæli til að stemma stigu gegn hraðri veikingu krónu það ár." Ennfremur segir í Morgunkorninu að krónan hefur sótt talsvert í sig veðrið frá opnun gjaldeyrismarkaðar í gær. Alls nemur styrking hennar á tímabilinu þremur prósentustigum þegar þetta er ritað og hefur veiking undanfarinna vikna nú að fullu gengið til baka. Evran kostar nú 180 kr. og Bandaríkjadollar ríflega 125 kr. á millibankamarkaði með gjaldeyri. Til samanburðar kostaði evran 184,3 kr. og dollarinn 129,3 kr. við lokun markaða á miðvikudag. Seðlabankinn gaf tóninn bæði í gær og í morgun með inngripum á markaði en líklegt er að frekari gjaldeyrissala á markaði eigi einnig þátt í svo ríflegri styrkingu krónunnar. Aflandsgengi evru gagnvart krónu hefur þróast með talsvert öðrum hætti undanfarnar vikur en raunin hefur verið hér innanlands. Þannig lækkaði gengi evru á aflandsmarkaði eftir miðjan ágústmánuð úr 220 kr. í 212,5 krónur á sama tíma og gengið á millibankamarkaði hækkaði úr 181 kr. í 184 kr., ef marka má miðlunarkerfi Reuters. Með því minnkaði munur hérlends gengis og aflandsgengis úr 22% í 15,5% á tímabilinu. Ekki verður hins vegar séð að viðskipti hafi átt sér stað í kerfi Reuters frá því styrkingarhrina krónu hófst hér á landi í gærmorgun og hefur munur innlends gengis og aflandsgengis aukist að nýju miðað við það.
Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira