Einu eignir SPM eru réttindi í Nýja Kaupþingi 31. ágúst 2009 09:59 „Áður en bráðabirgðastjórn tók við hafði verið samið við Nýja Kaupþing banka hf. (NKB) um nánar tilgreindar eignir og rekstur SPM. Útibú SPM og NKB í Borgarnesi hafa verið sameinuð og SPM er ekki lengur með neinn rekstur á sínum vegum. Einu eignir SPM nú eru réttindi skv. framangreindum kaupsamningi við NKB." Þetta kemur fram í bréfi sem bráðabirgðastjórn Sparisjóðs Mýrarsýslu (SPM) hefur sent kröfuhöfum sparisjóðsins. Þar segir einnig að yfirráðum bráðabirgðastjórnar yfir SPM lýkur 2. október n.k., nema bráðabirgðastjórn hafi þá lagt fyrir héraðsdóm kröfu um að sjóðurinn verði tekinn til slita, honum veitt heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamninga, eða ný stjórn hafi verið kjörin til að leysa bráðabirgðastjórn af hólmi í samræmi við lög um fjármálafyrirtæki. Þann 2. júlí sl. skipaði Fjármálaeftirlitið Sigurð R. Arnalds hrl., Jón Hauk Hauksson hdl. og Margréti Gunnlaugsdóttur hdl. í bráðabirgðastjórn SPM. Sigurður var skipaður formaður bráðabirgðastjórnar. Bráðabirgðastjórn fer með sömu heimildir að lögum og samþykktum sparisjóðsins sem stjórn og fundur stofnfjáreigenda SPM hefði ella haft á hendi. Í bréfin u segir að á meðan bráðabirgðastjórn ræður yfir sjóðnum gilda sömu takmarkanir á heimildum til að beita fullnustugerðum og öðrum þvingunarúrræðum gagnvart honum og ef sjóðurinn hefði fengið heimild til greiðslustöðvunar. Með vísan til þess að áður en bráðabirgðastjórn var skipuð hafði SPM verið í greiðslustöðvunarferli, er staða kröfuhafa sú sama og um greiðslustöðvun væri að ræða. Kröfuhöfum hafa áður verið kynnt drög að frumvarpi að nauðasamningi, sem voru byggð á greiðslum skv. framangreindum kaupsamningi við NKB, m.a. með greiðslu í hlutabréfum í NKB og skuldabréfum útgefnum af bankanum. Frekari ákvarðanataka varðandi SPM hefur verið í biðstöðu vegna þeirra athugasemda nokkurra af stærstu kröfuhöfum SPM, að erfitt væri að taka afstöðu til frumvarpsins meðan ekki lægi fyrir stofnefnahagsreikningur NKB. Vonast er til að þær upplýsingar liggi fyrir á allra næstu dögum. Bráðabirgðastjórn gerir ráð fyrir að boða til kröfuhafafundar um eða upp úr miðjum september n.k. þar sem vonast er til að fram komi afstaða kröfuhafa til tillögu að nauðasamningi. Afstaða kröfuhafa til tillögu að nauðasamningi mun ráða miklu um ákvörðun bráðabirgðastjórnar um framhaldið, hvort leitað verði formlegrar heimildar til nauðasamninga eða hvort lagt verði til að sjóðurinn verði tekinn til slita. Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Fleiri fréttir Nýskráðum bílum fjölgaði um 42 prósent milli ára Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
„Áður en bráðabirgðastjórn tók við hafði verið samið við Nýja Kaupþing banka hf. (NKB) um nánar tilgreindar eignir og rekstur SPM. Útibú SPM og NKB í Borgarnesi hafa verið sameinuð og SPM er ekki lengur með neinn rekstur á sínum vegum. Einu eignir SPM nú eru réttindi skv. framangreindum kaupsamningi við NKB." Þetta kemur fram í bréfi sem bráðabirgðastjórn Sparisjóðs Mýrarsýslu (SPM) hefur sent kröfuhöfum sparisjóðsins. Þar segir einnig að yfirráðum bráðabirgðastjórnar yfir SPM lýkur 2. október n.k., nema bráðabirgðastjórn hafi þá lagt fyrir héraðsdóm kröfu um að sjóðurinn verði tekinn til slita, honum veitt heimild til greiðslustöðvunar eða til að leita nauðasamninga, eða ný stjórn hafi verið kjörin til að leysa bráðabirgðastjórn af hólmi í samræmi við lög um fjármálafyrirtæki. Þann 2. júlí sl. skipaði Fjármálaeftirlitið Sigurð R. Arnalds hrl., Jón Hauk Hauksson hdl. og Margréti Gunnlaugsdóttur hdl. í bráðabirgðastjórn SPM. Sigurður var skipaður formaður bráðabirgðastjórnar. Bráðabirgðastjórn fer með sömu heimildir að lögum og samþykktum sparisjóðsins sem stjórn og fundur stofnfjáreigenda SPM hefði ella haft á hendi. Í bréfin u segir að á meðan bráðabirgðastjórn ræður yfir sjóðnum gilda sömu takmarkanir á heimildum til að beita fullnustugerðum og öðrum þvingunarúrræðum gagnvart honum og ef sjóðurinn hefði fengið heimild til greiðslustöðvunar. Með vísan til þess að áður en bráðabirgðastjórn var skipuð hafði SPM verið í greiðslustöðvunarferli, er staða kröfuhafa sú sama og um greiðslustöðvun væri að ræða. Kröfuhöfum hafa áður verið kynnt drög að frumvarpi að nauðasamningi, sem voru byggð á greiðslum skv. framangreindum kaupsamningi við NKB, m.a. með greiðslu í hlutabréfum í NKB og skuldabréfum útgefnum af bankanum. Frekari ákvarðanataka varðandi SPM hefur verið í biðstöðu vegna þeirra athugasemda nokkurra af stærstu kröfuhöfum SPM, að erfitt væri að taka afstöðu til frumvarpsins meðan ekki lægi fyrir stofnefnahagsreikningur NKB. Vonast er til að þær upplýsingar liggi fyrir á allra næstu dögum. Bráðabirgðastjórn gerir ráð fyrir að boða til kröfuhafafundar um eða upp úr miðjum september n.k. þar sem vonast er til að fram komi afstaða kröfuhafa til tillögu að nauðasamningi. Afstaða kröfuhafa til tillögu að nauðasamningi mun ráða miklu um ákvörðun bráðabirgðastjórnar um framhaldið, hvort leitað verði formlegrar heimildar til nauðasamninga eða hvort lagt verði til að sjóðurinn verði tekinn til slita.
Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Fleiri fréttir Nýskráðum bílum fjölgaði um 42 prósent milli ára Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent