Viðskipti innlent

Nýr sæstrengur til Evrópu í notkun í dag

Nýr sæstrengur, sem tengir saman Ísland og Evrópu, var tekin í notkun í dag þegar Vodafone opnaði fyrir umferð viðskiptavina sinna um strenginn. Um er að ræða sæstreng milli Íslands og Danmerkur, svokallaðan Danice-streng, sem nýlega var lagður milli landanna.

 

Í tilkynningu um málið segir að strengurinn tryggi aukið öryggi í gagnaflutningi til og frá Íslandi auk þess sem netsamband við umheiminn verður bæði hraðara og enn tryggara en áður. Vodafone er fyrsti notandi nýja sæstrengsins.

 

Með tilkomu Danice-strengsins hefur Vodafone tryggt sér fjórar mismunandi gagnatengingar við umheiminn, sem tryggir meira samskiptaöryggi en önnur fjarskiptafyrirtæki á Íslandi. Hinir sæstrengirnir eru Farice-1, sem liggur milli Íslands, Færeyja og Skotlands, Cantat-3 sem tengir Evrópu og Kanada, og Greenland Connect sem tengir saman Ísland, Grænland og Kanada.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×