Viðskipti innlent

Bakkavör hækkaði um 36,4%

Úrvalsvísitalan heldur áfram að hækka. Í dag hækkaði hún um 2,62% í mjög litlum viðskiptum eða fyrir rúmar 8 milljónir króna. Vísitalan stendur nú í 830,61 stigi. Bakkavör hækkaði um 36,4%, Færeyjabanki hækkaði um 8,65% en Össur lækkaði um 1,2%. Gengi annarra félaga hreyfðist ekki.

Skuldabréfavelta nam tæpum 19 milljörðum í dag. Enn og aftur var langmest velta með óverðtryggð ríkisbréf fyrir tæplega 14,2 milljarða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×