Viðskipti innlent

Hagnaður ÍLS nam 465 milljónum á fyrri helming ársins

Hagnaður var af rekstri Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á fyrstu sex mánuðum ársins að fjárhæð 463 milljónum kr. skv. rekstrarreikningi. Eigið fé hans í lok júní nam 13,7 milljarða kr. samkvæmt efnahagsreikningi.

Í tilkynningu segir að eiginfjárhlutfall sjóðsins sé 4,3%. Hlutfallið er reiknað með sama hætti og eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja. Langtímamarkmið sjóðsins er að hlutfallið sé yfir 5,0%.

Greint er frá því í skýringum með uppgjörinu að sjóðurinn á innlán hjá SPRON og Straumi-Burðarás fjárfestingarbanka hf. Ágreiningur er uppi um skilgreiningu þeirra innlána.

Ef þessi innlán verða skilgreind sem almennar kröfur má reikna með að tap sjóðsins geti numið um 3,5 milljörðum kr. sé miðað við áætlanir slitastjórnar félaganna um endurgreiðsluhlutfall á ótryggðum kröfum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×