Viðskipti innlent

Hröð lækkun tólf mánaða verðbólgu fram til áramóta

Flestir greiningaraðilar gera ráð fyrir því að tólf mánaða verðbólga lækki töluvert fram að áramótum. Hagsjá Landsbankans býst við því að tólf mánaða verðbólga lækki hratt það sem eftir lifir ársins þar sem miklar verðhækkanir um það leyti sem bankahrunið átti sér stað detta út úr mælingunni.

Tólf mánaða verðbólga í ágúst mælist nú 10,9% samanborið við 11,3% í júlí. Leiða má að því líkur að verðlag hækki þó nokkuð í september en þá má búast við áframhaldandi hækkunum á fatnaði og skóm vegna útsöluáhrifa auk þess sem ný vörugjöld á ýmsa matvöru taka gildi þann 1.september.

Í framhaldinu má þó búast við að 12 mánaða verðbólga lækki hratt það sem eftir lifir ársins en þá detta út úr mælingunni miklar verðhækkanir sem mældust síðastliðið haust. Verðlag hækkaði til að mynda um, 2,2% í október 2008, 1,7% í nóvember og 1,5% í desember sama ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×