Fleiri fréttir

Lokahóf Kauphallar Íslands árið 2007

Vísir hefur tekið saman lista yfir þau fyrirtæki sem hækkuðu og lækkuðu mest á árinu. Fyrirtækið Flaga lækkaði mest en Atlantic Petroleum hækkaði mest árið 2007.

Eimskip selur 49% hlutafjár í Northern Lights Leasing

Eimskip hefur samið um 49% hlut í Northern Lights Leasing sem á flugflota Air Atlanta. Kaupandi er félagið AAI Holding ehf. sem er í eigu Hannesar Hilmarsson, forstjóra Air Atlanta og Geirs Vals Ágústssonar, fjármálastjóra Air Atlanta.

Finnur hættir hjá Icebank

Samkomulag hefur orðið um að Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Icebank, láti af störfum hjá bankanum. Stjórn Icebank hefur ráðið Agnar Hansson sem nýjan bankastjóra.

Byr býður fólki að kanna fjárhagslega heilsu

Sparisjóðurinn Byr breytist í „fjárhagslega heilsuræktarstöð" á nýársnótt og setur um leið í loftið rafrænt heilsustöðupróf í fjármálum á heimasíðu sinni og býður þannig öllum landsmönnum aðstoð við að finna út sína fjárhagslega heilsu og þol.

Innhverjaviðskipti hjá FL Group

Ný kaupréttaráætlun var samþykkt í gær hjá FL Group. Tekur áætlunin til allt að 361 milljón hluta að nafnverði. Á sama tíma eru felldir niður áður útgefnir kaupréttir að 136 milljón hlutum.

Eik banki hækkaði mest í dag

Færeyski bankinn Eik hækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag í kjölfar fregna að það hefði keypt alla bankastarfsemi Kaupþings í Færeyjum. Eik hækkaði um 3.59% en flest félög hækkuðu.

Jón Sigurðsson formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins

Viðskiptaráðherra hefur skipað Jón Sigurðsson fyrrverandi seðlabankastjóra og fyrrverandi viðskiptaráðherra, formann stjórnar Fjármálaeftirlitsins frá 1. janúar næstkomandi. Þá lætur Lárus Finnbogason endurskoðandi af því starfi, en hann hefur gegnt því frá 1. janúar 2007. Lárus hefur verið í aðalstjórn Fjármálaeftirlitsins frá því stofnunin tók til starfa á árinu 1999.

Róbert Wessman stór hluthafi í Glitni

Salt Investments, félag í eigu Róberts Wessman, forstjóra Actavis, hefur keypt tveggja prósenta hlut í Glitni fyrir 7,5 milljarða króna. Með viðskiptunum er félagið orðið 9. stærsti hluthafi bankans. Wessmann segist hafa áhuga á stjórnarsetu í bankanum.

Rólegt í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan stóð því sem næst í stað í Kauphöllinni í morgun en lækkun hennar nam 0,01 prósenti. Þrettán félög hafa hækkað, Eik Banki mest allra, um 2,45 prósent og 365 hf um 2,44 prósent.

Kaupþing selur starfsemi í Færeyjum

Kaupþing hefur selt starfsemi sína í Færeyjum til Eik Banki og mun færeyski bankinn taka yfir starfsemi Kaupþings í Færeyjum þann 31. desember 2007.

Björgólfur Thor varð fyrir valinu

Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins (VB) hlýtur að þessu sinni Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og stjórnarformaður Novators.

Tekur hálft ár fyrir kreppuna að jafna sig

„Ég held að ástandið á alþjóðamörkuðum muni ráða því hvernig þetta fer hér á Íslandi,“ sagði Björgólfur Thor Björgólfsson í Kastljósi Sjónvarpsins nú fyrir stundu.

Viðskiptaannáll ársins 2007

Árið 2007 var fjörugt í viðskiptalífinu. Blaðamenn Markaðarins fóru yfir árið og fundu það markverðasta sem gerðist í heimi viðskiptanna.

Björgólfur viðskiptamaður ársins og Margrét Pála frumkvöðull

Viðskiptablaðið hefur veitt Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins fyrir árið 2007 auk þess sem frumkvöðull ársins að mati blaðsins hefur verið valinn. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Novators, hlýtur Viðskiptaverðlaun og Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, er heiðruð sem frumkvöðull ársins. Nú stendur yfir athöfn á Grillinu á Hótel Sögu þar sem Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra afhendir verðlaunin.

Leitar jafnvægis milli vinnu og fjölskyldu

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, er viðskiptamaður ársins 2007 að mati tuttugu manna dómnefndar sem Markaðurinn leitaði til. Miklar sveiflur á alþjóðamörkuðum hafa einkennt árið sem er að líða. Þá skiptir máli hverjir hafi aflið og framsýnina til að taka af skarið og stýra fyrirtækjum í gegnum öldurótið og á lygnari sjó. Jón Ásgeir segir ágætt jafnvægi hafa verið í rekstri Baugs á árinu.

Ljúka senn við áreiðanleikamat á áhugaverðu fasteignafélagi

Það skýrist snemma á næsta ári hvort Salt Investments, sem er í eigu Róberts Wessman, takist að landa kaupum á hlut í stóru fasteignafélagi í Suður -Evrópu. „Það er verið að klára áreiðanleikamat og það ætti að skýrast fljótlega hvort það verður af kaupunum," segir Róbert í samtali við Vísi. Hann hefur hingað til ekki viljað gefað upp hvaða félag þetta er.

Atlantic Petroleum hækkaði um 10,15%

Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 1,22% við opnun markaða í morgun. Atlantic Petroleum hækkaði um 10,15%. Exista um 4,71% og SPRON um 4,34. Mest lækkuðu bréf í Eimskipafélagi Íslands um 0,99% og Teymi hf lækkaði um 0,68%.

Bjarni kaupir í Glitnir Property Holding

Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefur fest kaup á 12% hlut í dótturfélagi Glitnis, Glitnir Property Holding (GPH), að verðmæti 970 milljónir. Glitnir mun áfram eiga 48,8% í GPH eftir viðskiptin. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki stjórnar GPH og annarra eigenda, en þeir eru alls 21 talsins og eiga hlut á móti Glitni í GPH.

Margir nefndir þótt einn sé útvalinn

Alls voru 23 einstaklingar nefndir til sögu í vali á viðskiptamanni ársins. Sá sem settur var í efsta sæti fékk þrjú stig, sá næsti tvö og sá í þriðja sætinu eitt. Ekki munaði miklu í stigum á þeim sem röðuðust í annað til fjórða sæti í valinu um viðskiptamann ársins. Þar röðuðu sér í eftirfarandi röð, umbreytingafjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson, Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans.

Jón Ásgeir viðskiptamaður ársins

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, er maður ársins 2007 í íslensku viðskiptalífi að mati tuttugu manna dómnefndar Markaðarins.

Formaður fasteignasala ósammála spá um verðlækkun á markaðinum

Ingibjörg Þórðardóttir formaður Félags fasteignasala segir að hún sé ósammála spá greiningar Landsbankans um að fasteignaverð lækki um 9% á næsta ári. Hún telur að markaðurinn verði í jafnvægi á næsta ári og að verðið muni hækka um allt að 5% yfir árið.

Ákvörðun Seðlabankans lækkar markaðsvexti

Frá því að Seðlabankinn tilkynnti um óbreytta stýrivexti á fimmtudag hefur ávöxtunarkrafa á markaði lækkað töluvert. Ávöxtunarkrafa allra markflokka skuldabréfa hækkaði hinsvegar verulega eftir hækkun stýrivaxta í byrjun nóvember.

Langþráð hækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 7,64 prósent skömmu fyrir lokun viðskiptadagsins og skákaði þar með nokkuð vænni og langþráðri hækkun hjá Existu og SPRON. Bæði síðasttöldu félögin hafa horft upp á mikla lækkun í vikunni.

Exista og SPRON á uppleið fyrir jólin

Exista og SPRON eru á mikilli uppleið í Kauphöllinni þennan síðasta viðskiptadag fyrir jól og þá er úrvalsvísitalan einnig á uppleið.

Magnús Þorsteinsson úr stjórn Eimskips

Magnús Þorsteinsson stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands sagði sig í dag úr stjórn félagsins á stjórnarfundi og lætur þegar af stjórnarsetu að eigin ósk. Magnús er annar af tveimur kjölfestufjárfestum félagsins.

Úrvalsvísitalan undir 6.200 stigum

Úrvalsvísitalan hefur lækkað viðstöðulaust í heila viku og fór undir 6.200 stigin fyrir nokkrum mínútum. Hún hefur ekki verið lægri síðan í enda nóvember á síðasta ári. Miðað við þróunina stefnir í rauð jól í Kauphöllinni.

Kjarasamningar kyndi ekki undir verðbólgu

Bankastjórn Seðlabankans sendi í dag skilaboð um fara yrði varlega í kjarasamningum og sagði aukna verðbólgu ekki auðvelda það verk sem snúið væri fyrir.

Græn jól í Kauphöllinni?

Gengi hlutabréfa hefur hækkað eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Athygli vekur að bréf Sláturfélags Suðurlands stukku upp um 8,11 prósent eftir kyrrstöðu í um ár. Einungis ein viðskipti standa að baki hækkuninni.

Héraðsdómur ógildir ákvörðun Kauphallar

Héraðsdómur hefur fellt úr gildi ákvörðun Kauphallarinnar frá því í fyrrahaust um að áminna Atorku Group og sekta um 2,5 milljónir króna. Kauphöllin á að birta dóminn í fréttaveitu sinni, eða sæta dagsektum ella. Kauphöllin birti dóminn þegar í gær, en hefur, að sögn forstjóra hennar, ekki ákveðið hvort dómnum verður áfrýjað.

Eyrir Invest eykur hlut sinn í Marel

Eyrir Invest ehf, félag í eigu Árna Odds Þórðarsonar, keypti í dag 2.731.350 hluti í Marel Food Systems ehf á genginu 98,2 eða fyrir tæpar 270 milljónir króna að markaðsvirði.

Exista lækkaði um 6,83%

Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands lækkaði um 1,46% í dag. Exista lækkaði mest eða um 6,83%, SPRON lækkaði um 6,37% og Teymi um 3,13%.

FL Group gerir ekki yfirtökutilboð í Inspired

FL Group hefur ákveðið að halda ekki áfram viðræðum við breska hugbúnaðarfyrirtækið Inspired Gaming Group um yfirtöku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Lítið lát á fallinu

Gengi bréfa í Existu og SPRON hafa fallið um rúmlega fimm prósent það sem af er dags og hefur gengi bréfa í félögunum aldrei verið lægra.

FL Group selur fyrir ellefu milljarða í Finnair

FL Group hefur selt 11,7 prósenta eignarhlut sinn í finnska flugfélaginu Finnair og á eftir það 12,7 prósent í félaginu. FL Group fékk rétta tæpa ellefu milljarða fyrir hlutinn miðað við lokagengi Finnair í gær.

Formlegt boð komið fram

Lagt hefur verið fram formlegt yfirtökutilboð London Aquisition í allt hlutafé Stork N.V. í Hollandi. Að félaginu standa breski fjárfestingasjóðurinn Candover, auk Eyris Invest með 15 prósent og Landsbankans með 10 prósenta hlut.

Engin aðstaða fyrir börnin

Fyrirtæki eru almennt mjög sveigjanleg þegar kemur að barnafólki. Afar og ömmur eru mikilvægir bakhjarlar starfsfólks.

Sjá næstu 50 fréttir