Viðskipti innlent

FL Group selur fyrir ellefu milljarða í Finnair

Jón Sigurðsson forstjóri FL Group
Jón Sigurðsson forstjóri FL Group MYND/Anton Brink

FL Group hefur selt 11,7 prósenta eignarhlut sinn í finnska flugfélaginu Finnair og á eftir það 12,7 prósent í félaginu. FL Group fékk rétta tæpa ellefu milljarða fyrir hlutinn miðað við lokagengi  Finnair í gær.

Þar segir að salan sé liður í þeirri stefnu að minnka fjárfestingar í flugrekstri en fyrir söluna áttu FL Group og finnska ríkið um 80 prósent af útistandandi hlutafé félagsins. Félagið verður áfram annar stærsti hluthafi Finnair.

FL Group segir að rekstur Finnair hafi gengið vel og búist sé að hagnaður ársins verði um 90 milljónir evra eða um 8,2 milljarðar króna. Markaðsvirði hlutar FL Group í lok þriðja ársfjórðungs var 23,1 milljarður en vegna lækkunar á gengi hlutabréfa hefur markaðsvirði þess hlutar sem seldur hefur verið minnkað um 3,2 milljarða á fjórða ársfjórðungi. Gengi bréfa í Finnair hafa lækkað um 27,8%.

Félagið seldi nýlega nánast allan hlut sinn í AMR, móðurfélagi American Airlines, eftir að gengið bréf þar hafði lækkað töluvert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×