Viðskipti innlent

Norska fjármálaeftirlitið blessar samruna Glitnis og BNbank

MYND/GVA

Norska fjármálaráðuneytið hefur lagt blessun sína yfir samruna Glitnis Bank ASA og BNbank.

Samruninn sem kallaður hefur verið Albatrossverkefniðverður þar af leiðandi á áætlun og mun ljúka í byrjun mars á næsta ári eftir því sem segir í tilkynningu Glitnis til Kauphallarinnar.

Hinum sameinaða banka hefur jafnframt verið heimilað að yfirtaka öll hlutabréfí Glitnir Factoring ASA, Glitnir Securities ASA og 70 prósent hluta í Glitnir Property Holding AS með dótturfyrirtækinu Glitnir Property Group AS, sem á fasteignafélögin Union Eiendomskapital AS og Glitnir Norsk Næringsmegling AS.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×