Fleiri fréttir

Vitni neita að svara spurningum

Máli Vilhjálms Bjarnasonar gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni hefur verið frestað þar sem vitni bera fyrir sig trúnaðarskyldu og neita að svara spurningum.

Slegist um fraktrými í vélum til Ameríku

Fulltrúar fyrirtækja sem flytja fersk matvæli til Bandaríkjanna segja framboð á fraktflugi ekki anna eftirspurn. Skýringuna má að sögn starfsmanns Icelandair Cargo rekja til minni innflutnings.

Vilja framleiða teiknimyndaseríu á Íslandi

Fyrirtækið Greene Toys hefur tekið upp samstarf við íslenska teiknimyndagerðamanninn Þröst Bragason um gerð stuttmyndar um Flopalongs. Ef vel til gengur og peningar safnast til verksins er ætlunin að framleiða sjónvarpsseríu um ævintýri Flopalongs á Íslandi.

Óbreyttir stýrivextir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að hún hafi ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum.

Stíga varlega til jarðar þrátt fyrir methagnað

Rekstur Icelandair Group á þriðja fjórðungi ársins skilaði hagnaði upp á um átta milljarða íslenskra króna. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri félagsins, býst við áframhaldandi vexti.

Borgin hyggst setja 170 milljónir í endurnýjun tölvubúnaðar

Fjárfesting til endurnýjunar tölvubúnaðar í skólum og frístundamiðstöðvum í Reykjavík verður aukin mikið ef fjárhagsáætlun fyrir næsta ár nær fram að ganga. Þar er gert ráð fyrir því að verja 170 milljónum til kaupa á tækjabúnaði í stað 85 milljóna í ár auk þess sem kapp verður lagt á að bæta gagnatengingu í skólum.

Bakkavör fær skammir

Bakkavör segir verkferla í skoðun í flatbökuverksmiðju í Harrow í Bretlandi þar sem verkalýðsfélag segir vinnulöggjöf Evrópusambandsins brotna.

Fjörutíu prósent stærri en 2003

Lagabreytingar í umhverfi hlutafélaga síðasta áratug endurspeglast í nýrri útgáfu Hlutafélagaréttar Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors. Tekið er til aukinnar minnihlutaverndar, meira gagnsæis og reglna um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja. Þá er rakin refsiábyrgð og í glænýjum hluta bókarinnar fjallað um fjármálafyrirtæki og hlutabréfamarkaði.

Skaut sitt fyrsta hreindýr í haust

Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, er menntaður viðskiptafræðingur og hefur alltaf verið heilluð af þeim geira. Hún hefur mikla starfsreynslu innan olíubransans en hennar aðaláhugamál er skógrækt.

Hagvaxtarspáin færð niður

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir komið að viðsnúningi í efnahagslífi Evrópu, en að hagvöxtur í evrulöndunum verði hægari en áður hafi verið spáð.

Ríkiskaup semja við Rönning

Ríkiskaup hefur samið við Rönning um kaup á heimilistækjum. Samningurinn tryggir liðlega 850 fyrirtækum og stofnunum á vegum ríkis og sveitarfélaga aðgang að heimilistækjum frá Gorenje.

590 milljóna hagnaður hjá MP Banka

Rekstur MP banka hefur gengið vel í ár og á fyrstu níu mánuðum ársins hefur bankinn skilað 590 milljón króna hagnaði eftir skatta.

Safnað fyrir fyrsta tölublaði Neptún

Söfnun fyrir fyrstu prentun hins nýja tímarits Neptún hófst á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund. Neptún er nýtt íslenskt tímarit sem fjallar um myndlist, hönnun og arkitektúr.

Skrifað undir áframhaldandi rekstur í Kveikjunni

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, skrifuðu undir áframhaldandi samstarfssamning við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um rekstur á frumkvöðlasetrinu Kveikjunni í dag.

Landsbókasafn semur við Opin kerfi

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hefur samið við Opin kerfi um kaup á tveimur nýjum háhraða diskastæðum til að hýsa afrit af öllu íslenska internetinu.

Vilja fá 913 milljónir auk vaxta vegna brota

Vodafone vill að Síminn endurgreiði oftekin lúkningargjöld á árunum 2001 til 2007. Bótakrafa með vöxtum gæti farið yfir einn og hálfan milljarð króna. Síminn, sem tekur til varna, er sagður hafa játað sök með sátt við Samkeppniseftirlitið.

Laugarásbíó situr eitt að kókinu

Sambíóin bjóða nú upp á gosdrykki frá Ölgerðinni. Með samstarfinu er aðeins eitt kvikmyndahús eftir á höfuðborgarsvæðinu sem selur Coca-Cola.

Auglýsingar byrja á Instagram

Auglýsingar verða nú sýnilegar í forritinu Instagram og munu þær þekkjast á því að yfir þeim stendur "Sponsored“. Allir notendur forritsins mun sjá auglýsingarnar.

Honda eykur hagnað um 46%

Honda selur nú 4 milljónir bíla á ári en ætlar að selja 6 milljónir bíla árið 2017.

Vilhjálmur aflar gagna í Héraðsdómi

Aðalmeðferð í máli sem Vilhjálmur Bjarnason, fjárfestir og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, höfðaði gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Fleiri konur þýðir hærri ávöxtun

Ávöxtun hlutabréfa fyrirtækja er hærri ef fleiri konur eru í stjórn þeirra. Þetta kemur fram í rannsókn sem Robert Næss, fjárfestingarstjóri hjá Nordea Investment Management í Noregi framkvæmdi.

Byggðastofnun hefur selt 46 eignir frá 2009

Byggðastofnun á nú 25 fasteignir um land allt sem fengist hafa við gjaldþrot eða nauðungarsölu. Þingmaður vill láta skoða hvort gefa megi Breiðdalshreppi eina eign stofnunarinnar, en slíkt hefur ekki tíðkast hingað til að sögn talsmanns Byggðastofnunar.

Viðsnúningur í fjárhagsaðstoð

21 fleiri heimili þáðu fjárhagsaðstoð árið 2012 en árið 2011. Frá árinu 2007 til 2011 fjölgaði aftur á móti heimilum sem þáðu fjárhagsaðstoð að jafnaði um 860 á ári.

Statoil borar nyrstu brunna Norðurslóða

Tvær holur sem norska ríkisolíufélagið Statoil borar í vor í Barentshafi á svokölluðu Hoop-svæði, um 350 kílómetra norðan Hammerfest, verða nyrstu olíubrunnar á jörðinni til þessa.

Útgáfudögum DV fækkar

Blaðið mun frá og með desember koma út sem vikublað á þriðjudögum og sem helgarblað.

Sjá næstu 50 fréttir