Viðskipti innlent

TM Software bætir við sig 11 starfsmönnum

Það er fjöldi nýrra starfsmanna hjá TM Software.
Það er fjöldi nýrra starfsmanna hjá TM Software. Mynd/TM Software
Mikill vöxtur er hjá hugbúnaðarfélaginu TM Software en það bætti við sig 11 nýjum starfsmönnum á dögunum. Í heild hefur félagið bætt við sig 20 nýjum starfsmönnum á árinu. Um er að ræða starfsfólk sem kemur að flestum þáttum hugbúnarframleiðslu og markaðsetningu hugbúnaðarlausna. Nú starfa 100 manns hjá félaginu.

Ágúst Einarsson framkvæmdastjóri TM Software segir að tekjur félagsins hafi vaxið umfram væntingar fyrstu þrjá ársfjórðunga 2013. „Mikil eftirspurn er eftir lausnum félagsins. Af því leiðir að það hefur bætt við sig miklum fjölda starfsmanna og í raun sér ekki fyrir endann á þessum góða vexti, hér á bæði við sölu á vörum og þekkingu fyrirtækisins innlands sem erlendis,“ segir Ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×