590 milljóna hagnaður hjá MP Banka Jón Július Karlsson skrifar 5. nóvember 2013 16:19 MP banki í Borgartúni. Mynd/Arnaldur Rekstur MP banka hefur gengið vel í ár og á fyrstu níu mánuðum ársins hefur bankinn skilað 590 milljón króna hagnaði eftir skatta. Það er aukning ef borið er saman við síðasta ár þegar bankinn skilaði 372 milljónum í hagnað á sama tímabili. Hagnaður fyrir tekju- og bankaskatt nam 501 milljón króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. Fjárfestingatekjur og hlutdeildartekjur voru lægri á fyrstu níu mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Vaxtatekjur voru eilítið lægri og þóknanatekjur 23% hærri. Hlutfall vaxta- og þóknanatekna hefur því farið hækkandi og námu þær 87% af hreinum rekstrartekjum fyrstu níu mánuði ársins. Rekstrarkostnaður hefur hækkað um 351 milljón króna milli ára eða um 16% sem skýrist einkum af aukinni starfsemi og hærri álögum, en fjársýsluskattur var hækkaður á árinu. Meðalfjöldi stöðugilda móðurfélagsins var 107 í lok september, samanborið við 96 á sama tíma í fyrra.Bankinn vaxið mikið „Þetta uppgjör er til vitnis um góðan árangur mikilvægustu tekjusviða MP banka. Eignastýring bankans hefur skilað viðskiptavinum góðri ávöxtun, hlutdeild miðlunar bankans á verðbréfamarkaði var góð og uppbygging gjaldeyrismiðlunar hefur gengið hraðar er við áttum von á. Frá því við kynntum kjörorð okkar „banki atvinnulífsins“ höfum við kappkostað að veita atvinnulífinu úrvals bankaþjónustu sem byggir á sérþekkingu og færni starfsmanna. Bankinn hefur vaxið mikið á þessum tíma og náð árangri, afkoma hefur verið jákvæð og lausafjár- og eiginfjárstaða er góð. Um leið hafa þóknanatekjur aukist þar sem við höfum unnið vel að því að viðhalda sterkri stöðu bankans á verðbréfamarkaði,“ segir Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka. Heildareignir hafa dregist saman frá áramótum og námu 63 milljörðum króna í lok september. Útlán hafa lítið breyst á tímabilinu og námu 27,2 milljörðum króna. Innlán, að meðtöldum peningamarkaðsinnlánum, námu 45,1 milljörðum króna.Lausafjárstaða áfram sterk Lausafjárstaða bankans er áfram sterk og vel yfir kröfum Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans en bankinn hafði 20,4 milljarða króna í handbæru fé eða ígildi þess við lok tímabilsins. Hlutafé bankans var aukið um 300 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi og nam eigið fé bankans 6,1 milljarði króna í lok þriðja ársfjórðungs. Eiginfjárhlutfall MP banka hefur hækkað frá áramótum og var 14,2% í lok september en lögboðið lágmark er 8%. Allt eigið fé bankans fellur undir eiginfjárþátt A. Hluthafar bankans eru 49 talsins og á enginn einn hluthafi yfir 10% af heildarhlutafé. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Rekstur MP banka hefur gengið vel í ár og á fyrstu níu mánuðum ársins hefur bankinn skilað 590 milljón króna hagnaði eftir skatta. Það er aukning ef borið er saman við síðasta ár þegar bankinn skilaði 372 milljónum í hagnað á sama tímabili. Hagnaður fyrir tekju- og bankaskatt nam 501 milljón króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. Fjárfestingatekjur og hlutdeildartekjur voru lægri á fyrstu níu mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Vaxtatekjur voru eilítið lægri og þóknanatekjur 23% hærri. Hlutfall vaxta- og þóknanatekna hefur því farið hækkandi og námu þær 87% af hreinum rekstrartekjum fyrstu níu mánuði ársins. Rekstrarkostnaður hefur hækkað um 351 milljón króna milli ára eða um 16% sem skýrist einkum af aukinni starfsemi og hærri álögum, en fjársýsluskattur var hækkaður á árinu. Meðalfjöldi stöðugilda móðurfélagsins var 107 í lok september, samanborið við 96 á sama tíma í fyrra.Bankinn vaxið mikið „Þetta uppgjör er til vitnis um góðan árangur mikilvægustu tekjusviða MP banka. Eignastýring bankans hefur skilað viðskiptavinum góðri ávöxtun, hlutdeild miðlunar bankans á verðbréfamarkaði var góð og uppbygging gjaldeyrismiðlunar hefur gengið hraðar er við áttum von á. Frá því við kynntum kjörorð okkar „banki atvinnulífsins“ höfum við kappkostað að veita atvinnulífinu úrvals bankaþjónustu sem byggir á sérþekkingu og færni starfsmanna. Bankinn hefur vaxið mikið á þessum tíma og náð árangri, afkoma hefur verið jákvæð og lausafjár- og eiginfjárstaða er góð. Um leið hafa þóknanatekjur aukist þar sem við höfum unnið vel að því að viðhalda sterkri stöðu bankans á verðbréfamarkaði,“ segir Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka. Heildareignir hafa dregist saman frá áramótum og námu 63 milljörðum króna í lok september. Útlán hafa lítið breyst á tímabilinu og námu 27,2 milljörðum króna. Innlán, að meðtöldum peningamarkaðsinnlánum, námu 45,1 milljörðum króna.Lausafjárstaða áfram sterk Lausafjárstaða bankans er áfram sterk og vel yfir kröfum Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans en bankinn hafði 20,4 milljarða króna í handbæru fé eða ígildi þess við lok tímabilsins. Hlutafé bankans var aukið um 300 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi og nam eigið fé bankans 6,1 milljarði króna í lok þriðja ársfjórðungs. Eiginfjárhlutfall MP banka hefur hækkað frá áramótum og var 14,2% í lok september en lögboðið lágmark er 8%. Allt eigið fé bankans fellur undir eiginfjárþátt A. Hluthafar bankans eru 49 talsins og á enginn einn hluthafi yfir 10% af heildarhlutafé.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira