590 milljóna hagnaður hjá MP Banka Jón Július Karlsson skrifar 5. nóvember 2013 16:19 MP banki í Borgartúni. Mynd/Arnaldur Rekstur MP banka hefur gengið vel í ár og á fyrstu níu mánuðum ársins hefur bankinn skilað 590 milljón króna hagnaði eftir skatta. Það er aukning ef borið er saman við síðasta ár þegar bankinn skilaði 372 milljónum í hagnað á sama tímabili. Hagnaður fyrir tekju- og bankaskatt nam 501 milljón króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. Fjárfestingatekjur og hlutdeildartekjur voru lægri á fyrstu níu mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Vaxtatekjur voru eilítið lægri og þóknanatekjur 23% hærri. Hlutfall vaxta- og þóknanatekna hefur því farið hækkandi og námu þær 87% af hreinum rekstrartekjum fyrstu níu mánuði ársins. Rekstrarkostnaður hefur hækkað um 351 milljón króna milli ára eða um 16% sem skýrist einkum af aukinni starfsemi og hærri álögum, en fjársýsluskattur var hækkaður á árinu. Meðalfjöldi stöðugilda móðurfélagsins var 107 í lok september, samanborið við 96 á sama tíma í fyrra.Bankinn vaxið mikið „Þetta uppgjör er til vitnis um góðan árangur mikilvægustu tekjusviða MP banka. Eignastýring bankans hefur skilað viðskiptavinum góðri ávöxtun, hlutdeild miðlunar bankans á verðbréfamarkaði var góð og uppbygging gjaldeyrismiðlunar hefur gengið hraðar er við áttum von á. Frá því við kynntum kjörorð okkar „banki atvinnulífsins“ höfum við kappkostað að veita atvinnulífinu úrvals bankaþjónustu sem byggir á sérþekkingu og færni starfsmanna. Bankinn hefur vaxið mikið á þessum tíma og náð árangri, afkoma hefur verið jákvæð og lausafjár- og eiginfjárstaða er góð. Um leið hafa þóknanatekjur aukist þar sem við höfum unnið vel að því að viðhalda sterkri stöðu bankans á verðbréfamarkaði,“ segir Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka. Heildareignir hafa dregist saman frá áramótum og námu 63 milljörðum króna í lok september. Útlán hafa lítið breyst á tímabilinu og námu 27,2 milljörðum króna. Innlán, að meðtöldum peningamarkaðsinnlánum, námu 45,1 milljörðum króna.Lausafjárstaða áfram sterk Lausafjárstaða bankans er áfram sterk og vel yfir kröfum Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans en bankinn hafði 20,4 milljarða króna í handbæru fé eða ígildi þess við lok tímabilsins. Hlutafé bankans var aukið um 300 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi og nam eigið fé bankans 6,1 milljarði króna í lok þriðja ársfjórðungs. Eiginfjárhlutfall MP banka hefur hækkað frá áramótum og var 14,2% í lok september en lögboðið lágmark er 8%. Allt eigið fé bankans fellur undir eiginfjárþátt A. Hluthafar bankans eru 49 talsins og á enginn einn hluthafi yfir 10% af heildarhlutafé. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Rekstur MP banka hefur gengið vel í ár og á fyrstu níu mánuðum ársins hefur bankinn skilað 590 milljón króna hagnaði eftir skatta. Það er aukning ef borið er saman við síðasta ár þegar bankinn skilaði 372 milljónum í hagnað á sama tímabili. Hagnaður fyrir tekju- og bankaskatt nam 501 milljón króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. Fjárfestingatekjur og hlutdeildartekjur voru lægri á fyrstu níu mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Vaxtatekjur voru eilítið lægri og þóknanatekjur 23% hærri. Hlutfall vaxta- og þóknanatekna hefur því farið hækkandi og námu þær 87% af hreinum rekstrartekjum fyrstu níu mánuði ársins. Rekstrarkostnaður hefur hækkað um 351 milljón króna milli ára eða um 16% sem skýrist einkum af aukinni starfsemi og hærri álögum, en fjársýsluskattur var hækkaður á árinu. Meðalfjöldi stöðugilda móðurfélagsins var 107 í lok september, samanborið við 96 á sama tíma í fyrra.Bankinn vaxið mikið „Þetta uppgjör er til vitnis um góðan árangur mikilvægustu tekjusviða MP banka. Eignastýring bankans hefur skilað viðskiptavinum góðri ávöxtun, hlutdeild miðlunar bankans á verðbréfamarkaði var góð og uppbygging gjaldeyrismiðlunar hefur gengið hraðar er við áttum von á. Frá því við kynntum kjörorð okkar „banki atvinnulífsins“ höfum við kappkostað að veita atvinnulífinu úrvals bankaþjónustu sem byggir á sérþekkingu og færni starfsmanna. Bankinn hefur vaxið mikið á þessum tíma og náð árangri, afkoma hefur verið jákvæð og lausafjár- og eiginfjárstaða er góð. Um leið hafa þóknanatekjur aukist þar sem við höfum unnið vel að því að viðhalda sterkri stöðu bankans á verðbréfamarkaði,“ segir Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka. Heildareignir hafa dregist saman frá áramótum og námu 63 milljörðum króna í lok september. Útlán hafa lítið breyst á tímabilinu og námu 27,2 milljörðum króna. Innlán, að meðtöldum peningamarkaðsinnlánum, námu 45,1 milljörðum króna.Lausafjárstaða áfram sterk Lausafjárstaða bankans er áfram sterk og vel yfir kröfum Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans en bankinn hafði 20,4 milljarða króna í handbæru fé eða ígildi þess við lok tímabilsins. Hlutafé bankans var aukið um 300 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi og nam eigið fé bankans 6,1 milljarði króna í lok þriðja ársfjórðungs. Eiginfjárhlutfall MP banka hefur hækkað frá áramótum og var 14,2% í lok september en lögboðið lágmark er 8%. Allt eigið fé bankans fellur undir eiginfjárþátt A. Hluthafar bankans eru 49 talsins og á enginn einn hluthafi yfir 10% af heildarhlutafé.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira