Stíga varlega til jarðar þrátt fyrir methagnað Haraldur Guðmundsson skrifar 6. nóvember 2013 08:40 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir mikilvægt að stöðugleiki ríki í almennu rekstrarumhverfi fyrirtækja og uppbyggingu ferðaþjónustu hér á landi. Fréttablaðið/Vilhelm. Icelandair Group skilaði besta ársfjórðungsuppgjöri í sögu félagsins á þriðja fjórðungi þessa árs. Hagnaður félagsins var þá 65,3 milljónir dala, eða um 7,8 milljarðar íslenskra króna. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir áherslu félagsins á innri vöxt eiga stóran þátt í góðri afkomu þess. „Við höfum ekki keypt nein önnur félög á undanförnum árum heldur lagt áherslu á innri vöxt. Því erum við afskaplega sátt við þessa niðurstöðu hvað reksturinn varðar en það er í sjálfu sér ekkert gefið til lengri tíma litið. Ég hef sagt að við þurfum að stíga varlega til jarðar og það verður ekki gert með því að hleypa rekstrarkostnaði upp í loft,“ segir Björgólfur og útskýrir að félagið þurfi að fara varlega þegar kemur að rekstrarþáttum eins og launahækkunum.Ferðum fjölgi um átján prósent Þessi innri vöxtur, sem Björgólfur talar um, tengist að miklu leyti flugáætlun Icelandair sem er stærsta fyrirtækið innan Icelandair Group. Icelandair tilkynnti nýverið að flugáætlun fyrirtækisins fyrir næsta ár verði sú umfangsmesta í sögu þess og að ferðum muni fjölga um átján prósent milli áranna 2013 og 2014. Fyrirtækið hefur í hyggju að bæta þremur nýjum áfangastöðum við áætlunina og fjölga ferðum til ýmissa borga. „Við höfum bætt við nýjum leiðum bæði til Bandaríkjanna og Evrópu og fjölgað ferðum á marga aðra áfangastaði. Þessi áhersla á innri vöxt tengist einnig verkefnum sem fyrirtæki okkar hafa staðið að í innlendri ferðaþjónustu. Þar er bæði um að ræða hótelin okkar og ferðaskipuleggjendur eins og Iceland Travel.“ Björgólfur segir að hann búist við áframhaldandi vexti Icelandair og nefnir þar sérstaklega aukin tækifæri í ferðum yfir Norður-Atlantshaf. „Þar er reyndar mjög harður samkeppnismarkaður þar sem við erum að keppa við mjög stóra aðila. En við höfum einbeitt okkur sérstaklega að þessum ferðum á milli Evrópu og Ameríku og séð tækifæri í því að viðskiptavinir okkar sem fara yfir Norður-Atlantshaf, og þurfa að millilenda á ferðum sínum, geti ferðast á milli staða á skemmri tíma vegna þess hversu stuttan tíma millilendingin í Keflavík tekur.“Nýjar vélar afhentar 2018 Stjórnendur Icelandair munu að sögn Björgólfs fjölga farþegavélum fyrirtækisins á næsta ári með kaupum á notuðum vélum. Þá verður fyrirtækið búið að bæta tíu farþegavélum við flota sinn frá árinu 2008. Icelandair Group og bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing undirrituðu að auki viljayfirlýsingu í desember á síðasta ári um kaup á sextán Boeing 737 MAX-flugvélum. Heildarverðmæti vélanna er samkvæmt listaverði Boeing um 1,6 milljarðar Bandaríkjadala, eða um 195 milljarðar íslenskra króna. Fyrstu vélarnar verða afhentar árið 2018. Spurður hvort nýju vélarnar komi ekki of seint í ljósi aukinna umsvifa Icelandair segir Björgólfur að það sé alltaf hægt að velta þeirri spurningu upp hvort vélarnar hefðu átt að koma fyrr. „Niðurstaðan er hins vegar þessi og það fellur vel að stefnu okkar að gera þetta svona. Við sjáum góð tækifæri með þessum vélum. Þær búa yfir nýjustu tækni og aukinni hagkvæmni þegar kemur að eldsneytiseyðslu. En ég hef einnig bent á að eldri vélarnar okkar séu mjög góðar fyrir leiðakerfið enda eru þær langdrægar og drífa þangað sem nýju vélarnar ná ekki,“ segir Björgólfur.Þjálfunarsetur í Hafnarfirði Fjárfestingar í tengslum við aukin umsvif Icelandair ná ekki einungis til kaupa á nýjum flugvélum því fyrirtækið sótti í september síðastliðnum um sextán þúsund fermetra lóð í Selhrauni í Vallahverfi í Hafnarfirði. Í umsókn Icelandair kemur fram að fyrirtækið vilji reisa þar byggingu undir skrifstofur, kennslusetur og flugherma. Fyrirtækið hafði nokkrum vikum áður undirritað samning við bandaríska fyrirtækið Opinicus um rekstur flughermis fyrir Boeing 757-þotur á Íslandi. „Við erum búin að skoða það mjög lengi að koma upp þjálfunaraðstöðu hvað varðar flugtengda starfsemi samstæðunnar, sem í þessu tilviki lýtur að þjálfun flugmanna, flugfreyja og flugþjóna. Þessi tiltekni staður var valinn því að við sáum að meirihluti áhafnar okkar er búsettur á höfuðborgarsvæðinu og Hafnarfjörður er auðvitað einnig í ákveðinni nálægð við Keflavík. Staðsetningin er því góð frá rekstrarsjónarmiði.“Stöðugleikinn mikilvægur Björgólfur undirstrikar hversu mikilvægt það sé að hans mati að hér ríki stöðugleiki þegar kemur að almennu rekstrarumhverfi fyrirtækja og uppbyggingu innlendrar ferðaþjónustu. „Við erum auðvitað íslenskt félag þó við séum fyrst og síðast að sækja tekjur út fyrir landsteinana. Efnahagsumhverfið á Íslandi hefur því áhrif á framtíð okkar og framtíð ferðaþjónustunnar. Það er mjög óþægilegt fyrir félag eins og okkar að vinna í umhverfi gjaldeyrishafta og við höfum lagt áherslu á að það þurfi að breytast,“ segir hann. „Varðandi innlendu ferðaþjónustuna hef ég sagt að við þurfum að koma upp einhvers konar gjaldtöku sem á að dekka þá uppbyggingu sem við sjáum að þarf að eiga sér stað á ákveðnum stöðum. Ég hef lagt áherslu á að þau áform sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur kynnt um svokallaðan náttúrupassa, sem á að afla fjárs til uppbyggingar ferðamannastaða, séu eitthvað sem þurfi að komast í framkvæmd sem fyrst. Það væri hins vegar bara einn þáttur í þeirri vinnu sem þyrfti að fara í varðandi stefnumörkun í ferðaþjónustu á landinu.“ Björgólfur segir að hann sé að hluta til hlynntur þeirri hugmynd að erlendir ferðamenn greiði hærra gjald í tengslum við verkefni eins og náttúrupassann. „Ég held að þessi aðferðafræði geti alveg átt rétt á sér. Það kunna að vera rök fyrir því að Íslendingar geti keypt þennan passa í gegnum skattkerfið eða á einhvern annan hátt og að hann gildi þá til lengri tíma og fáist keyptur á lægra verði. Ég held að það verði aldrei sátt um það að Íslendingar, sem ferðast um sitt land, geti ekki verið með annað verðlag á þeim passa,“ segir Björgólfur. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Icelandair Group skilaði besta ársfjórðungsuppgjöri í sögu félagsins á þriðja fjórðungi þessa árs. Hagnaður félagsins var þá 65,3 milljónir dala, eða um 7,8 milljarðar íslenskra króna. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir áherslu félagsins á innri vöxt eiga stóran þátt í góðri afkomu þess. „Við höfum ekki keypt nein önnur félög á undanförnum árum heldur lagt áherslu á innri vöxt. Því erum við afskaplega sátt við þessa niðurstöðu hvað reksturinn varðar en það er í sjálfu sér ekkert gefið til lengri tíma litið. Ég hef sagt að við þurfum að stíga varlega til jarðar og það verður ekki gert með því að hleypa rekstrarkostnaði upp í loft,“ segir Björgólfur og útskýrir að félagið þurfi að fara varlega þegar kemur að rekstrarþáttum eins og launahækkunum.Ferðum fjölgi um átján prósent Þessi innri vöxtur, sem Björgólfur talar um, tengist að miklu leyti flugáætlun Icelandair sem er stærsta fyrirtækið innan Icelandair Group. Icelandair tilkynnti nýverið að flugáætlun fyrirtækisins fyrir næsta ár verði sú umfangsmesta í sögu þess og að ferðum muni fjölga um átján prósent milli áranna 2013 og 2014. Fyrirtækið hefur í hyggju að bæta þremur nýjum áfangastöðum við áætlunina og fjölga ferðum til ýmissa borga. „Við höfum bætt við nýjum leiðum bæði til Bandaríkjanna og Evrópu og fjölgað ferðum á marga aðra áfangastaði. Þessi áhersla á innri vöxt tengist einnig verkefnum sem fyrirtæki okkar hafa staðið að í innlendri ferðaþjónustu. Þar er bæði um að ræða hótelin okkar og ferðaskipuleggjendur eins og Iceland Travel.“ Björgólfur segir að hann búist við áframhaldandi vexti Icelandair og nefnir þar sérstaklega aukin tækifæri í ferðum yfir Norður-Atlantshaf. „Þar er reyndar mjög harður samkeppnismarkaður þar sem við erum að keppa við mjög stóra aðila. En við höfum einbeitt okkur sérstaklega að þessum ferðum á milli Evrópu og Ameríku og séð tækifæri í því að viðskiptavinir okkar sem fara yfir Norður-Atlantshaf, og þurfa að millilenda á ferðum sínum, geti ferðast á milli staða á skemmri tíma vegna þess hversu stuttan tíma millilendingin í Keflavík tekur.“Nýjar vélar afhentar 2018 Stjórnendur Icelandair munu að sögn Björgólfs fjölga farþegavélum fyrirtækisins á næsta ári með kaupum á notuðum vélum. Þá verður fyrirtækið búið að bæta tíu farþegavélum við flota sinn frá árinu 2008. Icelandair Group og bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing undirrituðu að auki viljayfirlýsingu í desember á síðasta ári um kaup á sextán Boeing 737 MAX-flugvélum. Heildarverðmæti vélanna er samkvæmt listaverði Boeing um 1,6 milljarðar Bandaríkjadala, eða um 195 milljarðar íslenskra króna. Fyrstu vélarnar verða afhentar árið 2018. Spurður hvort nýju vélarnar komi ekki of seint í ljósi aukinna umsvifa Icelandair segir Björgólfur að það sé alltaf hægt að velta þeirri spurningu upp hvort vélarnar hefðu átt að koma fyrr. „Niðurstaðan er hins vegar þessi og það fellur vel að stefnu okkar að gera þetta svona. Við sjáum góð tækifæri með þessum vélum. Þær búa yfir nýjustu tækni og aukinni hagkvæmni þegar kemur að eldsneytiseyðslu. En ég hef einnig bent á að eldri vélarnar okkar séu mjög góðar fyrir leiðakerfið enda eru þær langdrægar og drífa þangað sem nýju vélarnar ná ekki,“ segir Björgólfur.Þjálfunarsetur í Hafnarfirði Fjárfestingar í tengslum við aukin umsvif Icelandair ná ekki einungis til kaupa á nýjum flugvélum því fyrirtækið sótti í september síðastliðnum um sextán þúsund fermetra lóð í Selhrauni í Vallahverfi í Hafnarfirði. Í umsókn Icelandair kemur fram að fyrirtækið vilji reisa þar byggingu undir skrifstofur, kennslusetur og flugherma. Fyrirtækið hafði nokkrum vikum áður undirritað samning við bandaríska fyrirtækið Opinicus um rekstur flughermis fyrir Boeing 757-þotur á Íslandi. „Við erum búin að skoða það mjög lengi að koma upp þjálfunaraðstöðu hvað varðar flugtengda starfsemi samstæðunnar, sem í þessu tilviki lýtur að þjálfun flugmanna, flugfreyja og flugþjóna. Þessi tiltekni staður var valinn því að við sáum að meirihluti áhafnar okkar er búsettur á höfuðborgarsvæðinu og Hafnarfjörður er auðvitað einnig í ákveðinni nálægð við Keflavík. Staðsetningin er því góð frá rekstrarsjónarmiði.“Stöðugleikinn mikilvægur Björgólfur undirstrikar hversu mikilvægt það sé að hans mati að hér ríki stöðugleiki þegar kemur að almennu rekstrarumhverfi fyrirtækja og uppbyggingu innlendrar ferðaþjónustu. „Við erum auðvitað íslenskt félag þó við séum fyrst og síðast að sækja tekjur út fyrir landsteinana. Efnahagsumhverfið á Íslandi hefur því áhrif á framtíð okkar og framtíð ferðaþjónustunnar. Það er mjög óþægilegt fyrir félag eins og okkar að vinna í umhverfi gjaldeyrishafta og við höfum lagt áherslu á að það þurfi að breytast,“ segir hann. „Varðandi innlendu ferðaþjónustuna hef ég sagt að við þurfum að koma upp einhvers konar gjaldtöku sem á að dekka þá uppbyggingu sem við sjáum að þarf að eiga sér stað á ákveðnum stöðum. Ég hef lagt áherslu á að þau áform sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur kynnt um svokallaðan náttúrupassa, sem á að afla fjárs til uppbyggingar ferðamannastaða, séu eitthvað sem þurfi að komast í framkvæmd sem fyrst. Það væri hins vegar bara einn þáttur í þeirri vinnu sem þyrfti að fara í varðandi stefnumörkun í ferðaþjónustu á landinu.“ Björgólfur segir að hann sé að hluta til hlynntur þeirri hugmynd að erlendir ferðamenn greiði hærra gjald í tengslum við verkefni eins og náttúrupassann. „Ég held að þessi aðferðafræði geti alveg átt rétt á sér. Það kunna að vera rök fyrir því að Íslendingar geti keypt þennan passa í gegnum skattkerfið eða á einhvern annan hátt og að hann gildi þá til lengri tíma og fáist keyptur á lægra verði. Ég held að það verði aldrei sátt um það að Íslendingar, sem ferðast um sitt land, geti ekki verið með annað verðlag á þeim passa,“ segir Björgólfur.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira