Skaut sitt fyrsta hreindýr í haust Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2013 07:00 Margrét Guðmundsdóttir segir að viðskiptafræðin hafi alltaf hafa heillað hana. Fréttablaðið/Vilhelm Margrét Guðmundsdóttir hefur verið forstjóri Icepharma í átta ár og er stjórnarformaður N1. Fyrirtækið Icepharma flytur inn lyf og vörur fyrir heilbrigðiskerfið. „Við erum einnig umboðsaðili Nike á Íslandi og við teljum okkur vera lýðheilsufyrirtæki,“ segir Margrét. Hún er viðskiptafræðingur og er gift Lúðvíg Lárussyni sálfræðingi og saman eiga þau tvö börn; eina dóttur, sem einnig er viðskiptafræðingur og son, sem er verkfræðingur og býr í Kaupmannahöfn. Hún á einnig eitt lítið barnabarn. Í fjölskyldu hennar eru margir viðskiptafræðimenntaðir. „Dóttir mín er viðskiptafræðingur og bæði tengdabörnin eru viðskiptafræðingar. Sonurinn er verkfræðingur svo það bætir þetta aðeins. Eiginmaðurinn er svo sálfræðingur og hann hjálpar okkur öllum í gegnum þetta,“ segir Margrét hlæjandi. Spurð hvort viðskiptafræðin hafi alltaf heillað segir hún: „Faðir minn rak fyrirtæki. Ég fór í Versló og svo beint þaðan í viðskiptafræðina hérna heima. Það var aldrei nein spurning hjá mér og mér fannst alveg ótrúlega heillandi að vera innan þessa geira.“ Stærsta áhugamál Margrétar er skógrækt. „Ég er skógarbóndi og rækta skóg vestur á Snæfellsnesi. Nánar tiltekið á Skógarströnd. Þetta er stór jörð og þar er fjölskyldan í þessari ræktun.“ Hún braut svo blað í eigin sögu og fór á hreindýraveiðar í haust. „Þannig að ég er búin að ná mínu fyrsta hreindýri og það fannst mér mikið afrek.“ Margrét hefur mikla reynslu af olíubransanum og vann í honum í fimmtán ár. „Ég var búin að vinna í olíubransanum í fimmtán ár eftir að ég tók mastersgráðuna í Kaupmannahöfn. Ég var framkvæmdastjóri hjá Q8 í Kaupmannahöfn í níu ár og var síðan framkvæmdastjóri hjá Skeljungi í níu ár. Það skýrir hvers vegna ég er stjórnarformaður N1. Ég ætlaði aldrei að fara á þessa braut, en þetta er búið að vera ótrúlega spennandi og það er mjög gaman að koma til baka sem stjórnarformaður N1,“ segir Margrét. Margrét hefur tekið þátt í samráðsvettvangi fyrir framtíð Íslands, sem upp kom í kjölfar McKinsey-skýrslunnar um íslenskt atvinnulíf og hvað þyrfti að gera til að auka samkeppnishæfi Íslands. Hún var formaður Félags atvinnurekenda í fjögur ár og er búin að vera forseti Evrópusamtaka dreifingarfyrirtækja hjúkrunarvara og tækja í tvö ár og er enn í stjórn þeirra samtaka.Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda:Margrét er afskaplega traust og þægileg í samstarfi. Hún er mjög hlý manneskja og á sérlega auðvelt með að skapa jákvætt, skemmtilegt og þægilegt andrúmsloft í kringum sig. Hún er árangursdrifin og veit hvert hún vill fara. Hún treystir samstarfsfólki sínu vel og leggur mikið upp úr sjálfstæði og frumkvæði.“Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri Icepharma:„Margrét er farsæll stjórnandi. Hún býr yfir mikilli færni í mannlegum samskiptum og leggur áherslu á að láta samstarfsfólk sitt njóta sín. Hún er óhrædd við breytingar og leggur mikla áherslu á að setja stefnuna og hvetja fólk til dáða. Ef ég ætti að lýsa Margréti með bara einu orði, myndi ég segja að hún væri skemmtileg. Utan viðskiptalífsins á Margrét sér skemmtilega hressandi áhugamál sem lýsa karakternum vel. Hún er skógræktarbóndi og býflugnaræktandi og veiddi fyrsta hreindýrið sitt í haust. Ég þori ekki að veðja á hvað kemur næst, mögulega munstrar hún sig á hvalveiðibát fyrir næsta tímabil.” Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Margrét Guðmundsdóttir hefur verið forstjóri Icepharma í átta ár og er stjórnarformaður N1. Fyrirtækið Icepharma flytur inn lyf og vörur fyrir heilbrigðiskerfið. „Við erum einnig umboðsaðili Nike á Íslandi og við teljum okkur vera lýðheilsufyrirtæki,“ segir Margrét. Hún er viðskiptafræðingur og er gift Lúðvíg Lárussyni sálfræðingi og saman eiga þau tvö börn; eina dóttur, sem einnig er viðskiptafræðingur og son, sem er verkfræðingur og býr í Kaupmannahöfn. Hún á einnig eitt lítið barnabarn. Í fjölskyldu hennar eru margir viðskiptafræðimenntaðir. „Dóttir mín er viðskiptafræðingur og bæði tengdabörnin eru viðskiptafræðingar. Sonurinn er verkfræðingur svo það bætir þetta aðeins. Eiginmaðurinn er svo sálfræðingur og hann hjálpar okkur öllum í gegnum þetta,“ segir Margrét hlæjandi. Spurð hvort viðskiptafræðin hafi alltaf heillað segir hún: „Faðir minn rak fyrirtæki. Ég fór í Versló og svo beint þaðan í viðskiptafræðina hérna heima. Það var aldrei nein spurning hjá mér og mér fannst alveg ótrúlega heillandi að vera innan þessa geira.“ Stærsta áhugamál Margrétar er skógrækt. „Ég er skógarbóndi og rækta skóg vestur á Snæfellsnesi. Nánar tiltekið á Skógarströnd. Þetta er stór jörð og þar er fjölskyldan í þessari ræktun.“ Hún braut svo blað í eigin sögu og fór á hreindýraveiðar í haust. „Þannig að ég er búin að ná mínu fyrsta hreindýri og það fannst mér mikið afrek.“ Margrét hefur mikla reynslu af olíubransanum og vann í honum í fimmtán ár. „Ég var búin að vinna í olíubransanum í fimmtán ár eftir að ég tók mastersgráðuna í Kaupmannahöfn. Ég var framkvæmdastjóri hjá Q8 í Kaupmannahöfn í níu ár og var síðan framkvæmdastjóri hjá Skeljungi í níu ár. Það skýrir hvers vegna ég er stjórnarformaður N1. Ég ætlaði aldrei að fara á þessa braut, en þetta er búið að vera ótrúlega spennandi og það er mjög gaman að koma til baka sem stjórnarformaður N1,“ segir Margrét. Margrét hefur tekið þátt í samráðsvettvangi fyrir framtíð Íslands, sem upp kom í kjölfar McKinsey-skýrslunnar um íslenskt atvinnulíf og hvað þyrfti að gera til að auka samkeppnishæfi Íslands. Hún var formaður Félags atvinnurekenda í fjögur ár og er búin að vera forseti Evrópusamtaka dreifingarfyrirtækja hjúkrunarvara og tækja í tvö ár og er enn í stjórn þeirra samtaka.Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda:Margrét er afskaplega traust og þægileg í samstarfi. Hún er mjög hlý manneskja og á sérlega auðvelt með að skapa jákvætt, skemmtilegt og þægilegt andrúmsloft í kringum sig. Hún er árangursdrifin og veit hvert hún vill fara. Hún treystir samstarfsfólki sínu vel og leggur mikið upp úr sjálfstæði og frumkvæði.“Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri Icepharma:„Margrét er farsæll stjórnandi. Hún býr yfir mikilli færni í mannlegum samskiptum og leggur áherslu á að láta samstarfsfólk sitt njóta sín. Hún er óhrædd við breytingar og leggur mikla áherslu á að setja stefnuna og hvetja fólk til dáða. Ef ég ætti að lýsa Margréti með bara einu orði, myndi ég segja að hún væri skemmtileg. Utan viðskiptalífsins á Margrét sér skemmtilega hressandi áhugamál sem lýsa karakternum vel. Hún er skógræktarbóndi og býflugnaræktandi og veiddi fyrsta hreindýrið sitt í haust. Ég þori ekki að veðja á hvað kemur næst, mögulega munstrar hún sig á hvalveiðibát fyrir næsta tímabil.”
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira