Ólafur taldi viðskiptin góð fyrir bankann Freyr Bjarnason skrifar 5. nóvember 2013 11:21 Hreiðar Már Sigurðsson einn sakborninga, Ólafur Eiríksson hrl., verjandi Sigurðar Einarssonar, sem situr við hlið hans, Þórólfur Jónsson hdl. verjandi Ólafs Ólafssonar og Karl Axelsson hrl., verjandi Magnúsar Guðmundssonar. Mynd/Daníel Aðalmeðferð í Al Thani málinu hélt áfram í morgun. Ólafur Ólafsson, einn hinna ákærðu, gaf skýrslu fyrri dómi. Ólafur átti stóran eignarhlut í Kaupþingi banka á tímanum fyrir hrun en sagðist fyrir dómi í dag hvorki hafa setið í stjórn eða verið starfsmaður bankans. Hann lýsti aðkomu sinni að upphafi viðskiptasambands Kaupþings banka og Sjeiks Mohammed Al Thani sem Ólafur átti milligöngu um. Ólafur sagðist ekki hafa átt að njóta neins hagnaðar af viðskiptunum og aldrei hafi komið til tals að njóta yfirráða arðs eða vaxta af þeim. Ólafur hafi á þessum tíma ekki séð neina áhættu fyrir bankann samfara þessum viðskiptum og taldi viðskiptin góð fyrir bankann. Ólafur sagðist hafa stofnað fjárfestingafélag með Al Thani sem átti að fara í margvíslegar fjárfestingar og á þeim tíma hafi bankanum þótt áhugavert að eiga viðskipti í Katar. Málið snýst um einkahlutafélag í eigu Sjeik Mohammed Al Thani keypti um 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi, í lok september 2008. Kaupþing fjármagnaði kaupin að fullu en Al Thani skrifaði undir 12,5 milljarða króna sjálfskuldarábyrgð. Sérstakur saksóknari vill meina að hér hafi verið um sýndarviðskipti að ræða til að blekkja markaðinn og um leið styrkja stöðu Kaupþings. Því hafna sakborningar í málinu, en ásamt Ólafi eru ákærðir þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson fyrir markaðsmisnotkun, umboðssvik, hylmingu og peningaþvætti. Skýrslutöku af Ólafi lauk klukkan rétt rúmlega ellefu í morgun en því næst verða teknar skýrslur af vitnum en yfir 50 vitni hafa verið boðuð fyrir dóminn við aðalmeðferðina sem gert er ráð fyrir að standi yfir í tæpar tvær vikur. Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Aðalmeðferð í Al Thani málinu hélt áfram í morgun. Ólafur Ólafsson, einn hinna ákærðu, gaf skýrslu fyrri dómi. Ólafur átti stóran eignarhlut í Kaupþingi banka á tímanum fyrir hrun en sagðist fyrir dómi í dag hvorki hafa setið í stjórn eða verið starfsmaður bankans. Hann lýsti aðkomu sinni að upphafi viðskiptasambands Kaupþings banka og Sjeiks Mohammed Al Thani sem Ólafur átti milligöngu um. Ólafur sagðist ekki hafa átt að njóta neins hagnaðar af viðskiptunum og aldrei hafi komið til tals að njóta yfirráða arðs eða vaxta af þeim. Ólafur hafi á þessum tíma ekki séð neina áhættu fyrir bankann samfara þessum viðskiptum og taldi viðskiptin góð fyrir bankann. Ólafur sagðist hafa stofnað fjárfestingafélag með Al Thani sem átti að fara í margvíslegar fjárfestingar og á þeim tíma hafi bankanum þótt áhugavert að eiga viðskipti í Katar. Málið snýst um einkahlutafélag í eigu Sjeik Mohammed Al Thani keypti um 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi, í lok september 2008. Kaupþing fjármagnaði kaupin að fullu en Al Thani skrifaði undir 12,5 milljarða króna sjálfskuldarábyrgð. Sérstakur saksóknari vill meina að hér hafi verið um sýndarviðskipti að ræða til að blekkja markaðinn og um leið styrkja stöðu Kaupþings. Því hafna sakborningar í málinu, en ásamt Ólafi eru ákærðir þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson fyrir markaðsmisnotkun, umboðssvik, hylmingu og peningaþvætti. Skýrslutöku af Ólafi lauk klukkan rétt rúmlega ellefu í morgun en því næst verða teknar skýrslur af vitnum en yfir 50 vitni hafa verið boðuð fyrir dóminn við aðalmeðferðina sem gert er ráð fyrir að standi yfir í tæpar tvær vikur.
Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira