Vilja framleiða teiknimyndaseríu á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2013 09:10 Þröstur Bragason mun framleiða stuttmynd um Flopalongs og vonandi þáttaröð í framhaldi af því. Skjáskot af heimasíðu Flopalongs. Fyrirtækið Greene Toys hefur tekið upp samstarf við íslenska teiknimyndagerðamanninn Þröst Bragason um gerð stuttmyndar um „Flopalongs“. Næsta skref verkefnisins er að opna fjáröflunarsíðu á Karolina Fund vefnum til að safna áheitum. Vonast er til að nægjanleg upphæð safnist fyrir til að framleiða stuttmynd sem sýnd verður fjárfestum. Í framhaldi af því verður framleidd sjónvarpssería um spennandi ævintýri Flopalongs. Hægt er að styðja verkefnið hér. „Flopalongs eru hugarfóstur Bandaríkjamannsins John Robert Greene. Markmið þeirra er að fræða börn um dýr í útrýmingarhættu um allan heim með því að tvinna saman ímyndunarafli og raunveruleika. Þegar framleiðsla þáttanna hefst munu 5% af öllum nettótekjum, sjónvarpsframleiðsla og sala varnings tengdum þáttunum, vera gefin til náttúruverndarsamtaka,“ segir í tilkynningu. Þröstur segir lengi hafa staðið til að framleiða teiknimynd um Flopalongs en ekki hafi orðið af því vegna anna. „Við ákváðum að kýla á þetta núna, gera teiknimynd og sjá hvað verður úr því,“ segir Þröstur. Stefnt er á að framleiða efnið á Íslandi. Þröstur lærði teiknimyndagerð í Flórída í Bandaríkjunum 2001-2003 og segist aðspurður hafa verið með annan eða báða fæturna í teiknimyndagerð síðan. Í upprunalegu teiknimyndasögunni gerist Flopalongs sagan á eyju sem er í eigu Gergs, en hann er samviskulaus illvirki sem misnotar allar þær náttúruauðlindir sem hann kemst í. Hann hefur komið sér upp einkadýragarði og í honum eru helstu karakterar þáttanna. Drekinn Igbot sleppur úr prísundinni og fær ofurkrafta frá dularfullum loftsteini, en þeim kröftum deilir Igbot með hinum dýrunum í dýragarðinum. Þannig hefst barátta þeirra við Gerg og hans fylgimenn, en lokamarkmiðið er að bjarga öðrum dýrategundum sem eru í útrýmingarhættu. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Fyrirtækið Greene Toys hefur tekið upp samstarf við íslenska teiknimyndagerðamanninn Þröst Bragason um gerð stuttmyndar um „Flopalongs“. Næsta skref verkefnisins er að opna fjáröflunarsíðu á Karolina Fund vefnum til að safna áheitum. Vonast er til að nægjanleg upphæð safnist fyrir til að framleiða stuttmynd sem sýnd verður fjárfestum. Í framhaldi af því verður framleidd sjónvarpssería um spennandi ævintýri Flopalongs. Hægt er að styðja verkefnið hér. „Flopalongs eru hugarfóstur Bandaríkjamannsins John Robert Greene. Markmið þeirra er að fræða börn um dýr í útrýmingarhættu um allan heim með því að tvinna saman ímyndunarafli og raunveruleika. Þegar framleiðsla þáttanna hefst munu 5% af öllum nettótekjum, sjónvarpsframleiðsla og sala varnings tengdum þáttunum, vera gefin til náttúruverndarsamtaka,“ segir í tilkynningu. Þröstur segir lengi hafa staðið til að framleiða teiknimynd um Flopalongs en ekki hafi orðið af því vegna anna. „Við ákváðum að kýla á þetta núna, gera teiknimynd og sjá hvað verður úr því,“ segir Þröstur. Stefnt er á að framleiða efnið á Íslandi. Þröstur lærði teiknimyndagerð í Flórída í Bandaríkjunum 2001-2003 og segist aðspurður hafa verið með annan eða báða fæturna í teiknimyndagerð síðan. Í upprunalegu teiknimyndasögunni gerist Flopalongs sagan á eyju sem er í eigu Gergs, en hann er samviskulaus illvirki sem misnotar allar þær náttúruauðlindir sem hann kemst í. Hann hefur komið sér upp einkadýragarði og í honum eru helstu karakterar þáttanna. Drekinn Igbot sleppur úr prísundinni og fær ofurkrafta frá dularfullum loftsteini, en þeim kröftum deilir Igbot með hinum dýrunum í dýragarðinum. Þannig hefst barátta þeirra við Gerg og hans fylgimenn, en lokamarkmiðið er að bjarga öðrum dýrategundum sem eru í útrýmingarhættu.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira