Viðskipti innlent

Skrifað undir áframhaldandi rekstur í Kveikjunni

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, Sigríður Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ og Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, Sigríður Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ og Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar. Mynd/Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, skrifuðu undir áframhaldandi samstarfssamning við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um rekstur á frumkvöðlasetrinu Kveikjunni í dag.

Í Kveikjunni fá frumkvöðlar aðstöðu til að vinna að þróun viðskiptahugmynda undir leiðsögn sérfræðinga frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

„Frumkvöðlasetrið og frumkvöðlarnir þar hafa með tilvist sinni og sköpunarkrafti haft jákvæð áhrif á bæjarfélagið í heild. Strandgatan og miðbærinn iðar af lífi og má nú finna skapandi smávöruverslanir á hverju götuhorn. Ég vil meina að það sé að miklu leyti frumkvöðlasetrinu að þakka,“ sagði Guðrún Ágústa við undirritun samningsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×