Viðskipti innlent

„Það má kalla þetta mútugreiðslur“

Freyr Bjarnason og Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Sakborningar ásamt verjendum sínum í dómsal og Halldór Bjarkar Lúðvígsson, lykilvitni saksóknara í málinu.
Sakborningar ásamt verjendum sínum í dómsal og Halldór Bjarkar Lúðvígsson, lykilvitni saksóknara í málinu.
„Það má kalla þetta mútur, svona þegar ég horfi á strúktúrinn eftir á,“ sagði Halldór Bjarkar Lúðvígsson, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækjasviðs Kaupþings, sem hélt áfram að svara spurningum í aðalmeðferð Al Thani málsins þegar verjendur tóku við af saksóknara eftir hlé í morgun.

Umræða var um fyrirframgreiddan hagnað sem Sjeik Mohammed Al Thani fékk, en Halldór sagði að sér hefði fundist sú greiðsla sérkennileg. Hann ítrekaði margoft að orð hans um múturgreiðsur, eða „kickback“ eins og það var orðað væru hans eigin getgátur þegar hann skoðaði málið eftir á.

Halldór var handtekinn vorið 2009 og fékk réttarstöðu sakbornings í málinu. Hins vegar var réttarstöðu hans breytt síðar og þegar embætti sérstaks saksóknara taldi sig vera komið með skýrari sín á málið og fékk Halldór þá réttarstöðu vitnis. Hann hefur veitt embættinu upplýsingar og er nú talinn eitt lykilvitna saksóknara í málinu.


Tengdar fréttir

Ólafur vísaði sýndarviðskiptum á bug

Skýrslutaka yfir Ólafi Ólafssyni fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun í Al-Thani-málinu. Hann sagði skelfilegt að sitja undir áburði um sýndarviðskipti.

Aðalmeðferð í Al Thani málinu

Þrír af fjórum sakborningum, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson, báru vitni í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×