Al Thani greiddi þrotabúi Kaupþings 3,5 milljarða Hjörtur Hjartarson skrifar 4. nóvember 2013 14:27 Hreiðar Már svaraði spurningum saksóknara. Mynd/Daníel Þriggja tíma skýrslutöku yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur nú á öðrum tímanum. Aðalmeðferð í Al Thani málinu svokallaða hófst í morgun, en ásamt Hreiðari eru Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson ákærðir fyrir meðal annars markaðsmisnotkun. Áætlað var að ljúka skýrslutöku yfir fjórmenningunum í dag en ljóst þykir að ekki gefst tími til þess. Meðal þess sem saksóknari spurði Hreiðar Má var hvers vegna 13 milljarða króna lán til Gerland, félags Ólafs Ólafssonar, fór ekki fyrir lánanefnd auk þess sem önnur vandkvæði voru við afgreiðslu lánsins. Hreiðar Már sagði ástæðuna vera þá að þeir starfsmenn sem komu að afgreiðslu lánsins hafi einfaldlega gert mistök. Sjálfur hafi hann ekki gefið nein fyrirmæli um að lánið yrði afgreitt með þeim hætti. Þá var Hreiðar spurður hvort hann hafi gefið þau fyrirmæli að aðkomu Ólafs að viðskiptunum við Al Thani færu leynt, því hafnaði hann.Staða Kaupþings betri vegna viðskipta bankans við Al Thani Björn Þorvaldsson, saksóknari í málinu, fór ítarlega yfir alla ákæruliðina yfir Hreiðari sem svaraði spurningum hans í rúmlega tvær klukkustundir. Sjálfur bar Hreiðar fram nokkrar spurningar til saksóknara. Meðal annars þá hvort staða Kaupþings væri ekki betri vegna viðskiptanna við Al Thani. Saksóknari benti þá á að Kaupþing hefði fallið tveimur vikum síðar en viðurkenndi þó að þrotabú bankans hefði notið góðs af þessum viðskiptum. Slitastjórn Kaupþings komst að samkomulagi við Al Thani um heildaruppgjör án þess að frá því væri frekar greint. Fram kom hinsvegar í framburði Hreiðars í morgun að katarski fjárfestinn hafi greitt slitastjórninni 3,5 milljarða króna. Skömmu síðar krafðist Hreiðar einnig svara hjá saksóknara um hvort hann gerði sér ekki grein fyrir því að ákæran gegn honum væri röng. Margítrekaði Hreiðar spurningu sína án þess að saksóknari svaraði. Á endanum benti dómari Hreiðari á að hans hlutverk væri að svara spurningum saksóknara en ekki öfugt. Skýrslutakan yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnaformanns Kaupþings, er nú hafin. Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Al-Thani málinu að hefjast Um fimmtíu vitni hafa verið boðuð til að mæta fyrir dóm í málinu. 4. nóvember 2013 08:52 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Þriggja tíma skýrslutöku yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur nú á öðrum tímanum. Aðalmeðferð í Al Thani málinu svokallaða hófst í morgun, en ásamt Hreiðari eru Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson ákærðir fyrir meðal annars markaðsmisnotkun. Áætlað var að ljúka skýrslutöku yfir fjórmenningunum í dag en ljóst þykir að ekki gefst tími til þess. Meðal þess sem saksóknari spurði Hreiðar Má var hvers vegna 13 milljarða króna lán til Gerland, félags Ólafs Ólafssonar, fór ekki fyrir lánanefnd auk þess sem önnur vandkvæði voru við afgreiðslu lánsins. Hreiðar Már sagði ástæðuna vera þá að þeir starfsmenn sem komu að afgreiðslu lánsins hafi einfaldlega gert mistök. Sjálfur hafi hann ekki gefið nein fyrirmæli um að lánið yrði afgreitt með þeim hætti. Þá var Hreiðar spurður hvort hann hafi gefið þau fyrirmæli að aðkomu Ólafs að viðskiptunum við Al Thani færu leynt, því hafnaði hann.Staða Kaupþings betri vegna viðskipta bankans við Al Thani Björn Þorvaldsson, saksóknari í málinu, fór ítarlega yfir alla ákæruliðina yfir Hreiðari sem svaraði spurningum hans í rúmlega tvær klukkustundir. Sjálfur bar Hreiðar fram nokkrar spurningar til saksóknara. Meðal annars þá hvort staða Kaupþings væri ekki betri vegna viðskiptanna við Al Thani. Saksóknari benti þá á að Kaupþing hefði fallið tveimur vikum síðar en viðurkenndi þó að þrotabú bankans hefði notið góðs af þessum viðskiptum. Slitastjórn Kaupþings komst að samkomulagi við Al Thani um heildaruppgjör án þess að frá því væri frekar greint. Fram kom hinsvegar í framburði Hreiðars í morgun að katarski fjárfestinn hafi greitt slitastjórninni 3,5 milljarða króna. Skömmu síðar krafðist Hreiðar einnig svara hjá saksóknara um hvort hann gerði sér ekki grein fyrir því að ákæran gegn honum væri röng. Margítrekaði Hreiðar spurningu sína án þess að saksóknari svaraði. Á endanum benti dómari Hreiðari á að hans hlutverk væri að svara spurningum saksóknara en ekki öfugt. Skýrslutakan yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnaformanns Kaupþings, er nú hafin.
Tengdar fréttir Aðalmeðferð í Al-Thani málinu að hefjast Um fimmtíu vitni hafa verið boðuð til að mæta fyrir dóm í málinu. 4. nóvember 2013 08:52 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Aðalmeðferð í Al-Thani málinu að hefjast Um fimmtíu vitni hafa verið boðuð til að mæta fyrir dóm í málinu. 4. nóvember 2013 08:52