Fleiri fréttir

Varar við annarri heimskreppu

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), segir að deilan um hækkun skuldaþaks ríkissjóðs Bandaríkjanna og útgjaldaheimildir ríkisstofnanna geti leitt af sér nýja heimskreppu.

Þriðjungur vinnuaflsins á atvinnuleysisskrá frá hruni

Frá árinu 2008 til dagsins í dag hefur einn af hverjum þremur vinnandi mönnum á Íslandi komið inn á atvinnuleysisskrá í lengri eða skemmri tíma. Hátt í 20 þúsund manns hafa nýtt vinnumarkaðsúrræði.

Íslenskur ís slær í gegn í London

Lundúnarbúar virðast kunna að meta íslenskan ís ef marka má viðtökurnar sem Kjörís hefur fengið á Hamborgarabúllu Tómasar þar í borg.

Veitingastaður í Vesturbænum

Sótt hefur verið um leyfi til þess að opna veitingastað á Melhaga 20 til 22 í Vesturbæ Reykjavíkur. Það eru fyrirtækin Sæmundur í sparifötunum ehf. og Faxar ehf. sem sóttu um leyfið. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins.

Húsnæðisverð heldur áfram að hækka

Greiningardeild Íslandsbanka spáir hækkandi húsnæðisverði. Hagfræðingur hjá Landsbankanum tekur í sama streng. Verðbóla á fasteignamarkaði sögð ólíkleg.

Björgunarmiðstöð verði á Bjarnarey

Einn helsti áhrifamaður olíugeirans í Norður Noregi hvetur norsk stjórnvöld til að gera Bjarnarey að björgunarmiðstöð vegna olíuleitar í Barentshafi

Norðmenn stokka upp landbúnaðarkerfið

Í stjórnarsáttmála Hægriflokksins og Framfaraflokksins í Noregi eru boðaðar viðamiklar breytingar á landbúnaðarkerfi landsins. Hvergi í heiminum nýtur landbúnaður jafmikils stuðnings. Ísland er í fimmta sæti. Breytingar ekki útlilokaðar hér.

Heitreyktur makríll hlaut gullverðlaun

Norðurlandakeppni í smáframleiðslu matvæla er ný lokið en hún var haldin í Östersund í Svíþjóð. Þar fékk heitreyktur makríll frá Sólskeri á Hornafirði gullverðlaun í flokki heitreykts fisks.

Nýsköpunarverkefnið SignWIki í úrslit EPSA

Nýsköpunarverkefnið SignWiki er komið í úrslit Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna í opinberum rekstri, en SignWiki er þróað af Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.

Easy Jet hefur flug til Basel í Sviss

Breska lággjaldaflugfélagið Easy Jet mun fljúga frá Íslandi til Basel í Sviss tvisvar sinnum í viku og hefjast ferðirnar þann 2. apríl næstkomandi.

Uppgjörin flutt hingað til lands

Kortaþjónustan gerir nú sjálf upp debet- og kreditkort innan landsteinanna, í stað þess að styðjast við danska fyrirtækið Teller.

Aukinnar bjartsýni gætir í kauphöllum

Hlutabréfaverð í evrópskum kauphöllum hafa hækkað lítið eitt í morgun eftir óvissutíð síðustu vikur sem skapast hefur vegna stjórnmálaástandsins í Bandaríkjunum.

Markaðirnir trúa á Janet Yellen

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Janet Yellen sem næsta seðlabankastjóra. Tíðindin höfðu jákvæð áhrif á markaði vestanhafs.

Fékk greitt frá félagi sem hann rannsakaði

Rannsakandi Fjármálaeftirlitsins fékk greitt fyrir að afla viðskipta fyrir Aserta. Forstöðumaður gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands fær ekki að bera vitni þar sem hann veitti sakborningum ráðgjöf um gjaldeyrisviðskipti.

Vinnustaðir verða líkastir flugstöðvum

Einn skipuleggjenda ráðstefnu um vinnustað framtíðarinnar spáir miklum breytingum á vinnuumhverfi stjórnenda og starfsfólks fyrirtækja á komandi árum. Hann segir streituálag og kröfur eiga eftir að aukast.

Nýr sæstrengur til Eyja tekinn í gagnið

Iðnaðarráðherra segist í störfum sínum munu leggja höfuðáherslu á uppbyggingu raforkukerfisins. Leggja þarf streng til viðbótar til Vestmannaeyja innan áratugar.

„Hefnd er ekki ofarlega í mínum huga“

Sérstakur saksóknari dró á mánudag til baka ákæru á hendur Erlendi Magnússyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Glitni, fyrir tíu milljóna króna innherjasvik þegar hann seldi bréf í bankanum í febrúar og mars 2008.

Bjarni með sendinefnd á ársfund AGS

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fer ásamt sendinefnd fjármálaráðuneytisins á ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans.

Fjögurra milljóna risasjónvarp í Hátækni

Verslunin Hátækni tók nýverið til sölu sannkallað risasjónvarpstæki. Um er að ræða LG 84" sjónvarpstæki en til stærðarsamanburðar þá er það eins og fjögur 42" sjónvarpstæki að flatarmáli.

Hundruð milljarða í húfi

Hundruð milljarða afskriftir blasa við fjármálastofnunum ef EFTA-dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að verðtrygging lána hér á landi sé óheimil.

Yellen fulltrúi aukins eftirlits

Jón Daníelsson hagfræðingur segir Janet Yellen fyrst og fremst helsti kandídatinn sem næsti Seðlabankastjóri Bandaríkjanna því henni sé treyst til að fylgja eftir stefnu stjórnarinnar sem er það að auka regluverk og draga úr áhættu á fjármálamörkuðum.

Dansar argentínskan tangó á kvöldin

Svana Helen Björnsdóttir starfar í fullu starfi sem stjórnarformaður Stika en situr á sama tíma í nokkrum stjórnum. Þegar hún er ekki í vinnunni stundar hún jóga og dansar argentínskan tangó við eiginmanninn.

Aukið samstarf fyrirtækja lykillinn

Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, segir meginmarkmið klasasamstarfsins að auka verðmæti þeirra 56 fyrirtækja sem nú tilheyra klasanum með auknu samstarfi þeirra á milli.

Gjaldeyrir nægir ekki til afborgana banka

Litlar breytingar hafa orðið á fjármálastöðugleika landsins síðan í vor. Fjármálakerfið er sagt búa yfir umtalsverðum viðnámsþrótti. Óvissa er tengd slitameðferð föllnu bankanna og áhætta endurfjármögnun í erlendum gjaldmiðlum.

Yellen í Seðlabankann

Fastlega er búist við því að Barack Obama Bandaríkjaforseti tilnefni í dag Janet Yellen sem næsta Seðlabankastjóra Bandaríkjanna.

Brynhildur nýr framkvæmdarstjóri nýsköpunarfyrirtækisins Marinox

Brynhildur Ingvarsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdarstjóri Marinox ehf., framleiðanda UNA skincare húðvörulínunnar. Marinox ehf. er ungt nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í rannsóknum, þróun og framleiðslu á lífvirkum efnum úr sjávarþörungum og afurðum sem innihalda slík efni.

Sjá næstu 50 fréttir