Viðskipti innlent

Veitingastaður í Vesturbænum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Tvö félög hafa sótt um leyfi til þess að opna veitingastað í Vesturbæ Reykjavíkur.
Tvö félög hafa sótt um leyfi til þess að opna veitingastað í Vesturbæ Reykjavíkur. mynd/GVA
Sótt hefur verið um leyfi til þess að opna veitingastað á Melhaga 20 til 22 í Vesturbæ Reykjavíkur. Það eru fyrirtækin Sæmundur í sparifötunum ehf. og Faxar ehf. sem sóttu um leyfið. Þetta kemur fram í frétt Viðskiptablaðsins.

Þar kemur fram að Pétur Marteinsson, segir að það vanti stað í Vesturbænum þar sem hægt verði að fá sér kaffi og morgunmat eftir sundið.

Hann segir hugmyndina vera á algjöru byrjunarstigi. Að baki umsókninni séu félögin Sæmundur á sparifötunum og Faxar ásamt ástvinum og kunningjum sem hafa áhuga á þessu. Sæmundur í sparifötunum er eigandi að KEX hostel á Skúlagötu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×