Þriðjungur vinnuaflsins á atvinnuleysisskrá frá hruni Svavar Hávarðsson skrifar 14. október 2013 07:00 Staðan á vinnumarkaði er sögð mjög viðkvæm og óvíst að árangur sem náðst hefur síðustu ár við að vinna á móti atvinnuleysi sé varanlegur. Vinnumarkaðsaðgerðir séu í eðli sínu tímabundin verkefni. Fréttablaðið/Vilhelm Fjöldi skráninga á atvinnuleysisskrá Vinnumálastofnunar frá ársbyrjun 2008 til dagsins í dag eru um 62 þúsund talsins. Útgreiddar atvinnuleysisbætur á sama tímabili losa 120 milljarða króna, en tugir milljarða hafa runnið til sértækra aðgerða til að styðja við atvinnulausa. Þetta má lesa úr gögnum Vinnumálastofnunar. Einnig að á árinu 2009 komu tæplega 34 þúsund manns við sögu hjá stofnuninni, sem er það mesta sem sést hefur á einu ári. Hér skal hafa hugfast að hér eru allir taldir án tillits til þess í hversu langan tíma viðkomandi var á skrá og hverjar aðstæður viðkomandi voru. Meðal aðgerða stjórnvalda til að sporna við atvinnuleysi var til dæmis upptaka hlutabóta sem heimilaðar voru með lagabreytingu fyrir áramótin 2008. Úrræðið mæltist vel fyrir og nýttist um 13% þeirra sem voru á atvinnuleysisskrá eftir áramótin 2009 þegar atvinnuleysið var hægt og bítandi að ná hæstu hæðum. Runólfur Ágústsson, stjórnarformaður Vinnumálastofnunar, segir fjöldann benda til sveigjanlegs vinnumarkaðar, í fyrsta lagi. Hins vegar að hátt í tuttugu þúsund manns hafi nýtt sér lengri vinnumarkaðsúrræði; niðurgreidd störf og lengri námssamninga. „Úrræðin hafa virkað mjög vel og tappað af kerfinu, ef svo má segja. Fáir sem hafa farið inn í slík verkefni hafa komið til baka á bætur þegar niðurgreiðslu líkur,“ segir Runólfur og bendir á að úrræðin hafi ekki síst nýst ungu fólki. „Okkur hefur tekist að milda mjög áhrif kreppunnar. En þetta er ein skýrasta mynd kreppunnar. Sem hlutfall af vinnumarkaði eru þetta alveg ótrúlega margir.“ Runólfur segir að staðan á vinnumarkaði sé mjög viðkvæm og árangur síðustu ára ekki endilega varanlegan. Vinnumarkaðsaðgerðirnar, hverju nafni sem þær nefnast, séu í eðli sínu skammtímaaðgerðir sem snúast um að troða marvaðann í kreppu. „Það er engin framtíð í því að niðurgreiða störf með almannafé. Þetta má ekki standa lengi því það er óhollt fyrir atvinnulífið að venjast á það að geta fengið hluta sinna starfa greiddan með almannafé. Allt ræðst núna af því að hagvöxtur aukist á fljótt og vel. Ef það kemur ekki til fjárfesting og atvinnulífið fer ekki af stað þá er hætt við að atvinnuleysið geti aukist mjög hratt aftur.“ Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Fleiri fréttir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Sjá meira
Fjöldi skráninga á atvinnuleysisskrá Vinnumálastofnunar frá ársbyrjun 2008 til dagsins í dag eru um 62 þúsund talsins. Útgreiddar atvinnuleysisbætur á sama tímabili losa 120 milljarða króna, en tugir milljarða hafa runnið til sértækra aðgerða til að styðja við atvinnulausa. Þetta má lesa úr gögnum Vinnumálastofnunar. Einnig að á árinu 2009 komu tæplega 34 þúsund manns við sögu hjá stofnuninni, sem er það mesta sem sést hefur á einu ári. Hér skal hafa hugfast að hér eru allir taldir án tillits til þess í hversu langan tíma viðkomandi var á skrá og hverjar aðstæður viðkomandi voru. Meðal aðgerða stjórnvalda til að sporna við atvinnuleysi var til dæmis upptaka hlutabóta sem heimilaðar voru með lagabreytingu fyrir áramótin 2008. Úrræðið mæltist vel fyrir og nýttist um 13% þeirra sem voru á atvinnuleysisskrá eftir áramótin 2009 þegar atvinnuleysið var hægt og bítandi að ná hæstu hæðum. Runólfur Ágústsson, stjórnarformaður Vinnumálastofnunar, segir fjöldann benda til sveigjanlegs vinnumarkaðar, í fyrsta lagi. Hins vegar að hátt í tuttugu þúsund manns hafi nýtt sér lengri vinnumarkaðsúrræði; niðurgreidd störf og lengri námssamninga. „Úrræðin hafa virkað mjög vel og tappað af kerfinu, ef svo má segja. Fáir sem hafa farið inn í slík verkefni hafa komið til baka á bætur þegar niðurgreiðslu líkur,“ segir Runólfur og bendir á að úrræðin hafi ekki síst nýst ungu fólki. „Okkur hefur tekist að milda mjög áhrif kreppunnar. En þetta er ein skýrasta mynd kreppunnar. Sem hlutfall af vinnumarkaði eru þetta alveg ótrúlega margir.“ Runólfur segir að staðan á vinnumarkaði sé mjög viðkvæm og árangur síðustu ára ekki endilega varanlegan. Vinnumarkaðsaðgerðirnar, hverju nafni sem þær nefnast, séu í eðli sínu skammtímaaðgerðir sem snúast um að troða marvaðann í kreppu. „Það er engin framtíð í því að niðurgreiða störf með almannafé. Þetta má ekki standa lengi því það er óhollt fyrir atvinnulífið að venjast á það að geta fengið hluta sinna starfa greiddan með almannafé. Allt ræðst núna af því að hagvöxtur aukist á fljótt og vel. Ef það kemur ekki til fjárfesting og atvinnulífið fer ekki af stað þá er hætt við að atvinnuleysið geti aukist mjög hratt aftur.“
Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Fleiri fréttir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent