Markaðirnir trúa á Janet Yellen Haraldur Guðmundsson skrifar 10. október 2013 08:43 Yellen, sem er 67 ára og hefur setið sem aðstoðarseðlabankastjóri frá árinu 2010, verður fyrst kvenna til að gegna stöðu seðlabankastjóra í hundrað ára sögu bankans. Mynd/AFP. Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu í gær þegar fjölmiðlar greindu frá því að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlaði að tilnefna Janet L. Yellen sem næsta seðlabankastjóra landsins. Dow Jones-vísitalan hækkaði í gær um 0,4 prósent og Standard & Poor’s um 0,2 prósent. Yellen, sem er 67 ára og hefur setið sem aðstoðarseðlabankastjóri frá árinu 2010, verður fyrst kvenna til að gegna stöðu seðlabankastjóra í hundrað ára sögu bankans. Hún tekur við af Ben Bernanke, sem hefur stýrt bankanum frá árinu 2005 og mun láta af störfum í lok janúar á næsta ári. Lengi var talið að Larry Summers, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna og efnahagsráðgjafi Baracks Obama, yrði eftirmaður Bernankes. Hann tilkynnti í sumar að hann ætlaði ekki að sækjast eftir embættinu. Yellen kemur frá Brooklyn í New York og stýrði áður útibúi seðlabankans í San Francisco. Hún er menntaður hagfræðingur og hefur meðal annars kennt við Harvard-háskóla og London School of Economics. Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu í gær þegar fjölmiðlar greindu frá því að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætlaði að tilnefna Janet L. Yellen sem næsta seðlabankastjóra landsins. Dow Jones-vísitalan hækkaði í gær um 0,4 prósent og Standard & Poor’s um 0,2 prósent. Yellen, sem er 67 ára og hefur setið sem aðstoðarseðlabankastjóri frá árinu 2010, verður fyrst kvenna til að gegna stöðu seðlabankastjóra í hundrað ára sögu bankans. Hún tekur við af Ben Bernanke, sem hefur stýrt bankanum frá árinu 2005 og mun láta af störfum í lok janúar á næsta ári. Lengi var talið að Larry Summers, fyrrverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna og efnahagsráðgjafi Baracks Obama, yrði eftirmaður Bernankes. Hann tilkynnti í sumar að hann ætlaði ekki að sækjast eftir embættinu. Yellen kemur frá Brooklyn í New York og stýrði áður útibúi seðlabankans í San Francisco. Hún er menntaður hagfræðingur og hefur meðal annars kennt við Harvard-háskóla og London School of Economics.
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira