Viðskipti innlent

Ölstofan skilaði sex milljóna hagnaði

Haraldur Guðmundsson skrifar
Rekstur Ölstofunnar skilar áfram hagnaði.
Rekstur Ölstofunnar skilar áfram hagnaði. Mynd/Vilhelm.
Um sex milljóna króna hagnaður var af rekstri Ölstofu Kormáks og Skjaldar á síðasta ári. Árið 2011 skilaði reksturinn níu milljóna króna hagnaði og arðgreiðslur námu þremur milljónum króna. Arðgreiðslur árið 2012 námu 4,2 milljónum króna. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu í dag.

Þar segir að eignir félagsins, sem er í eigu Skjaldar Sigurjónssonar og Kormáks Geirharðssonar, nemi alls um 48 milljónum króna og að eigið fé sé jákvætt um tæpar 24 milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×