Viðskipti innlent

Fyrrverandi ráðherra til liðs við Björn Inga

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn umsjónarmaður Menningarpressunnar.

Hefur hann yfirumsjón með umfjöllun um menningu og listir á Pressunni.

„Ég hef lengi haft mikinn áhuga á listum og menningu hverskonar og hlakka því sérstaklega til að geta helgað mig umfjöllun um menninguna í allri sinni breidd,“ er haft eftir Björgvini í tilkynningu.  

Björgvin var alþingismaður fyrir Samfylkinguna árin 2003-2013 og viðskiptaráðherra 2007-2009. Hann er nú varaþingmaður fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×