Húsnæðisverð heldur áfram að hækka Haraldur Guðmundsson skrifar 12. október 2013 07:00 Húsnæðisverð hækkaði um 4,9 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Fréttablaðið/Vilhelm. „Við erum að reikna með því að húsnæðisverð haldi áfram að hækka með svipuðum hætti og það hefur gert,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. Bankinn birti í gær tölur í Morgunkorni sínu sem sýna að húsnæðisverð hér á landi hækkaði um 4,9 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Ingólfur segir hækkunina meðal annars mega rekja til þess að kaupmáttur hefur vaxið, störfum fjölgað og atvinnuleysi minnkað. „Viðsnúningurinn í hagkerfinu sem við fórum að finna fyrir árið 2010 hefur verið að valda þessari hækkun á húsnæðisverði. Þá tók landsframleiðslan við sér og húsnæðisverð fór að hækka að nýju,“ segir hann. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, tekur í sama streng og Ingólfur og segir hækkunina aðallega tengjast þróuninni í hagkerfinu. „Ég hugsa að við eigum eftir að sjá meiri verðhækkanir á íbúðarhúsnæði á næstu árum og þá auðvitað að einhverju leyti í takt við hagsveifluna sem verður vonandi meiri með auknum hagvexti,“ segir Ari. Hann bendir einnig á að byggingarkostnaður hefur hækkað á undanförnum árum. „Hærri byggingarkostnaður þýðir að þegar við förum að selja meira af nýju húsnæði þá verður það dýrara og hefur áhrif á allan markaðinn.“ Þessi þróun á húsnæðisverði hér á landi er önnur en á evru-svæðinu. Samkvæmt tölum hagstofu Evrópusambandsins var verð á íbúðarhúsnæði 2,2 prósentum lægra á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil árið 2012. Á hinum Norðurlöndunum er þróunin svipuð og hér. Húsnæðisverð í Noregi hækkaði um 5,5 prósent á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra og um 4,6 prósent í Svíþjóð Spurður hvort verðbóla á fasteignamarkaði sé í uppsiglingu segir Ingólfur að það séu engin sýnileg merki um slíkt. „Raunverðshækkun íbúðahúsnæðis frá árinu 2010, þegar við náðum botninum, er tiltölulega lítil og raunverð íbúðarhúsnæðis í sögulegu ljósi er ekki hátt,“ segir Ingólfur. Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
„Við erum að reikna með því að húsnæðisverð haldi áfram að hækka með svipuðum hætti og það hefur gert,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. Bankinn birti í gær tölur í Morgunkorni sínu sem sýna að húsnæðisverð hér á landi hækkaði um 4,9 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Ingólfur segir hækkunina meðal annars mega rekja til þess að kaupmáttur hefur vaxið, störfum fjölgað og atvinnuleysi minnkað. „Viðsnúningurinn í hagkerfinu sem við fórum að finna fyrir árið 2010 hefur verið að valda þessari hækkun á húsnæðisverði. Þá tók landsframleiðslan við sér og húsnæðisverð fór að hækka að nýju,“ segir hann. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, tekur í sama streng og Ingólfur og segir hækkunina aðallega tengjast þróuninni í hagkerfinu. „Ég hugsa að við eigum eftir að sjá meiri verðhækkanir á íbúðarhúsnæði á næstu árum og þá auðvitað að einhverju leyti í takt við hagsveifluna sem verður vonandi meiri með auknum hagvexti,“ segir Ari. Hann bendir einnig á að byggingarkostnaður hefur hækkað á undanförnum árum. „Hærri byggingarkostnaður þýðir að þegar við förum að selja meira af nýju húsnæði þá verður það dýrara og hefur áhrif á allan markaðinn.“ Þessi þróun á húsnæðisverði hér á landi er önnur en á evru-svæðinu. Samkvæmt tölum hagstofu Evrópusambandsins var verð á íbúðarhúsnæði 2,2 prósentum lægra á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil árið 2012. Á hinum Norðurlöndunum er þróunin svipuð og hér. Húsnæðisverð í Noregi hækkaði um 5,5 prósent á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra og um 4,6 prósent í Svíþjóð Spurður hvort verðbóla á fasteignamarkaði sé í uppsiglingu segir Ingólfur að það séu engin sýnileg merki um slíkt. „Raunverðshækkun íbúðahúsnæðis frá árinu 2010, þegar við náðum botninum, er tiltölulega lítil og raunverð íbúðarhúsnæðis í sögulegu ljósi er ekki hátt,“ segir Ingólfur.
Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent