Viðskipti innlent

Nýsköpunarverkefnið SignWIki í úrslit EPSA

Samúel Karl Ólason skrifar
SignWiki er táknmálsorðabók.
SignWiki er táknmálsorðabók. Skjáskot af heimasíðu SignWIki
Nýsköpunarverkefnið SignWiki er komið í úrslit Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna í opinberum rekstri, en SignWiki er þróað af Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.

SignWiki bíður upp á aðgang að íslenskri táknmálsorðabók, kennsluefni, æfingum og fræðslugreinum og er notendum  gert kleift að bæta við táknum og efni sem og að breyta og bæta við það sem þegar er á síðunni.

Alls voru 230 verkefni tilnefnd til verðlaunanna, sem eru veitt annað hvert ár, en flestar tilnefninganna komu frá Spáni og voru þær 46. Fimm tilnefningar komu frá Íslandi og er þetta í fyrsta sinn sem íslenskar stofnanir eru meðal þátttakenda.

Íslensk verkefni eru meðal þeirra 47 sem hafa þegar fengið sérstakar viðurkenningar sem framúrskarandi verkefni. SignWiki, Samfélagsmiðlar lögreglunnar og LibroDigital frá Hljóðbókasafni Íslands.

Úrslitin verða kynnt við athöfn í Maastricht í Hollandi í lok nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×