Viðskipti innlent

Easy Jet hefur flug til Basel í Sviss

Samúel Karl Ólason skrifar
EasyJet mun starfrækja fimm flugleiðir frá Íslandi næsta sumar.
EasyJet mun starfrækja fimm flugleiðir frá Íslandi næsta sumar. Mynd/Getty images
Breska lággjaldaflugfélagið Easy Jet mun fljúga frá Íslandi til Basel í Sviss tvisvar sinnum í viku og hefjast ferðirnar þann 2. apríl næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem flugfélagið býður upp á ferðir frá Keflavík til meginlands Evrópu. Frá þessu er sagt á turisti.is.

Easy Jet hóf Íslandsflug fyrir einu og hálfu ári síðan og hafa umsvif þess aukist hratt. Í vetur mun flugfélagið vera með fimm flugleiðir frá Íslandi.

Í tilkynningu frá Easy Jet segir að flogið verði frá Keflavík til Basel á miðvikudögum og laugardögum fram á haustið og að ódýrustu sætin verði á 6.295 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×